Innlent

Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum

Samsett mynd.
Samsett mynd. MYND/Heimasíða FÍB

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig.

Hér má skrá sig á listann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×