Tollurinn hirti gjafirnar 14. janúar 2011 19:50 Óliðlegheit fjármálaráðuneytis og tollstjóra gerði það að verkum að kylfur sem Íshokkísamband Íslands átti að fá að gjöf, komust aldrei í hendur barna sem íþróttina stunda. Kylfurnar voru boðnar upp og slegnar hæstbjóðanda en þær er nú hægt að fá í Rúmfatalagernum. Málið snýst um 500 kylfur sem Alþjóða íshokkísambandið gaf íslensku sambandinu að gjöf. Nokkuð treglega gekk hins vegar að fá kylfurnar sem sátu fastar í tollinum. Íshokkísamband Íslands hefur fengið styrk sem þennan annaðhvert ár síðan árið 1996 en hann er hugsaður fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í íþróttinni. Styrkurinn er ávalt í formi búnaðar og í gegnum árin hefur sambandið fengið vörugjöld og virðisaukaskatt felldan niður af gjöfunum. „Þetta er í raun og veru þróunarstyrkur. Það er verið að hjálpa til við að byggja upp íþróttina og þar sem við höfum fengið þetta fellt niður mörg ár á undan þá héldum við að slíkt myndi gilda núna líka en það var ekki raunin," segir Viðar Garðarsson, formaður Íshokkísambands Íslands. Sambandið hefði þurft að greiða á bilinu fjögur til fimm hundruð þúsund krónur til þess að fá kylfurnar sem enduðu á uppboði, en sambandið treysti sér í að greiða 100 þúsund krónur, og bauð þá upphæð. Aðili úti í bæ fékk kylfurnar 500 síðan fyrir 180 þúsund krónur en Viðar segir hluta af þeim nú vera til sölu meðal annars í Rúmfatalagernum. Samkvæmt upplýsingum þaðan er hægt að fá kylfu fyrir 2495 krónur. Viðar segist skilja lagalegu rökin. „En svo spyr maður sig á móti, Íslendingar eru að senda þróunaraðstoð hingað og þangað í heiminum og því yrði eflaust óstinnt tekið upp ef að tollayfirvöld í viðkomandi landi ætluðu að fara að reyna að hagnast á þeirri þróunaraðstoð sem við erum að senda frá okkur. Menn ættu kannski bara að snúa við blaðinu og horfa á þetta gegnsæjum augum. Við teljum þetta fullkomlega óeðlilega afgreiðslu og hún kemur niður á börnum og byrjendum sem eru að reyna að stunda íþróttir." Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Óliðlegheit fjármálaráðuneytis og tollstjóra gerði það að verkum að kylfur sem Íshokkísamband Íslands átti að fá að gjöf, komust aldrei í hendur barna sem íþróttina stunda. Kylfurnar voru boðnar upp og slegnar hæstbjóðanda en þær er nú hægt að fá í Rúmfatalagernum. Málið snýst um 500 kylfur sem Alþjóða íshokkísambandið gaf íslensku sambandinu að gjöf. Nokkuð treglega gekk hins vegar að fá kylfurnar sem sátu fastar í tollinum. Íshokkísamband Íslands hefur fengið styrk sem þennan annaðhvert ár síðan árið 1996 en hann er hugsaður fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í íþróttinni. Styrkurinn er ávalt í formi búnaðar og í gegnum árin hefur sambandið fengið vörugjöld og virðisaukaskatt felldan niður af gjöfunum. „Þetta er í raun og veru þróunarstyrkur. Það er verið að hjálpa til við að byggja upp íþróttina og þar sem við höfum fengið þetta fellt niður mörg ár á undan þá héldum við að slíkt myndi gilda núna líka en það var ekki raunin," segir Viðar Garðarsson, formaður Íshokkísambands Íslands. Sambandið hefði þurft að greiða á bilinu fjögur til fimm hundruð þúsund krónur til þess að fá kylfurnar sem enduðu á uppboði, en sambandið treysti sér í að greiða 100 þúsund krónur, og bauð þá upphæð. Aðili úti í bæ fékk kylfurnar 500 síðan fyrir 180 þúsund krónur en Viðar segir hluta af þeim nú vera til sölu meðal annars í Rúmfatalagernum. Samkvæmt upplýsingum þaðan er hægt að fá kylfu fyrir 2495 krónur. Viðar segist skilja lagalegu rökin. „En svo spyr maður sig á móti, Íslendingar eru að senda þróunaraðstoð hingað og þangað í heiminum og því yrði eflaust óstinnt tekið upp ef að tollayfirvöld í viðkomandi landi ætluðu að fara að reyna að hagnast á þeirri þróunaraðstoð sem við erum að senda frá okkur. Menn ættu kannski bara að snúa við blaðinu og horfa á þetta gegnsæjum augum. Við teljum þetta fullkomlega óeðlilega afgreiðslu og hún kemur niður á börnum og byrjendum sem eru að reyna að stunda íþróttir."
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira