Borgarstjóri með sinn eigin spjallþátt í sjónvarpi Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 14. janúar 2011 09:45 Þótt Jón Gnarr sé æðsti maðurinn í embættismannakerfi Reykjavíkurborgar verður hann samt sem áður að lúta vilja þáttarstjórnandans Sigurjóns Kjartanssonar í sjónvarpsþættinum Tvímælalaust. Fréttablaðið/Anton „Mér finnst ekki alltaf dregin upp sanngjörn mynd af mér í fjölmiðlum, mig grunar að þeir séu oft tengdir stjórnmálaflokkum. Ef ekki, þá biðst ég afsökunar. En allavega, ég tel að það sé mjög mikilvægt að borgarstjórinn geti fundið sér vettvang sem sé hlutlaus og að þetta muni efla lýðræðið og gegnsæi," segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. Hann snýr aftur í sjónvarp á fimmtudaginn í næstu viku þegar hann verður fastur gestur í þættinum Tvímælalaust á Stöð 2. Stjórnandi þáttarins er enginn annar en Sigurjón Kjartansson, hitt höfuðið á Tvíhöfðadúettinum. Jón hefur staðið í ströngu í borgarmálunum að undanförnu en hann óttast ekki að verða auðvelt skotmark minnihlutans. „Nei, síður en svo, ég á ekki von á því enda ekki tilefni til. Ég lít heldur ekki á minnihlutann sem einhverja andstöðu heldur samstarfsfólk, ég segi stundum minnihluti en aldrei kosningabarátta heldur kosningaleikur. Enda er hún bara leikur," útskýrir Jón. Jón tekur fram að hann fái ekkert greitt fyrir þátttöku sína í sjónvarpsþættinum. „Við ætlum að kryfja þjóðfélagsmálin, Sigurjóni gefst tækifæri til að spyrja mig út í hluti og síðan bjóðum við fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins að koma og ræða við okkur um landsins gagn og nauðsynjar." Sigurjón Kjartansson er að vonum ánægður með samstarfið við Jón Gnarr. Hann segir þáttinn eiga að vera umræðuþátt um allt sem skiptir máli í þjóðfélaginu og vill að gefnu tilefni taka fram að hann verði í opinni dagskrá. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, þetta er vissulega ný nálgun á okkar samstarf. Við höfum hingað til verið að stjórna þessum útvarpsþætti og verandi ekkert sérstaklega merkilegir var alltaf erfitt að fá einhver alvöru „celeb" [frægðarfólk]. Ég held að við höfum til dæmis aðeins náð því einu sinni að fá viðtal við borgarstjóra en nú er bara annar okkar orðinn borgarstjóri og það verður mjög athyglisvert að vinna með það." Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Mér finnst ekki alltaf dregin upp sanngjörn mynd af mér í fjölmiðlum, mig grunar að þeir séu oft tengdir stjórnmálaflokkum. Ef ekki, þá biðst ég afsökunar. En allavega, ég tel að það sé mjög mikilvægt að borgarstjórinn geti fundið sér vettvang sem sé hlutlaus og að þetta muni efla lýðræðið og gegnsæi," segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. Hann snýr aftur í sjónvarp á fimmtudaginn í næstu viku þegar hann verður fastur gestur í þættinum Tvímælalaust á Stöð 2. Stjórnandi þáttarins er enginn annar en Sigurjón Kjartansson, hitt höfuðið á Tvíhöfðadúettinum. Jón hefur staðið í ströngu í borgarmálunum að undanförnu en hann óttast ekki að verða auðvelt skotmark minnihlutans. „Nei, síður en svo, ég á ekki von á því enda ekki tilefni til. Ég lít heldur ekki á minnihlutann sem einhverja andstöðu heldur samstarfsfólk, ég segi stundum minnihluti en aldrei kosningabarátta heldur kosningaleikur. Enda er hún bara leikur," útskýrir Jón. Jón tekur fram að hann fái ekkert greitt fyrir þátttöku sína í sjónvarpsþættinum. „Við ætlum að kryfja þjóðfélagsmálin, Sigurjóni gefst tækifæri til að spyrja mig út í hluti og síðan bjóðum við fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins að koma og ræða við okkur um landsins gagn og nauðsynjar." Sigurjón Kjartansson er að vonum ánægður með samstarfið við Jón Gnarr. Hann segir þáttinn eiga að vera umræðuþátt um allt sem skiptir máli í þjóðfélaginu og vill að gefnu tilefni taka fram að hann verði í opinni dagskrá. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, þetta er vissulega ný nálgun á okkar samstarf. Við höfum hingað til verið að stjórna þessum útvarpsþætti og verandi ekkert sérstaklega merkilegir var alltaf erfitt að fá einhver alvöru „celeb" [frægðarfólk]. Ég held að við höfum til dæmis aðeins náð því einu sinni að fá viðtal við borgarstjóra en nú er bara annar okkar orðinn borgarstjóri og það verður mjög athyglisvert að vinna með það."
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira