Formsatriðin mesti kosningaglæpur lýðræðissögunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. febrúar 2011 21:18 Þórhildur segir að formsatriðin, sem hafi þó engin áhrif haft á niðurstöður kosninganna, séu mesti kosningaglæpur lýðræðissögunnar. Mynd/ Stefán. Formsatriðin sem réðu úrskurði Hæstaréttar, en höfðu engin áhrif á niðurstöðu kosningarinnar, eru mesti kosningaglæpur sem framinn hefur verið í vestrænu lýðræðisríki, fyrr og síðar. Þetta er í það minnsta sú ályktun sem Þórhildur Þorleifsdóttir, sem kjörin var á þingið, segir að hægt væri að draga eftir málstofu lagadeildar HÍ um úrskurð Hæstaréttar í dag. „Ef að þeir geta ekki nefnt dæmi um ógildingu lýðræðislegra kosninga þá hlýtur þetta að vera mesta afbrot sem framin hafa veirð í kosningasögu lýðræðisríkja," segir Þórhildur í samtali við Vísi. Þórhildur segist reyndar ekki hafa lögfræðiþekkingu til þess að meta hvort dómurinn hafi komist að réttri niðurstöðu eða ekki. Hins vegar hafi hver lögfræðingur á fætur öðrum lýst efasemdum um ýmsar fullyrðingar sem dómurinn kemur með í úrskurði sínum. Þórhildur segist ekki geta sagt til um það hvort hún muni bjóða sig fram aftur ef kosið verður að nýju til stjórnlagaþings. „Ég hef ekki fjárhagslega burði til að standa í kosningabaráttu sem mun taka allt annan kúrs en síðast," segir Þórhildur. Hún bendir á að engin kosningabarátta hafi verið háð fyrir síðustu kosningar heldur hafi verið um kynningu að ræða sem fram hafi farið í mestu vinsemd. „Mér blandast ekki hugur um það að ef það verður kosið aftur verða það þrælpólitískar kosningar með öllum þeim öflum sem þá fara í gang, fjármagni, áróðri auglýsingum og mannorðsmeiðingum svo við tökum ekki sterkar til orða," segir Þórhildur. Hún segist því telja að það yrði eðlilegast að þeir 25 fulltrúar sem voru kosnir yrðu skipaðir á þingið með einhverjum hætti. Það finnst mér lýðræðislegast. Fólk greiddi atkvæði það gerði ekkert rangt. Ég gerði heldur ekkert rangt eða aðrir frambjóðendur og því skylid þessi kosning verða ógild útaf formsatriðum," segir Þórhildur. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Formsatriðin sem réðu úrskurði Hæstaréttar, en höfðu engin áhrif á niðurstöðu kosningarinnar, eru mesti kosningaglæpur sem framinn hefur verið í vestrænu lýðræðisríki, fyrr og síðar. Þetta er í það minnsta sú ályktun sem Þórhildur Þorleifsdóttir, sem kjörin var á þingið, segir að hægt væri að draga eftir málstofu lagadeildar HÍ um úrskurð Hæstaréttar í dag. „Ef að þeir geta ekki nefnt dæmi um ógildingu lýðræðislegra kosninga þá hlýtur þetta að vera mesta afbrot sem framin hafa veirð í kosningasögu lýðræðisríkja," segir Þórhildur í samtali við Vísi. Þórhildur segist reyndar ekki hafa lögfræðiþekkingu til þess að meta hvort dómurinn hafi komist að réttri niðurstöðu eða ekki. Hins vegar hafi hver lögfræðingur á fætur öðrum lýst efasemdum um ýmsar fullyrðingar sem dómurinn kemur með í úrskurði sínum. Þórhildur segist ekki geta sagt til um það hvort hún muni bjóða sig fram aftur ef kosið verður að nýju til stjórnlagaþings. „Ég hef ekki fjárhagslega burði til að standa í kosningabaráttu sem mun taka allt annan kúrs en síðast," segir Þórhildur. Hún bendir á að engin kosningabarátta hafi verið háð fyrir síðustu kosningar heldur hafi verið um kynningu að ræða sem fram hafi farið í mestu vinsemd. „Mér blandast ekki hugur um það að ef það verður kosið aftur verða það þrælpólitískar kosningar með öllum þeim öflum sem þá fara í gang, fjármagni, áróðri auglýsingum og mannorðsmeiðingum svo við tökum ekki sterkar til orða," segir Þórhildur. Hún segist því telja að það yrði eðlilegast að þeir 25 fulltrúar sem voru kosnir yrðu skipaðir á þingið með einhverjum hætti. Það finnst mér lýðræðislegast. Fólk greiddi atkvæði það gerði ekkert rangt. Ég gerði heldur ekkert rangt eða aðrir frambjóðendur og því skylid þessi kosning verða ógild útaf formsatriðum," segir Þórhildur.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira