Halldór væntanlegur til landsins 14. janúar 2011 06:00 Halldór Kristjánsson Mynd/Vilhelm Gunnarsson Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir og að lokum voru tveir leiddir fyrir dómara. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kemur til landsins á næstu dögum vegna rannsóknarinnar. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var einn hinna yfirheyrðu, líkt og Elín Sigfúsdóttir, sem var forstöðumaður á fyrirtækjasviði gamla bankans. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs, og Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga, voru einnig meðal yfirheyrðra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á það einnig við um tvo starfsmenn eigin fjárfestinga: Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindra Sveinsson. Enginn þeirra starfar í Nýja Landsbankanum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum í gærkvöldi að farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum. Hann gaf ekki upp nöfn þeirra. Skömmu síðar komu Sigurjón og annar maður fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Af því loknu var þeir leiddir á brott af lögreglumönnum. Sigurjón vildi ekki tjá sig við fréttamenn um málið. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri, sem er búsettur í Kanada, hefur verið boðaður til yfirheyrslu og er væntanlegur til landsins eftir helgi, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Tengdar fréttir Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19 Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50 Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48 Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59 Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir og að lokum voru tveir leiddir fyrir dómara. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kemur til landsins á næstu dögum vegna rannsóknarinnar. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var einn hinna yfirheyrðu, líkt og Elín Sigfúsdóttir, sem var forstöðumaður á fyrirtækjasviði gamla bankans. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs, og Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga, voru einnig meðal yfirheyrðra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á það einnig við um tvo starfsmenn eigin fjárfestinga: Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindra Sveinsson. Enginn þeirra starfar í Nýja Landsbankanum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum í gærkvöldi að farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum. Hann gaf ekki upp nöfn þeirra. Skömmu síðar komu Sigurjón og annar maður fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Af því loknu var þeir leiddir á brott af lögreglumönnum. Sigurjón vildi ekki tjá sig við fréttamenn um málið. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri, sem er búsettur í Kanada, hefur verið boðaður til yfirheyrslu og er væntanlegur til landsins eftir helgi, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Tengdar fréttir Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19 Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50 Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48 Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59 Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19
Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50
Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48
Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59
Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent