Perlan þótti ógn á sínum tíma - Harpan alveg meinlaus 9. febrúar 2011 11:13 Þær áhyggjur sem fram komu í fjölmiðlum í gær um samkeppni frá Hörpunni eru fullkomlega óþarfar. Íslenskum ráðstefnu- og viðburðahöldurum stafar ekki ógn af Hörpunni - heldur felur hún miklu frekar í sér tækifæri fyrir þá og aðra ferðaþjónustuaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpunnar, hefur sent frá sér í tilefni af fréttaumfjöllun þar sem fram hefur komið að rekstraraðilar veislusala hafa áhyggjur af afkomu sinni þegar þeir þurfa að keppa við glæsihýsið Hörpuna. Hún segir að opnun Perlunnar hafi á sínum tíma valdið samskonar áhyggjum, og að þá hafi margir veitingamenn talið að hún myndi taka yfir allan markaðinn. „Þær áhyggjur reyndust fullkomlega óþarfar eins og menn vita," segir Steinunn. „Ég tel að þessar áhyggjur einskorðist við einhverja örfáa aðila. Margir reyndir aðilar úr ráðstefnu- og veitingageiranum hafa rætt við okkur á þeim nótum að þeir fagni tilkomu Hörpu og telja að hún muni fyrst og fremst stækka markaðinn. Tilkoma hennar eigi eftir að koma Íslandi á kortið sem áfangastað fyrir ráðstefnur og stóra viðburði. Það er ljóst að lágt gengi krónunnar gerir Ísland að afar samkeppnishæfum áfangastað um þessar mundir. Það má því segja að opnun Hörpunnar komi á besta tíma fyrir ferðaþjónustuna. Ekki síst hvað varðar ráðstefnuhald," segir Steinunn. Hér meðfylgjandi er brot úr síðasta þætti Spaugstofunnar þar sem þeir félagar setja á svið opnunarhátíð Hörpunnar en niðurskurður á tónlistarkennslu hafði ófyrirséðar afleiðingar fyrir hana, eftir því sem grínararnir í Spaugstofunni komast næst. Smellið á tengilinn hér að ofan til að sjá brot úr þættinum. Tengdar fréttir Nöfn og myndir af sölunum í Hörpu Salirnir í Hörpu hafa nú fengið sín formlegu nöfn. Nöfn fjögurra stærstu salanna verða Eldborg, Norðurljós, Silfurberg og Kaldalón. 4. febrúar 2011 09:33 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
Þær áhyggjur sem fram komu í fjölmiðlum í gær um samkeppni frá Hörpunni eru fullkomlega óþarfar. Íslenskum ráðstefnu- og viðburðahöldurum stafar ekki ógn af Hörpunni - heldur felur hún miklu frekar í sér tækifæri fyrir þá og aðra ferðaþjónustuaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpunnar, hefur sent frá sér í tilefni af fréttaumfjöllun þar sem fram hefur komið að rekstraraðilar veislusala hafa áhyggjur af afkomu sinni þegar þeir þurfa að keppa við glæsihýsið Hörpuna. Hún segir að opnun Perlunnar hafi á sínum tíma valdið samskonar áhyggjum, og að þá hafi margir veitingamenn talið að hún myndi taka yfir allan markaðinn. „Þær áhyggjur reyndust fullkomlega óþarfar eins og menn vita," segir Steinunn. „Ég tel að þessar áhyggjur einskorðist við einhverja örfáa aðila. Margir reyndir aðilar úr ráðstefnu- og veitingageiranum hafa rætt við okkur á þeim nótum að þeir fagni tilkomu Hörpu og telja að hún muni fyrst og fremst stækka markaðinn. Tilkoma hennar eigi eftir að koma Íslandi á kortið sem áfangastað fyrir ráðstefnur og stóra viðburði. Það er ljóst að lágt gengi krónunnar gerir Ísland að afar samkeppnishæfum áfangastað um þessar mundir. Það má því segja að opnun Hörpunnar komi á besta tíma fyrir ferðaþjónustuna. Ekki síst hvað varðar ráðstefnuhald," segir Steinunn. Hér meðfylgjandi er brot úr síðasta þætti Spaugstofunnar þar sem þeir félagar setja á svið opnunarhátíð Hörpunnar en niðurskurður á tónlistarkennslu hafði ófyrirséðar afleiðingar fyrir hana, eftir því sem grínararnir í Spaugstofunni komast næst. Smellið á tengilinn hér að ofan til að sjá brot úr þættinum.
Tengdar fréttir Nöfn og myndir af sölunum í Hörpu Salirnir í Hörpu hafa nú fengið sín formlegu nöfn. Nöfn fjögurra stærstu salanna verða Eldborg, Norðurljós, Silfurberg og Kaldalón. 4. febrúar 2011 09:33 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
Nöfn og myndir af sölunum í Hörpu Salirnir í Hörpu hafa nú fengið sín formlegu nöfn. Nöfn fjögurra stærstu salanna verða Eldborg, Norðurljós, Silfurberg og Kaldalón. 4. febrúar 2011 09:33