Erlent

Fellibylurinn Roke ógnar Fukushima

Fellibylurinn Roke stefnir nú að japönsku borginni Fukushima sem varð afar illa úti í jarðskálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið í mars síðastliðnum. Gríðarlegar rigningar fylgja fellibylnum og óttast menn að geislavirk efni gætu borist út í sjó þegar stormurinn skellur á kjarnorkuveri borgarinnar sem enn er laskað eftir flóðbylgjuna.

Rúmlega milljón manns í Japan var í gærkvöldi skipað að yfirgefa heimili sín en þeim boðum hefur nú verið aflétt að mestu. 350 þúsund manns hafa þó enn ekki getað snúið til sín heima. Fellibylurinn kom að landi í nótt á eyjunni Honshu og er fjögurra saknað hið minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×