Flýja til baka til Noregs vegna skattpíningar 1. febrúar 2011 18:47 Sú þróun sem hófst á níundu öld, að Íslendingar flúðu Noreg vegna skattpíningar, hefur snúist við og flýja þeir nú til baka undan íslenskri skattpíningu. Þetta var sagt á Alþingi í dag í umræðum um skattamál þar sem ríkisstjórnin var sögð hafa hækkað alla skatta sem hægt væri að hækka.Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hóf umræðuna og sagði skattastefnu stjórnvalda vinna gegn hagvexti. Almenningur, sem mátt hefði þola mikla kjararýrnun, væri skattpíndur. Erlendri og innlendri fjárfestingu í atvinnulífinu væri haldið niðri með skattkerfi sem refsi fyrir uppbygginu en verðlauni stöðvun. Fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sagði skattabreytingarnar hins vegar vel heppnaðar og hafa náð tilætluðum árangri. Tekjufall ríkisins hefði verið stöðvað og áherslum breytt. Skattkerfið hefði verið fært aftur til baka til hins norræna módels. Tekjulægsta fólkinu hefði verið hlíft en meiri byrðar verið lagðar á þá sem hæstar hefðu tekjurnar, mestar fjármagnstekjur og mestar skuldlausar eignir. Álagningin sýndi að þessar aðgerðir hefðu heppnast vel.Sjálfstæðimenn sögðu stórhækkun á sköttum, eins og bensíngjöldum, einnig bitna á lágtekjufólki. Birgir Ármannsson sagði ríkisstjórnina hafa hafa hækkað alla meginskatta en einnig svo til alla sérskatta."Ég hef allavega ekki fundið neitt dæmi um skatt sem þessi ríkisstjórn hefur ekki hækkað," sagði Birgir.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sögunni aftur til upphafs Íslandsbyggðar:"Og mér skilst að það sé komið í hámæli í norska þinginu að nú hafi loksins orðið viðsnúningur á þeirri þróun sem hófst á níundu öld, þegar Íslendingar flúðu Noreg vegna skattpíningar, - þeir hafi nú snúið við til Noregs vegna þess að dæmið hefur snúist við." Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Sú þróun sem hófst á níundu öld, að Íslendingar flúðu Noreg vegna skattpíningar, hefur snúist við og flýja þeir nú til baka undan íslenskri skattpíningu. Þetta var sagt á Alþingi í dag í umræðum um skattamál þar sem ríkisstjórnin var sögð hafa hækkað alla skatta sem hægt væri að hækka.Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hóf umræðuna og sagði skattastefnu stjórnvalda vinna gegn hagvexti. Almenningur, sem mátt hefði þola mikla kjararýrnun, væri skattpíndur. Erlendri og innlendri fjárfestingu í atvinnulífinu væri haldið niðri með skattkerfi sem refsi fyrir uppbygginu en verðlauni stöðvun. Fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sagði skattabreytingarnar hins vegar vel heppnaðar og hafa náð tilætluðum árangri. Tekjufall ríkisins hefði verið stöðvað og áherslum breytt. Skattkerfið hefði verið fært aftur til baka til hins norræna módels. Tekjulægsta fólkinu hefði verið hlíft en meiri byrðar verið lagðar á þá sem hæstar hefðu tekjurnar, mestar fjármagnstekjur og mestar skuldlausar eignir. Álagningin sýndi að þessar aðgerðir hefðu heppnast vel.Sjálfstæðimenn sögðu stórhækkun á sköttum, eins og bensíngjöldum, einnig bitna á lágtekjufólki. Birgir Ármannsson sagði ríkisstjórnina hafa hafa hækkað alla meginskatta en einnig svo til alla sérskatta."Ég hef allavega ekki fundið neitt dæmi um skatt sem þessi ríkisstjórn hefur ekki hækkað," sagði Birgir.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sögunni aftur til upphafs Íslandsbyggðar:"Og mér skilst að það sé komið í hámæli í norska þinginu að nú hafi loksins orðið viðsnúningur á þeirri þróun sem hófst á níundu öld, þegar Íslendingar flúðu Noreg vegna skattpíningar, - þeir hafi nú snúið við til Noregs vegna þess að dæmið hefur snúist við."
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira