Íslendingar stela meira af tónlist en aðrar þjóðir 9. febrúar 2011 11:00 Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir. Engilbert Hafsteinsson á Tonlist.is bendir þó á að kaup á tónlist á netinu á Íslandi séu í mikilli sókn. fréttablaðið/gva „Við erum eftir á – við eigum alveg slatta inni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tonlist.is. Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir og stela því meira. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er hlutfall tónlistar sem keypt er á netinu undir tíu prósentum af heildarsölunni meðan hlutfallið á heimsvísu er 29 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna IFPI. Engar nákvæmar tölur yfir hlutfall tónlistarsölu á netinu á Íslandi eru tiltækar, en til stendur að ráða bót á því samkvæmt Ásmundi Jónssyni, formanni Félags hljómplötuframleiðenda. Engilbert telur að Íslendingar séu tveimur árum á eftir öðrum þjóðum í tónlistarverslun á netinu, þrátt fyrir að þjóðin virðist vera afar tæknivædd á öðrum sviðum. „Ég held að verðið spili líka inn í. Virðisaukaskatturinn á tónlist er 25,5 prósent á niðurhali en bara sjö prósent á geisladiski,“ segir hann. Engilbert bendir á að sala á tónlist á netinu hafi staðnað á heimsvísu milli áranna 2009 og 2010 á meðan hún jókst um 27 prósent hér á landi. Hann bendir einnig á að 80 prósent af keyptri tónlist á netinu hér á landi séu íslensk. „Þrátt fyrir að við séum með 50 þúsund íslensk lög á móti 5,5 milljónum erlendra laga,“ segir hann og bætir við að hlutfall ólöglegs niðurhals sé hátt hér á landi. „Þannig að tilhneigingin virðist vera að kaupa íslenskt en stela erlendu. Menn sjá U2 auglýsta, rjúka inn á vefinn og kaupa Sálina.“ Vefverslunin iTunes, sem er á vegum Apple, er stærsta tónlistarverslun heims. Verslunin er ekki aðgengileg Íslendingum og engin áform eru um að opna iTunes á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Ákasyni, framkvæmdastjóra Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi. Bjarni segir þó að þúsundir Íslendinga kaupi tónlist í verslunum iTunes með sérstökum inneignarkortum sem hægt er að nálgast með krókaleiðum. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
„Við erum eftir á – við eigum alveg slatta inni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tonlist.is. Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir og stela því meira. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er hlutfall tónlistar sem keypt er á netinu undir tíu prósentum af heildarsölunni meðan hlutfallið á heimsvísu er 29 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna IFPI. Engar nákvæmar tölur yfir hlutfall tónlistarsölu á netinu á Íslandi eru tiltækar, en til stendur að ráða bót á því samkvæmt Ásmundi Jónssyni, formanni Félags hljómplötuframleiðenda. Engilbert telur að Íslendingar séu tveimur árum á eftir öðrum þjóðum í tónlistarverslun á netinu, þrátt fyrir að þjóðin virðist vera afar tæknivædd á öðrum sviðum. „Ég held að verðið spili líka inn í. Virðisaukaskatturinn á tónlist er 25,5 prósent á niðurhali en bara sjö prósent á geisladiski,“ segir hann. Engilbert bendir á að sala á tónlist á netinu hafi staðnað á heimsvísu milli áranna 2009 og 2010 á meðan hún jókst um 27 prósent hér á landi. Hann bendir einnig á að 80 prósent af keyptri tónlist á netinu hér á landi séu íslensk. „Þrátt fyrir að við séum með 50 þúsund íslensk lög á móti 5,5 milljónum erlendra laga,“ segir hann og bætir við að hlutfall ólöglegs niðurhals sé hátt hér á landi. „Þannig að tilhneigingin virðist vera að kaupa íslenskt en stela erlendu. Menn sjá U2 auglýsta, rjúka inn á vefinn og kaupa Sálina.“ Vefverslunin iTunes, sem er á vegum Apple, er stærsta tónlistarverslun heims. Verslunin er ekki aðgengileg Íslendingum og engin áform eru um að opna iTunes á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Ákasyni, framkvæmdastjóra Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi. Bjarni segir þó að þúsundir Íslendinga kaupi tónlist í verslunum iTunes með sérstökum inneignarkortum sem hægt er að nálgast með krókaleiðum. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira