200 sóttu um starf húsvarðar í Hörpu 1. febrúar 2011 20:00 Tvö hundruð hafa sótt um starf húsvarðar í Hörpu. Þórunn Sigurðardóttir segir launin ágæt, vinnuna mikla en engar stimpilklukkur verði í húsinu. Rétt tæplega tvö hundruð umsóknir bárust um starf húsvarðar í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpunnar, er ánægð með þann fjölda sem sækist eftir starfinu. „Við köllum þetta reyndar umsjónarmann fasteigna en það er ljóst að gríðarlega margir hafa áhuga á þessu starfi.“ Að sögn Þórunnar hefur ekki enn verið ráðið í starfið en viðtöl ættu að byrja á næstunni. Þórunn segir að hlutverk húsvarðarins verði fyrst og fremst að hafa eftirlit með Hörpunni og hafa umsjón með þrifum, en margir hafa haft áhyggjur af því hversu erfitt verði að þrífa glerhjúpinn sem umlykur tónlistarhúsið. Það verður í mörg horn að líta hjá hinum nýja húsverði. Þannig er stóri salurinn, sem tekur um 1.800 manns í sæti, þétt bókaður eftir að Harpan verður formlega vígð í maí. „Það eru bókaðir í kringum þrennir tónleikar á viku í honum. Og svo er mikil ásókn í minni salina og ráðstefnusalina, svo ekki sé minnst á allar skoðanaferðirnar,“ segir Þórunn og bætir því við að tónleikahaldarar hafi jafnframt sýnt anddyrinu mikinn áhuga, meðal annars forsvarsmenn Iceland Airwaves. Þórunn viðurkennir að húsvörðurinn eigi eftir að hafa nóg á sinni könnu fyrstu vikurnar eftir opnun. „Og við munum borga bara eðlileg laun. Vinnan verður samt ansi hreint mikil og það verða ekki stimpilklukkur í húsinu.“- fgg Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Rétt tæplega tvö hundruð umsóknir bárust um starf húsvarðar í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpunnar, er ánægð með þann fjölda sem sækist eftir starfinu. „Við köllum þetta reyndar umsjónarmann fasteigna en það er ljóst að gríðarlega margir hafa áhuga á þessu starfi.“ Að sögn Þórunnar hefur ekki enn verið ráðið í starfið en viðtöl ættu að byrja á næstunni. Þórunn segir að hlutverk húsvarðarins verði fyrst og fremst að hafa eftirlit með Hörpunni og hafa umsjón með þrifum, en margir hafa haft áhyggjur af því hversu erfitt verði að þrífa glerhjúpinn sem umlykur tónlistarhúsið. Það verður í mörg horn að líta hjá hinum nýja húsverði. Þannig er stóri salurinn, sem tekur um 1.800 manns í sæti, þétt bókaður eftir að Harpan verður formlega vígð í maí. „Það eru bókaðir í kringum þrennir tónleikar á viku í honum. Og svo er mikil ásókn í minni salina og ráðstefnusalina, svo ekki sé minnst á allar skoðanaferðirnar,“ segir Þórunn og bætir því við að tónleikahaldarar hafi jafnframt sýnt anddyrinu mikinn áhuga, meðal annars forsvarsmenn Iceland Airwaves. Þórunn viðurkennir að húsvörðurinn eigi eftir að hafa nóg á sinni könnu fyrstu vikurnar eftir opnun. „Og við munum borga bara eðlileg laun. Vinnan verður samt ansi hreint mikil og það verða ekki stimpilklukkur í húsinu.“- fgg
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira