Erlent

Tilkynnt um mótmæli við jarðarför Steve Jobs

Meðlimir safnaðarins mótmæla við jarðarför hermanns í Bandaríkjunum.
Meðlimir safnaðarins mótmæla við jarðarför hermanns í Bandaríkjunum. mynd/AFP
Leiðtogi sértrúarsafnaðarins Westboro Baptist Church lýsti því yfir í dag að meðlimir safnaðarins muni mótmæla við jarðarför Steve Jobs, fyrrum forstjóra Apple.

Söfnuðurinn hefur mótmælt við jarðarfarir fallinna hermanna í Bandaríkjunum í gegnum tíðina. Þessi síðasta tilkynning safnaðarins hefur skiljanlega vakið hörð viðbrögð - enda er Westboro kirkjan ekki þekkt fyrir samúð sína á sorgartímum.

Yfirlýsingin birtist á Twitter samskiptasíðunni og það þótti heldur undarlegt að Margie. J. Phelps, leiðtogi safnaðarins, hefði sent skilaboðin úr Iphone síma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×