Erlent

Lítill loftsteinn stefnir á jörðina

Myndin sýnir loftstein brenna upp yfir vestur Ástralíu árið 2005. Engin mynd er til af 2011 MD.
fréttablaðið/ap
Myndin sýnir loftstein brenna upp yfir vestur Ástralíu árið 2005. Engin mynd er til af 2011 MD. fréttablaðið/ap
Stjarnvísindamenn uppgötvuðu í fyrri viku að loftsteinn stefnir á jörðina. Loftsteinninn sem kallaður er 2011 MD er tíu metrar í þvermál og mun koma næst jörðu í dag. Þá verður steinninn í aðeins tólf þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, gerir þetta að umfjöllunarefni á bloggsíðu sinni og vitnar í fréttaflutning bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA).

Loftsteinninn er á braut sem er næstum því sú sama og jarðar, og veldur það nokkrum áhyggjum, að sögn Haraldar. Hins vegar er steinninn svo lítill, að hann mundi brenna upp í lofthjúpi jarðar og ekki valda teljandi árekstri. Steinninn mun þó fara innan við brautir allra þeirra GPS gervihnatta sem svífa umhverfis jörðu og gæti því hugsanlega truflað GPS kerfið.

Hlutir sem svífa um í geimnum og eru 50 metrar og minni eru oftast nefndir loftsteinar, en smástirni ef þeir eru stærri. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×