Íslendingar stela meira af tónlist en aðrar þjóðir 9. febrúar 2011 11:00 Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir. Engilbert Hafsteinsson á Tonlist.is bendir þó á að kaup á tónlist á netinu á Íslandi séu í mikilli sókn. fréttablaðið/gva „Við erum eftir á – við eigum alveg slatta inni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tonlist.is. Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir og stela því meira. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er hlutfall tónlistar sem keypt er á netinu undir tíu prósentum af heildarsölunni meðan hlutfallið á heimsvísu er 29 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna IFPI. Engar nákvæmar tölur yfir hlutfall tónlistarsölu á netinu á Íslandi eru tiltækar, en til stendur að ráða bót á því samkvæmt Ásmundi Jónssyni, formanni Félags hljómplötuframleiðenda. Engilbert telur að Íslendingar séu tveimur árum á eftir öðrum þjóðum í tónlistarverslun á netinu, þrátt fyrir að þjóðin virðist vera afar tæknivædd á öðrum sviðum. „Ég held að verðið spili líka inn í. Virðisaukaskatturinn á tónlist er 25,5 prósent á niðurhali en bara sjö prósent á geisladiski,“ segir hann. Engilbert bendir á að sala á tónlist á netinu hafi staðnað á heimsvísu milli áranna 2009 og 2010 á meðan hún jókst um 27 prósent hér á landi. Hann bendir einnig á að 80 prósent af keyptri tónlist á netinu hér á landi séu íslensk. „Þrátt fyrir að við séum með 50 þúsund íslensk lög á móti 5,5 milljónum erlendra laga,“ segir hann og bætir við að hlutfall ólöglegs niðurhals sé hátt hér á landi. „Þannig að tilhneigingin virðist vera að kaupa íslenskt en stela erlendu. Menn sjá U2 auglýsta, rjúka inn á vefinn og kaupa Sálina.“ Vefverslunin iTunes, sem er á vegum Apple, er stærsta tónlistarverslun heims. Verslunin er ekki aðgengileg Íslendingum og engin áform eru um að opna iTunes á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Ákasyni, framkvæmdastjóra Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi. Bjarni segir þó að þúsundir Íslendinga kaupi tónlist í verslunum iTunes með sérstökum inneignarkortum sem hægt er að nálgast með krókaleiðum. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
„Við erum eftir á – við eigum alveg slatta inni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tonlist.is. Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir og stela því meira. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er hlutfall tónlistar sem keypt er á netinu undir tíu prósentum af heildarsölunni meðan hlutfallið á heimsvísu er 29 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna IFPI. Engar nákvæmar tölur yfir hlutfall tónlistarsölu á netinu á Íslandi eru tiltækar, en til stendur að ráða bót á því samkvæmt Ásmundi Jónssyni, formanni Félags hljómplötuframleiðenda. Engilbert telur að Íslendingar séu tveimur árum á eftir öðrum þjóðum í tónlistarverslun á netinu, þrátt fyrir að þjóðin virðist vera afar tæknivædd á öðrum sviðum. „Ég held að verðið spili líka inn í. Virðisaukaskatturinn á tónlist er 25,5 prósent á niðurhali en bara sjö prósent á geisladiski,“ segir hann. Engilbert bendir á að sala á tónlist á netinu hafi staðnað á heimsvísu milli áranna 2009 og 2010 á meðan hún jókst um 27 prósent hér á landi. Hann bendir einnig á að 80 prósent af keyptri tónlist á netinu hér á landi séu íslensk. „Þrátt fyrir að við séum með 50 þúsund íslensk lög á móti 5,5 milljónum erlendra laga,“ segir hann og bætir við að hlutfall ólöglegs niðurhals sé hátt hér á landi. „Þannig að tilhneigingin virðist vera að kaupa íslenskt en stela erlendu. Menn sjá U2 auglýsta, rjúka inn á vefinn og kaupa Sálina.“ Vefverslunin iTunes, sem er á vegum Apple, er stærsta tónlistarverslun heims. Verslunin er ekki aðgengileg Íslendingum og engin áform eru um að opna iTunes á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Ákasyni, framkvæmdastjóra Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi. Bjarni segir þó að þúsundir Íslendinga kaupi tónlist í verslunum iTunes með sérstökum inneignarkortum sem hægt er að nálgast með krókaleiðum. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira