Enski boltinn

Nasri á twitter: Ég er ekki með fésbókarsíðu og skrifaði þetta ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri. Mynd/Nordic Photos/Getty
Samir Nasri, franski leikmaðurinn sem er væntanlega á förum frá Arsenal, segir að það sé einhver að þykjast vera hann inn á fésbókinni og hann hafi ekki skrifað að hann myndi yfirgefa félagið sár og reiður.

Breskir fjölmiðlar höfðu vakið athygli á eftirfarandi skrifum inn á fésbókarsíðu undir nafni Samir Nasri:

„Það er næstum því búið að ganga frá þessu en ég mun yfirgefa Arsenal sár og reiður. Ég er stoltur af því að hafa spilað með Gunners en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með stuðningsmennina um síðustu helgi. Ég er ennþá leikmaður Arsenal en ég mun fara frá félaginu mjög fljótlega," stóð inn á vegg Samir Nasri.

„Bara til að hafa það á hreinu, þá er ég ekki með fésbókarsíðu svo ég skrifaði aldrei að ég væri sár og reiður út í Arsenal," skrifaði Nasri inn á twittersíðu sína í nótt.

Samir Nasri hefur ekki spilað með Arsenal í fyrstu leikjum tímabilsins og menn bíða bara eftir því að Arsenal gangi frá sölu hans til Manchester City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×