Fjárlögin 2012 og bætur – er breytinga að vænta? 2. desember 2011 06:00 Mikil óvissa ríkir meðal öryrkja vegna fjárlaga 2012 þar sem ekki er útlit fyrir að bætur almannatrygginga hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga fjórða árið í röð. Þetta þýðir að greiðslur skerðast þar sem bætur ná ekki að halda í við þær miklu verðlagshækkanir sem hafa átt sér stað síðan kreppan skall á. Nú er annarri umræðu um fjárlögin lokið og það stefnir í að örorkubætur hækki einungis um 3,5% á næsta ári sem er til samræmis við almennar launabreytingar samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA en ekki til samræmis við krónutöluhækkun lægstu taxta sem munu hækka þann 2. febrúar á næsta ári um 11.000 kr. Ef lífeyrisþegar fengju sambærilega hækkun ættu bætur að hækka að lágmarki um þá upphæð eða um 6,5%. Jákvæð breyting á fjárlögumÞessu til viðbótar var útlit fyrir að ýmsir bótaflokkar myndu ekki hækka sem tilheyra lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð en um er að ræða greiðslur til að mæta kostnaði, sem í mörgum tilvikum, tengist börnum og fjölskyldum þeirra. ÖBÍ mótmælti harðlega fyrirhuguðum skerðingum í kjölfar aðalstjórnarfundar bandalagsins þann 23. nóvember síðastliðinn, á fundi daginn eftir með velferðarráðherra og á fundi með velferðarnefnd Alþingis. Bréf var sent öllum alþingismönnum um málið undir yfirskriftinni Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Málið var endurskoðað og þegar annarri umræðu um fjárlögin var lokið varð niðurstaðan sú að nú er gert ráð fyrir að eftirtaldir bótaflokkar hækki um 3,5% þann 1. janúar nk. sem er jákvæð breyting á fjárlögum: l Mæðra- og feðralaun l Umönnunargreiðslur l Meðlagsgreiðslur l Barnalífeyrir l Barnalífeyrir vegna náms l Uppbætur vegna reksturs bifreiða Frysting á frítekjumörkumEkki hefur tekist að telja ráðamönnum hughvarf varðandi frystingu frítekjumarka lífeyrisþega og verða þau fryst þriðja árið í röð sem þýðir enn meiri lækkun á ráðstöfunartekjum fjölda manns á næsta ári. Þessi staðreynd gerir það að verkum að margir munu ekki fá þá hækkun sem þeir réttilega ættu að fá þar sem bætur munu skerðast á móti ef fólk er með einhverjar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. Lágar tekjurTil upplýsinga þá fá þeir öryrkjar í dag sem búa einir 196.140 kr. á mánuði fyrir skatt (167.165 eftir skatt) en meirihluti örorkulífeyrisþega, þeir sem búa með öðrum fullorðnum, fær einungis 169.030 kr. fyrir skatt (150.170 eftir skatt). Þessi upphæð er mun lægri en lágmarkstekjutrygging launþega í dagvinnu sem er 182.000 kr. á mánuði sem sárafáir launþegar eru með. Hluti af greiðslum almannatrygginga til öryrkja er bótaflokkurinn, „sérstök framfærsluuppbót“, og er hann án frítekjumarks sem þýðir að fólk lendir í fátæktargildru þar sem allar skattskyldar tekjur skerða krónu á móti krónu. Sem dæmi þá skerða örfáar krónur í fjármagnstekjur á mánuði á debetkortareikningi bótaflokkinn krónu á móti krónu. Um þriðjungur öryrkja fær þennan bótaflokk að einhverju leyti en örfáir eru með hann óskertan eða innan við 2% öryrkja. Vert er að hafa í huga að öryrkjar hafa þurft að taka á sig miklar hækkanir á kostnaði við heilbrigðisþjónustu, lyf, hjálpartæki og sjúkra-, iðju- og talþjálfun, vegna sinna veikinda. Þessi kostnaður sligar mörg heimili en almennt er talið að öryrkjar þurfi að hafa 15-30% hærri tekjur til að framfleyta sér til að njóta sömu lífskjara og aðrir þar sem ýmis aðkeypt þjónusta og heilbrigðiskostnaður er hár. Orð skulu standaMinnt er á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um 3ja ára tímabil sem nú er liðið og horfur í efnahagsmálum eru sagðar jákvæðar. ÖBÍ gerir þá lágmarkskröfu að greiðslur til öryrkja á næsta ári hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga, enda ber stjórnvöldum að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa að treysta á velferðarkerfið ef ekki verður komist hjá niðurskurði. Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Mikil óvissa ríkir meðal öryrkja vegna fjárlaga 2012 þar sem ekki er útlit fyrir að bætur almannatrygginga hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga fjórða árið í röð. Þetta þýðir að greiðslur skerðast þar sem bætur ná ekki að halda í við þær miklu verðlagshækkanir sem hafa átt sér stað síðan kreppan skall á. Nú er annarri umræðu um fjárlögin lokið og það stefnir í að örorkubætur hækki einungis um 3,5% á næsta ári sem er til samræmis við almennar launabreytingar samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA en ekki til samræmis við krónutöluhækkun lægstu taxta sem munu hækka þann 2. febrúar á næsta ári um 11.000 kr. Ef lífeyrisþegar fengju sambærilega hækkun ættu bætur að hækka að lágmarki um þá upphæð eða um 6,5%. Jákvæð breyting á fjárlögumÞessu til viðbótar var útlit fyrir að ýmsir bótaflokkar myndu ekki hækka sem tilheyra lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð en um er að ræða greiðslur til að mæta kostnaði, sem í mörgum tilvikum, tengist börnum og fjölskyldum þeirra. ÖBÍ mótmælti harðlega fyrirhuguðum skerðingum í kjölfar aðalstjórnarfundar bandalagsins þann 23. nóvember síðastliðinn, á fundi daginn eftir með velferðarráðherra og á fundi með velferðarnefnd Alþingis. Bréf var sent öllum alþingismönnum um málið undir yfirskriftinni Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Málið var endurskoðað og þegar annarri umræðu um fjárlögin var lokið varð niðurstaðan sú að nú er gert ráð fyrir að eftirtaldir bótaflokkar hækki um 3,5% þann 1. janúar nk. sem er jákvæð breyting á fjárlögum: l Mæðra- og feðralaun l Umönnunargreiðslur l Meðlagsgreiðslur l Barnalífeyrir l Barnalífeyrir vegna náms l Uppbætur vegna reksturs bifreiða Frysting á frítekjumörkumEkki hefur tekist að telja ráðamönnum hughvarf varðandi frystingu frítekjumarka lífeyrisþega og verða þau fryst þriðja árið í röð sem þýðir enn meiri lækkun á ráðstöfunartekjum fjölda manns á næsta ári. Þessi staðreynd gerir það að verkum að margir munu ekki fá þá hækkun sem þeir réttilega ættu að fá þar sem bætur munu skerðast á móti ef fólk er með einhverjar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. Lágar tekjurTil upplýsinga þá fá þeir öryrkjar í dag sem búa einir 196.140 kr. á mánuði fyrir skatt (167.165 eftir skatt) en meirihluti örorkulífeyrisþega, þeir sem búa með öðrum fullorðnum, fær einungis 169.030 kr. fyrir skatt (150.170 eftir skatt). Þessi upphæð er mun lægri en lágmarkstekjutrygging launþega í dagvinnu sem er 182.000 kr. á mánuði sem sárafáir launþegar eru með. Hluti af greiðslum almannatrygginga til öryrkja er bótaflokkurinn, „sérstök framfærsluuppbót“, og er hann án frítekjumarks sem þýðir að fólk lendir í fátæktargildru þar sem allar skattskyldar tekjur skerða krónu á móti krónu. Sem dæmi þá skerða örfáar krónur í fjármagnstekjur á mánuði á debetkortareikningi bótaflokkinn krónu á móti krónu. Um þriðjungur öryrkja fær þennan bótaflokk að einhverju leyti en örfáir eru með hann óskertan eða innan við 2% öryrkja. Vert er að hafa í huga að öryrkjar hafa þurft að taka á sig miklar hækkanir á kostnaði við heilbrigðisþjónustu, lyf, hjálpartæki og sjúkra-, iðju- og talþjálfun, vegna sinna veikinda. Þessi kostnaður sligar mörg heimili en almennt er talið að öryrkjar þurfi að hafa 15-30% hærri tekjur til að framfleyta sér til að njóta sömu lífskjara og aðrir þar sem ýmis aðkeypt þjónusta og heilbrigðiskostnaður er hár. Orð skulu standaMinnt er á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um 3ja ára tímabil sem nú er liðið og horfur í efnahagsmálum eru sagðar jákvæðar. ÖBÍ gerir þá lágmarkskröfu að greiðslur til öryrkja á næsta ári hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga, enda ber stjórnvöldum að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa að treysta á velferðarkerfið ef ekki verður komist hjá niðurskurði. Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð?
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun