Sigurjón leiddur fyrir dómara - verjandi furðar sig á gæsluvarðhaldi 14. janúar 2011 19:34 Sigurjón Þ. Árnason var leiddur fyrir dómara laust fyrir klukkan tvö í dag og úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald. Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Sigurður G. Guðjónsson, er verjandi Sigurjóns. Hann furðar sig á gæsluvarðhaldi yfir honum í ljósi þess hversu langt er liðið frá meintum brotum og hruni bankans. Sjá má viðtal við Sigurð í myndskeiði með fréttinni.Sigurjón Árnason.Stór liður í rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar bankans snýst um kaup á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveitingar til þessara félaga. Átta aflandsfélög í eigu Landsbankans sem stofnuð voru utan um kauprétti starfsmanna voru látin kaupa 13,2 prósenta hlut sem gerði þau samanlagt að næststærsta eiganda bankans. Öll félögin lutu stjórn æðstu stjórnenda Landsbankans, þ.e Sigurjóns og Halldórs J. Kristjánssonar, án þess að smærri hluthafar og eftirlitsaðilar hefðu hugmynd um það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru grunsemdir um að þetta hafi falið í sér brot á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem bankinn hafi í raun haft bein yfirráð yfir hærri hlut en lög heimiluðu sem voru 10 prósent. Sigurður G. Guðjónsson segir að hluti af þeim brotum sem Sigurjón sé grunaður um séu viðskipti í gegnum „strúktúr" aflandsfélaga sem hafi verið teiknaður upp af Gunnari Þ. Andersen, núverandi forstjóra FME, meðan hann starfaði fyrir bankann. Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við þessi orð Sigurðar. Gunnar hafi setið í stjórnum aflandsfélaga en það félag sem hann hafi haft aðkomu að hafi ekkert haft með kaupréttarkerfi starfsmanna Landsbankans að gera. Tengdar fréttir Sigurjón og Ívar í gæsluvarðhald Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar klukkan 16. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn rétt eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur Ívar Guðjónsson verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald. 14. janúar 2011 14:15 Halldór kemur á sunnudaginn Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Vísi. Halldór er staðsettur í Kanada, þar sem hann er búsettur, en það stefnir allt í að hann komi á sunnudaginn, staðfestir Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður hans, í samtali við Vísi. 14. janúar 2011 11:07 Saksóknari spurðist fyrir um Björgólf Sérstakur saksóknari hafði samband við lögmann Björgólfs Guðmundssonar og spurðist fyrir um Björgólf í gær vegna rannsóknar embættisins á Landsbankanum. 14. janúar 2011 15:13 Allir með réttarstöðu sakborninga - myndskeið Sjömenningarnir sem yfirheyrðir voru af sérstökum saksóknara í gær eru allir með réttarstöðu sakborninga, samkvæmt upplýsingum Vísis. Yfirheyrslur stóðu lang fram á kvöld í gær. Að þeim loknum var gæsluvarðhalds krafist yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Ívari Guðjónssyni sem báðir störfuðu hjá gamla Landsbankanum. Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfuna klukkan tvö í dag. 14. janúar 2011 11:32 Ívar og Sigurjón gistu fangageymslur Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður í bankanum, voru leiddir fyrir héraðsdómara laust fyrir miðnætti, þar sem Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafði krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim. 14. janúar 2011 07:00 Úrskurður um gæsluvarðhald eftir hádegi Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni í bankanum, klukkan tvö í dag. Þeir Sigurjón og Ívar voru leiddir fyrir dómara um miðnættið í gær eftir að hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara allan daginn. 14. janúar 2011 09:14 Halldór væntanlegur til landsins Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. 14. janúar 2011 06:00 Sigurður Bollason boðaður í skýrslutöku Sigurður Bollason, fjárfestir, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á meintri markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands. 14. janúar 2011 17:32 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
Sigurjón Þ. Árnason var leiddur fyrir dómara laust fyrir klukkan tvö í dag og úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald. Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Sigurður G. Guðjónsson, er verjandi Sigurjóns. Hann furðar sig á gæsluvarðhaldi yfir honum í ljósi þess hversu langt er liðið frá meintum brotum og hruni bankans. Sjá má viðtal við Sigurð í myndskeiði með fréttinni.Sigurjón Árnason.Stór liður í rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar bankans snýst um kaup á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveitingar til þessara félaga. Átta aflandsfélög í eigu Landsbankans sem stofnuð voru utan um kauprétti starfsmanna voru látin kaupa 13,2 prósenta hlut sem gerði þau samanlagt að næststærsta eiganda bankans. Öll félögin lutu stjórn æðstu stjórnenda Landsbankans, þ.e Sigurjóns og Halldórs J. Kristjánssonar, án þess að smærri hluthafar og eftirlitsaðilar hefðu hugmynd um það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru grunsemdir um að þetta hafi falið í sér brot á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem bankinn hafi í raun haft bein yfirráð yfir hærri hlut en lög heimiluðu sem voru 10 prósent. Sigurður G. Guðjónsson segir að hluti af þeim brotum sem Sigurjón sé grunaður um séu viðskipti í gegnum „strúktúr" aflandsfélaga sem hafi verið teiknaður upp af Gunnari Þ. Andersen, núverandi forstjóra FME, meðan hann starfaði fyrir bankann. Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við þessi orð Sigurðar. Gunnar hafi setið í stjórnum aflandsfélaga en það félag sem hann hafi haft aðkomu að hafi ekkert haft með kaupréttarkerfi starfsmanna Landsbankans að gera.
Tengdar fréttir Sigurjón og Ívar í gæsluvarðhald Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar klukkan 16. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn rétt eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur Ívar Guðjónsson verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald. 14. janúar 2011 14:15 Halldór kemur á sunnudaginn Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Vísi. Halldór er staðsettur í Kanada, þar sem hann er búsettur, en það stefnir allt í að hann komi á sunnudaginn, staðfestir Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður hans, í samtali við Vísi. 14. janúar 2011 11:07 Saksóknari spurðist fyrir um Björgólf Sérstakur saksóknari hafði samband við lögmann Björgólfs Guðmundssonar og spurðist fyrir um Björgólf í gær vegna rannsóknar embættisins á Landsbankanum. 14. janúar 2011 15:13 Allir með réttarstöðu sakborninga - myndskeið Sjömenningarnir sem yfirheyrðir voru af sérstökum saksóknara í gær eru allir með réttarstöðu sakborninga, samkvæmt upplýsingum Vísis. Yfirheyrslur stóðu lang fram á kvöld í gær. Að þeim loknum var gæsluvarðhalds krafist yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Ívari Guðjónssyni sem báðir störfuðu hjá gamla Landsbankanum. Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfuna klukkan tvö í dag. 14. janúar 2011 11:32 Ívar og Sigurjón gistu fangageymslur Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður í bankanum, voru leiddir fyrir héraðsdómara laust fyrir miðnætti, þar sem Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafði krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim. 14. janúar 2011 07:00 Úrskurður um gæsluvarðhald eftir hádegi Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni í bankanum, klukkan tvö í dag. Þeir Sigurjón og Ívar voru leiddir fyrir dómara um miðnættið í gær eftir að hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara allan daginn. 14. janúar 2011 09:14 Halldór væntanlegur til landsins Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. 14. janúar 2011 06:00 Sigurður Bollason boðaður í skýrslutöku Sigurður Bollason, fjárfestir, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á meintri markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands. 14. janúar 2011 17:32 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
Sigurjón og Ívar í gæsluvarðhald Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar klukkan 16. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn rétt eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur Ívar Guðjónsson verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald. 14. janúar 2011 14:15
Halldór kemur á sunnudaginn Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Vísi. Halldór er staðsettur í Kanada, þar sem hann er búsettur, en það stefnir allt í að hann komi á sunnudaginn, staðfestir Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður hans, í samtali við Vísi. 14. janúar 2011 11:07
Saksóknari spurðist fyrir um Björgólf Sérstakur saksóknari hafði samband við lögmann Björgólfs Guðmundssonar og spurðist fyrir um Björgólf í gær vegna rannsóknar embættisins á Landsbankanum. 14. janúar 2011 15:13
Allir með réttarstöðu sakborninga - myndskeið Sjömenningarnir sem yfirheyrðir voru af sérstökum saksóknara í gær eru allir með réttarstöðu sakborninga, samkvæmt upplýsingum Vísis. Yfirheyrslur stóðu lang fram á kvöld í gær. Að þeim loknum var gæsluvarðhalds krafist yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Ívari Guðjónssyni sem báðir störfuðu hjá gamla Landsbankanum. Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfuna klukkan tvö í dag. 14. janúar 2011 11:32
Ívar og Sigurjón gistu fangageymslur Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður í bankanum, voru leiddir fyrir héraðsdómara laust fyrir miðnætti, þar sem Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafði krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim. 14. janúar 2011 07:00
Úrskurður um gæsluvarðhald eftir hádegi Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni í bankanum, klukkan tvö í dag. Þeir Sigurjón og Ívar voru leiddir fyrir dómara um miðnættið í gær eftir að hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara allan daginn. 14. janúar 2011 09:14
Halldór væntanlegur til landsins Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. 14. janúar 2011 06:00
Sigurður Bollason boðaður í skýrslutöku Sigurður Bollason, fjárfestir, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á meintri markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands. 14. janúar 2011 17:32
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent