Borgarstjóri með sinn eigin spjallþátt í sjónvarpi Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 14. janúar 2011 09:45 Þótt Jón Gnarr sé æðsti maðurinn í embættismannakerfi Reykjavíkurborgar verður hann samt sem áður að lúta vilja þáttarstjórnandans Sigurjóns Kjartanssonar í sjónvarpsþættinum Tvímælalaust. Fréttablaðið/Anton „Mér finnst ekki alltaf dregin upp sanngjörn mynd af mér í fjölmiðlum, mig grunar að þeir séu oft tengdir stjórnmálaflokkum. Ef ekki, þá biðst ég afsökunar. En allavega, ég tel að það sé mjög mikilvægt að borgarstjórinn geti fundið sér vettvang sem sé hlutlaus og að þetta muni efla lýðræðið og gegnsæi," segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. Hann snýr aftur í sjónvarp á fimmtudaginn í næstu viku þegar hann verður fastur gestur í þættinum Tvímælalaust á Stöð 2. Stjórnandi þáttarins er enginn annar en Sigurjón Kjartansson, hitt höfuðið á Tvíhöfðadúettinum. Jón hefur staðið í ströngu í borgarmálunum að undanförnu en hann óttast ekki að verða auðvelt skotmark minnihlutans. „Nei, síður en svo, ég á ekki von á því enda ekki tilefni til. Ég lít heldur ekki á minnihlutann sem einhverja andstöðu heldur samstarfsfólk, ég segi stundum minnihluti en aldrei kosningabarátta heldur kosningaleikur. Enda er hún bara leikur," útskýrir Jón. Jón tekur fram að hann fái ekkert greitt fyrir þátttöku sína í sjónvarpsþættinum. „Við ætlum að kryfja þjóðfélagsmálin, Sigurjóni gefst tækifæri til að spyrja mig út í hluti og síðan bjóðum við fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins að koma og ræða við okkur um landsins gagn og nauðsynjar." Sigurjón Kjartansson er að vonum ánægður með samstarfið við Jón Gnarr. Hann segir þáttinn eiga að vera umræðuþátt um allt sem skiptir máli í þjóðfélaginu og vill að gefnu tilefni taka fram að hann verði í opinni dagskrá. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, þetta er vissulega ný nálgun á okkar samstarf. Við höfum hingað til verið að stjórna þessum útvarpsþætti og verandi ekkert sérstaklega merkilegir var alltaf erfitt að fá einhver alvöru „celeb" [frægðarfólk]. Ég held að við höfum til dæmis aðeins náð því einu sinni að fá viðtal við borgarstjóra en nú er bara annar okkar orðinn borgarstjóri og það verður mjög athyglisvert að vinna með það." Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
„Mér finnst ekki alltaf dregin upp sanngjörn mynd af mér í fjölmiðlum, mig grunar að þeir séu oft tengdir stjórnmálaflokkum. Ef ekki, þá biðst ég afsökunar. En allavega, ég tel að það sé mjög mikilvægt að borgarstjórinn geti fundið sér vettvang sem sé hlutlaus og að þetta muni efla lýðræðið og gegnsæi," segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. Hann snýr aftur í sjónvarp á fimmtudaginn í næstu viku þegar hann verður fastur gestur í þættinum Tvímælalaust á Stöð 2. Stjórnandi þáttarins er enginn annar en Sigurjón Kjartansson, hitt höfuðið á Tvíhöfðadúettinum. Jón hefur staðið í ströngu í borgarmálunum að undanförnu en hann óttast ekki að verða auðvelt skotmark minnihlutans. „Nei, síður en svo, ég á ekki von á því enda ekki tilefni til. Ég lít heldur ekki á minnihlutann sem einhverja andstöðu heldur samstarfsfólk, ég segi stundum minnihluti en aldrei kosningabarátta heldur kosningaleikur. Enda er hún bara leikur," útskýrir Jón. Jón tekur fram að hann fái ekkert greitt fyrir þátttöku sína í sjónvarpsþættinum. „Við ætlum að kryfja þjóðfélagsmálin, Sigurjóni gefst tækifæri til að spyrja mig út í hluti og síðan bjóðum við fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins að koma og ræða við okkur um landsins gagn og nauðsynjar." Sigurjón Kjartansson er að vonum ánægður með samstarfið við Jón Gnarr. Hann segir þáttinn eiga að vera umræðuþátt um allt sem skiptir máli í þjóðfélaginu og vill að gefnu tilefni taka fram að hann verði í opinni dagskrá. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, þetta er vissulega ný nálgun á okkar samstarf. Við höfum hingað til verið að stjórna þessum útvarpsþætti og verandi ekkert sérstaklega merkilegir var alltaf erfitt að fá einhver alvöru „celeb" [frægðarfólk]. Ég held að við höfum til dæmis aðeins náð því einu sinni að fá viðtal við borgarstjóra en nú er bara annar okkar orðinn borgarstjóri og það verður mjög athyglisvert að vinna með það."
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira