Flýja til baka til Noregs vegna skattpíningar 1. febrúar 2011 18:47 Sú þróun sem hófst á níundu öld, að Íslendingar flúðu Noreg vegna skattpíningar, hefur snúist við og flýja þeir nú til baka undan íslenskri skattpíningu. Þetta var sagt á Alþingi í dag í umræðum um skattamál þar sem ríkisstjórnin var sögð hafa hækkað alla skatta sem hægt væri að hækka.Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hóf umræðuna og sagði skattastefnu stjórnvalda vinna gegn hagvexti. Almenningur, sem mátt hefði þola mikla kjararýrnun, væri skattpíndur. Erlendri og innlendri fjárfestingu í atvinnulífinu væri haldið niðri með skattkerfi sem refsi fyrir uppbygginu en verðlauni stöðvun. Fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sagði skattabreytingarnar hins vegar vel heppnaðar og hafa náð tilætluðum árangri. Tekjufall ríkisins hefði verið stöðvað og áherslum breytt. Skattkerfið hefði verið fært aftur til baka til hins norræna módels. Tekjulægsta fólkinu hefði verið hlíft en meiri byrðar verið lagðar á þá sem hæstar hefðu tekjurnar, mestar fjármagnstekjur og mestar skuldlausar eignir. Álagningin sýndi að þessar aðgerðir hefðu heppnast vel.Sjálfstæðimenn sögðu stórhækkun á sköttum, eins og bensíngjöldum, einnig bitna á lágtekjufólki. Birgir Ármannsson sagði ríkisstjórnina hafa hafa hækkað alla meginskatta en einnig svo til alla sérskatta."Ég hef allavega ekki fundið neitt dæmi um skatt sem þessi ríkisstjórn hefur ekki hækkað," sagði Birgir.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sögunni aftur til upphafs Íslandsbyggðar:"Og mér skilst að það sé komið í hámæli í norska þinginu að nú hafi loksins orðið viðsnúningur á þeirri þróun sem hófst á níundu öld, þegar Íslendingar flúðu Noreg vegna skattpíningar, - þeir hafi nú snúið við til Noregs vegna þess að dæmið hefur snúist við." Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sú þróun sem hófst á níundu öld, að Íslendingar flúðu Noreg vegna skattpíningar, hefur snúist við og flýja þeir nú til baka undan íslenskri skattpíningu. Þetta var sagt á Alþingi í dag í umræðum um skattamál þar sem ríkisstjórnin var sögð hafa hækkað alla skatta sem hægt væri að hækka.Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hóf umræðuna og sagði skattastefnu stjórnvalda vinna gegn hagvexti. Almenningur, sem mátt hefði þola mikla kjararýrnun, væri skattpíndur. Erlendri og innlendri fjárfestingu í atvinnulífinu væri haldið niðri með skattkerfi sem refsi fyrir uppbygginu en verðlauni stöðvun. Fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sagði skattabreytingarnar hins vegar vel heppnaðar og hafa náð tilætluðum árangri. Tekjufall ríkisins hefði verið stöðvað og áherslum breytt. Skattkerfið hefði verið fært aftur til baka til hins norræna módels. Tekjulægsta fólkinu hefði verið hlíft en meiri byrðar verið lagðar á þá sem hæstar hefðu tekjurnar, mestar fjármagnstekjur og mestar skuldlausar eignir. Álagningin sýndi að þessar aðgerðir hefðu heppnast vel.Sjálfstæðimenn sögðu stórhækkun á sköttum, eins og bensíngjöldum, einnig bitna á lágtekjufólki. Birgir Ármannsson sagði ríkisstjórnina hafa hafa hækkað alla meginskatta en einnig svo til alla sérskatta."Ég hef allavega ekki fundið neitt dæmi um skatt sem þessi ríkisstjórn hefur ekki hækkað," sagði Birgir.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sögunni aftur til upphafs Íslandsbyggðar:"Og mér skilst að það sé komið í hámæli í norska þinginu að nú hafi loksins orðið viðsnúningur á þeirri þróun sem hófst á níundu öld, þegar Íslendingar flúðu Noreg vegna skattpíningar, - þeir hafi nú snúið við til Noregs vegna þess að dæmið hefur snúist við."
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði