Hálf milljón safnaðist í skákmaraþoni Hugrún Halldórsdóttir skrifar 7. ágúst 2011 12:21 Hálf milljón safnaðist á Skákmaraþoni íslenskra barna fyrir sveltandi börn í Sómalíu í gær en einnig verður teflt fyrir málstaðinn í dag. Alls hafa 30 milljónir safnast á styrktarreikning Rauða krossins frá upphafi söfnunar vegna hungursneyðar í Austur-Afríku. Teflt verður óslitið í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Tilgangur maraþonsins er að safna fé fyrir sveltandi börn í Sómalíu en allt söfnunarfé mun renna til Rauða krossins. „Það er gaman að sjá hversu margir hafa mætt hérna í morgun og tekið daginn snemma. Það gekk mjög vel í gær, við höfðum sett okkur það takmark að ná hálfri milljón, en það náðist næstum hálf milljón í gær," segir Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur. Fólki er í sjálfvald sett hvað það borgar fyrir skákina, en þeir sem treysta sér ekki til að tefla sjálfir geta keypt skákmeistara á staðnum og fengið hann til að tefla fyrir sína hönd . Stefán segir ungu skákmennina himinlifandi yfir hversu vel söfnunin hefur gengið og þeim fjölda sem hefur lagt leið sína í Ráðhúsið. „Það verður teflt til sex í dag og von á góðum gestum. Síðan verður kaka hér á eftir, sem stendur á „við erum ein fjölskylda", stór og bragðgóð kaka sem gestum og gangandi verður boðið upp á, ásamt skákinni, þannig að það er bara stemning í gangi." Fyrir þá sem vilja styrkja málefnið, en kjósa að koma ekki nálægt taflborðinu geta hringt í söfnunarsímann 904-1500. Með hverju símtali safnast 1500 krónur en sú upphæð gerir Rauða Krossinum kleift að kaupa mat til að hjúkra einu barni til heilbrigðis. Fimmhundruð manns hringdu í gær en alls hafa yfir níuþúsund manns gefið í söfnunina með þessum hætti. Þannig hafa safnast yfir tuttugu milljónir króna, en auk þess hefur Rauði krossinn lagt 4,3 milljónir úr neyðarsjóði í söfnunina. Utanríkisráðuneytið lagði svo sitt af mörkum í gær og lagði Rauða krossinum til 4,3 milljónir. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Hálf milljón safnaðist á Skákmaraþoni íslenskra barna fyrir sveltandi börn í Sómalíu í gær en einnig verður teflt fyrir málstaðinn í dag. Alls hafa 30 milljónir safnast á styrktarreikning Rauða krossins frá upphafi söfnunar vegna hungursneyðar í Austur-Afríku. Teflt verður óslitið í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Tilgangur maraþonsins er að safna fé fyrir sveltandi börn í Sómalíu en allt söfnunarfé mun renna til Rauða krossins. „Það er gaman að sjá hversu margir hafa mætt hérna í morgun og tekið daginn snemma. Það gekk mjög vel í gær, við höfðum sett okkur það takmark að ná hálfri milljón, en það náðist næstum hálf milljón í gær," segir Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur. Fólki er í sjálfvald sett hvað það borgar fyrir skákina, en þeir sem treysta sér ekki til að tefla sjálfir geta keypt skákmeistara á staðnum og fengið hann til að tefla fyrir sína hönd . Stefán segir ungu skákmennina himinlifandi yfir hversu vel söfnunin hefur gengið og þeim fjölda sem hefur lagt leið sína í Ráðhúsið. „Það verður teflt til sex í dag og von á góðum gestum. Síðan verður kaka hér á eftir, sem stendur á „við erum ein fjölskylda", stór og bragðgóð kaka sem gestum og gangandi verður boðið upp á, ásamt skákinni, þannig að það er bara stemning í gangi." Fyrir þá sem vilja styrkja málefnið, en kjósa að koma ekki nálægt taflborðinu geta hringt í söfnunarsímann 904-1500. Með hverju símtali safnast 1500 krónur en sú upphæð gerir Rauða Krossinum kleift að kaupa mat til að hjúkra einu barni til heilbrigðis. Fimmhundruð manns hringdu í gær en alls hafa yfir níuþúsund manns gefið í söfnunina með þessum hætti. Þannig hafa safnast yfir tuttugu milljónir króna, en auk þess hefur Rauði krossinn lagt 4,3 milljónir úr neyðarsjóði í söfnunina. Utanríkisráðuneytið lagði svo sitt af mörkum í gær og lagði Rauða krossinum til 4,3 milljónir.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira