Ragnar Aðalsteinsson - mál níumenningana á sér pólitískar rætur SB skrifar 20. janúar 2011 11:33 Ragnar Aðalsteinsson og aðstoðarkona hans í réttarsal. Til hliðar við Ragnar sést Brynjar Níelsson. "Það kom mér á óvart þegar ég hlustaði á ræðu saksóknara hversu lítillar hlutlægni gætti þar," sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra af níu sakborningum í níumenningamálinu svokallaða. Munnlegur málflutningur fer nú fram og gagnrýndi Ragnar réttinn harðlega og sagði brot hafa verið framin á skjólstæðingum sínum. "Dómurinn þarf að gera upp svið sig hvort hann vilji fylgja fordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu um rétt borgara eða fylgja fordæmi annarra ríkja sem virða mannréttindi að vettugi," sagði Ragnar. Hann rakti forsögu málsins sem hann sagði eiga pólitískar rætur: "Það er löggjafavaldið sem krefst refsingar, kærandinn er skrifstofa Alþingis en óljóst er hvar umboð skrifostfunnar liggur." Ragnar benti á að óeinkennisklæddir lögreglumenn hefðu verið viðstaddir réttarhöldin en málið beindist einmitt að meintu ofbeldi gegn lögreglumönnum þess sama embættis. "Lögreglumenn voru hér frá upphafi,í salnum og fyrir utan hann. Lögreglumenn frá sama embætti og þau eru sökuð um að hafa beitt ofbeldi," sagði Ragnar og benti á að lögreglan hefði í raun stjórnað umferð um salinn. "Þeir meinuðu eitt sinn tveimur skjólstæðingum mínum aðgang að eigin réttarhöldum. Það eitt nægir til að málatilbúnaðurinn ætti að vera ónýtur." Ragnar sagði málið í raun snúast um hvort friðsömum borgurum sé heimilt að láta á friðsaman hátt í ljós óánægju sína. Hann rifjaði upp ástandið í samfélaginu, hrun bankakerfisins, mótmæli og ólgu. Hann benti á að á þessum sama degi hefði verið mótmælt á Austurvelli og einnig við lögreglustöðina þar sem piparúða var beitt. "Það er óhjákvæmilegt að hugsa um þær aðstæður sem voru við lýði," sagði Ragnar og vitnaði í ræðu Katrínar Oddsdóttur lögfræðings sem hún hélt á Austurvelli á þessum tíma. Þar hvatti hún til borgaralegrar óhlýðni og sagði meðal annars: "Friðsamleg mótmæli henta vel á friðartímum." Ríkissaksóknari vitnaði í Keilufellsmálið svokallaða þar sem hópur Pólverja réðst með vopnum á samlanda sína 2008 í morgun. Það gerði hún til að styðja þá túlkun að hópurinn hefði skipulagt árásina á Alþingi fyrirfram. Ragnar Aðalsteinsson vitnaði einnig í eldri dóm - þegar stjórnendur útvarpsþáttarins Tvíhöfða sendu leikskáldið Jón Atla Jónasson á þingpalla Alþingis þar sem hann gerði hróp að þingmönnum í beinni útsendingu. Jón Atli var kærður fyrir uppátækið en sýknaður á þeim forsendum að um "grín" hefði verið að ræða. "Þingpallarnir eru eini staðurinn á landinu sem almenningur á stjórnarskrárbundinn rétt til að vera á. Mínum skjólstæðingum var ekki grín í huga þegar þau vildu nýta rétt sinn til að koma skoðunum sínum á framfæri," sagði Ragnar Ragnar sagði jafnframt ómögulegt að átta sig á því af hverju sumir hefðu verið handteknir en aðrir ekki. Vandræðin hefðu ekki skapast af ofsa mótmælenda heldur stjórnleysi lögreglunnar. "Það er ómögulegt að átta sig á því hvernig þessir níu voru valdir úr þeim þrjátíu manna hóp sem var þar. Enda hefur ákæruvaldið haldið því leyndu." Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
"Það kom mér á óvart þegar ég hlustaði á ræðu saksóknara hversu lítillar hlutlægni gætti þar," sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra af níu sakborningum í níumenningamálinu svokallaða. Munnlegur málflutningur fer nú fram og gagnrýndi Ragnar réttinn harðlega og sagði brot hafa verið framin á skjólstæðingum sínum. "Dómurinn þarf að gera upp svið sig hvort hann vilji fylgja fordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu um rétt borgara eða fylgja fordæmi annarra ríkja sem virða mannréttindi að vettugi," sagði Ragnar. Hann rakti forsögu málsins sem hann sagði eiga pólitískar rætur: "Það er löggjafavaldið sem krefst refsingar, kærandinn er skrifstofa Alþingis en óljóst er hvar umboð skrifostfunnar liggur." Ragnar benti á að óeinkennisklæddir lögreglumenn hefðu verið viðstaddir réttarhöldin en málið beindist einmitt að meintu ofbeldi gegn lögreglumönnum þess sama embættis. "Lögreglumenn voru hér frá upphafi,í salnum og fyrir utan hann. Lögreglumenn frá sama embætti og þau eru sökuð um að hafa beitt ofbeldi," sagði Ragnar og benti á að lögreglan hefði í raun stjórnað umferð um salinn. "Þeir meinuðu eitt sinn tveimur skjólstæðingum mínum aðgang að eigin réttarhöldum. Það eitt nægir til að málatilbúnaðurinn ætti að vera ónýtur." Ragnar sagði málið í raun snúast um hvort friðsömum borgurum sé heimilt að láta á friðsaman hátt í ljós óánægju sína. Hann rifjaði upp ástandið í samfélaginu, hrun bankakerfisins, mótmæli og ólgu. Hann benti á að á þessum sama degi hefði verið mótmælt á Austurvelli og einnig við lögreglustöðina þar sem piparúða var beitt. "Það er óhjákvæmilegt að hugsa um þær aðstæður sem voru við lýði," sagði Ragnar og vitnaði í ræðu Katrínar Oddsdóttur lögfræðings sem hún hélt á Austurvelli á þessum tíma. Þar hvatti hún til borgaralegrar óhlýðni og sagði meðal annars: "Friðsamleg mótmæli henta vel á friðartímum." Ríkissaksóknari vitnaði í Keilufellsmálið svokallaða þar sem hópur Pólverja réðst með vopnum á samlanda sína 2008 í morgun. Það gerði hún til að styðja þá túlkun að hópurinn hefði skipulagt árásina á Alþingi fyrirfram. Ragnar Aðalsteinsson vitnaði einnig í eldri dóm - þegar stjórnendur útvarpsþáttarins Tvíhöfða sendu leikskáldið Jón Atla Jónasson á þingpalla Alþingis þar sem hann gerði hróp að þingmönnum í beinni útsendingu. Jón Atli var kærður fyrir uppátækið en sýknaður á þeim forsendum að um "grín" hefði verið að ræða. "Þingpallarnir eru eini staðurinn á landinu sem almenningur á stjórnarskrárbundinn rétt til að vera á. Mínum skjólstæðingum var ekki grín í huga þegar þau vildu nýta rétt sinn til að koma skoðunum sínum á framfæri," sagði Ragnar Ragnar sagði jafnframt ómögulegt að átta sig á því af hverju sumir hefðu verið handteknir en aðrir ekki. Vandræðin hefðu ekki skapast af ofsa mótmælenda heldur stjórnleysi lögreglunnar. "Það er ómögulegt að átta sig á því hvernig þessir níu voru valdir úr þeim þrjátíu manna hóp sem var þar. Enda hefur ákæruvaldið haldið því leyndu."
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“