Mál Þorsteins Kragh ekki tekið upp aftur Breki Logason skrifar 13. janúar 2011 18:32 Hæstiréttur mun ekki taka upp mál Þorsteins Kragh sem nú afplánar níu ára fangelsisdóm vegna innflutnings á tæpum 200 kílóum af fíkniefnum. Þorsteinn hafði óskað eftir endurupptöku meðal annars vegna nýrra gagna sem hann telur hafa komið fram í málinu. Þorsteinn er talinn hafa annast fjármögnun og kaup fíkniefnanna sem Hollendingurinn Jacob van Hinte kom með hinagð til lands. Jacob afplánar nú sinn dóm í Hollandi en skömmu áður en hann fór héðan ritaði hann bréf þar sem hann segist ranglega hafa bendlað Þorstein við málið. Nefnir hann mann frá Marokkó og hollensk fíkniefnasamtök sem hann segir standa á bak við innflutninginn. Þorsteinn telur þetta kalla á frekari rannsókn á málinu og vill því að Hæstiréttur taki það upp að nýju. Bendir hann á í bréfi sem hann sendi Hæstarétti vegna málsins að hann hafi ávalt neitað sök, engin gögn sýni að hann hafi keypt eða selt fíkniefnin eða fjármagnað fíkniefnakaupin. Samkvæmt lögum verða einhver af eftirfarandi skilyrðum að vera fyrir hendi til þess að mál verði tekið upp að nýju: a. fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. b. ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri niðurstöðu málsins. c. verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, d. verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess Í rökstuðningi Hæstaréttar er bréf Jacobs dregið í efa og lýsing hans sögð með ólíkindum. Þessi frásögn sé fjórða lýsing hans á málinu en framburður hans fyrir héraðsdómi hafi meðal annars verið talin ótrúverðugur. Hæstiréttur sér því ekki að ný gögn séu komin fram í málinu og bendir á að Þorsteinn færi engin rök fyrir því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Beiðni Þorstein um endurpptöku er því hafnað. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Hæstiréttur mun ekki taka upp mál Þorsteins Kragh sem nú afplánar níu ára fangelsisdóm vegna innflutnings á tæpum 200 kílóum af fíkniefnum. Þorsteinn hafði óskað eftir endurupptöku meðal annars vegna nýrra gagna sem hann telur hafa komið fram í málinu. Þorsteinn er talinn hafa annast fjármögnun og kaup fíkniefnanna sem Hollendingurinn Jacob van Hinte kom með hinagð til lands. Jacob afplánar nú sinn dóm í Hollandi en skömmu áður en hann fór héðan ritaði hann bréf þar sem hann segist ranglega hafa bendlað Þorstein við málið. Nefnir hann mann frá Marokkó og hollensk fíkniefnasamtök sem hann segir standa á bak við innflutninginn. Þorsteinn telur þetta kalla á frekari rannsókn á málinu og vill því að Hæstiréttur taki það upp að nýju. Bendir hann á í bréfi sem hann sendi Hæstarétti vegna málsins að hann hafi ávalt neitað sök, engin gögn sýni að hann hafi keypt eða selt fíkniefnin eða fjármagnað fíkniefnakaupin. Samkvæmt lögum verða einhver af eftirfarandi skilyrðum að vera fyrir hendi til þess að mál verði tekið upp að nýju: a. fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. b. ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri niðurstöðu málsins. c. verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, d. verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess Í rökstuðningi Hæstaréttar er bréf Jacobs dregið í efa og lýsing hans sögð með ólíkindum. Þessi frásögn sé fjórða lýsing hans á málinu en framburður hans fyrir héraðsdómi hafi meðal annars verið talin ótrúverðugur. Hæstiréttur sér því ekki að ný gögn séu komin fram í málinu og bendir á að Þorsteinn færi engin rök fyrir því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Beiðni Þorstein um endurpptöku er því hafnað.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira