Íslendingar gefa tugi milljóna í neyðarhjálp 27. júlí 2011 09:00 Sigríður Víðis Jónsdóttir Hjálpar þurfi Milljónir líða skort á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku, en Íslendingar hafa styrkt hjálparstarf um tugi milljóna. Á myndinni sést móðir hins sjö mánaða gamla Mihag Gedi Farah hlúa að syni sínum í Dadaab-flóttamannabúðunum í Keníu. Fréttablaðið/AP Íslendingar hafa gefið rausnarlega í safnanir sem hjálparstofnanir og líknarfélög standa fyrir vegna neyðarástands í austurhluta Afríku. Um 18 milljónir króna voru komnar inn á söfnunarreikning Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) síðdegis í gær og segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF, að mikil vitundarvakning hafi greinilega orðið síðustu daga. „Það er greinilegt að neyðarástandið hefur vakið sterk viðbrögð og við finnum að það snertir við fólki. Enda er mikið í húfi og líf hundruð þúsunda barna í hættu. Við finnum að fólk hér á landi áttar sig á að það er hægt að koma börnunum til aðstoðar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa. Við erum afar þakklát fyrir þetta og snortin af viðbrögðunum.“ Miklir þurrkar hafa verið þarna síðustu tvö ár og nú er svo komið að ellefu milljónir manna eru hjálpar þurfi. Þar af eru um 700 þúsund börn sem eru lífshættulega vannærð, segir í upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum og UNICEF. Þá hafa rúmar níu milljónir króna safnast hjá Rauða Krossi Íslands, sem hefur auk þess lagt 4,3 milljónir króna úr eigin neyðarsjóði í söfnunina. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur óstöðugleiki innanlands í Sómalíu gert hjálparstofnunum erfitt um vik, en Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn í Sómalíu hafa að eigin sögn fengið að dreifa mat óáreittir í landinu, jafnvel á svæðum undir stjórn skæruliðahópa. Að sögn Þóris Guðmundssonar, sviðstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi, verður öllu söfnunarfé varið til kaupa á næringarbættu hnetusmjöri. Þórir bætir því við að með því að hringja í síma 904-1500 og leggja söfnuninni þannig til 1.500 krónur, sé hægt að kaupa þriggja til fjögurra vikna skammt af hnetusmjöri fyrir eitt barn og hjúkra því þannig til heilbrigðis. Nánari upplýsingar um hvernig styrkja má hjálparstarfið er að finna á heimasíðum UNICEF og Rauða krossins, en auk þess standa Barnaheill - Save the Children og Hjálparstarf kirkjunnar fyrir söfnunum til handa bágstöddum í Austur-Afríku. Alþjóðasamfélagið hefur tekið við sér og hyggjast Sameinuðu þjóðirnar safna 1,6 milljörðum Bandaríkjadala, sem jafngildir rúmum 180 milljörðum króna, til hjálparstarfsins næstu tólf mánuði. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Sjá meira
Hjálpar þurfi Milljónir líða skort á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku, en Íslendingar hafa styrkt hjálparstarf um tugi milljóna. Á myndinni sést móðir hins sjö mánaða gamla Mihag Gedi Farah hlúa að syni sínum í Dadaab-flóttamannabúðunum í Keníu. Fréttablaðið/AP Íslendingar hafa gefið rausnarlega í safnanir sem hjálparstofnanir og líknarfélög standa fyrir vegna neyðarástands í austurhluta Afríku. Um 18 milljónir króna voru komnar inn á söfnunarreikning Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) síðdegis í gær og segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF, að mikil vitundarvakning hafi greinilega orðið síðustu daga. „Það er greinilegt að neyðarástandið hefur vakið sterk viðbrögð og við finnum að það snertir við fólki. Enda er mikið í húfi og líf hundruð þúsunda barna í hættu. Við finnum að fólk hér á landi áttar sig á að það er hægt að koma börnunum til aðstoðar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa. Við erum afar þakklát fyrir þetta og snortin af viðbrögðunum.“ Miklir þurrkar hafa verið þarna síðustu tvö ár og nú er svo komið að ellefu milljónir manna eru hjálpar þurfi. Þar af eru um 700 þúsund börn sem eru lífshættulega vannærð, segir í upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum og UNICEF. Þá hafa rúmar níu milljónir króna safnast hjá Rauða Krossi Íslands, sem hefur auk þess lagt 4,3 milljónir króna úr eigin neyðarsjóði í söfnunina. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur óstöðugleiki innanlands í Sómalíu gert hjálparstofnunum erfitt um vik, en Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn í Sómalíu hafa að eigin sögn fengið að dreifa mat óáreittir í landinu, jafnvel á svæðum undir stjórn skæruliðahópa. Að sögn Þóris Guðmundssonar, sviðstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi, verður öllu söfnunarfé varið til kaupa á næringarbættu hnetusmjöri. Þórir bætir því við að með því að hringja í síma 904-1500 og leggja söfnuninni þannig til 1.500 krónur, sé hægt að kaupa þriggja til fjögurra vikna skammt af hnetusmjöri fyrir eitt barn og hjúkra því þannig til heilbrigðis. Nánari upplýsingar um hvernig styrkja má hjálparstarfið er að finna á heimasíðum UNICEF og Rauða krossins, en auk þess standa Barnaheill - Save the Children og Hjálparstarf kirkjunnar fyrir söfnunum til handa bágstöddum í Austur-Afríku. Alþjóðasamfélagið hefur tekið við sér og hyggjast Sameinuðu þjóðirnar safna 1,6 milljörðum Bandaríkjadala, sem jafngildir rúmum 180 milljörðum króna, til hjálparstarfsins næstu tólf mánuði. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Sjá meira