Nýtt vinstriafl - án allra öfga Kristján Guðlaugsson skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Það mikilvægasta sem maðurinn hefur uppskorið í baráttu sinni fyrir betra lífi á síðustu öldum er borgaralegt þingræði. Öfgafullar stefnur síðustu aldar, kommúnisminn og ofstækisfull hægristefna, hafa hver á sinn hátt grafið undan þingræðinu. Það er kominn tími til að skapa öfluga vinstrihreyfingu sem afneitar ríkistrúnni og byggir á sönnum gildum þingræðis og lýðræðis. Þess vegna fagna ég hugrekki og framsýni Lilju Mósesdóttur. Kommúnisminn og forræðishyggja ríkistrúarmanna, bæði til vinstri og hægri, hrundi endanlega saman á tíunda áratug síðustu aldar. Við tók hömlulaus nýfrjálshyggja hægriaflanna sem kastaði að lokum veröldinni út í dýpstu kreppu hins borgaralega þjóðfélags síðan kreppan mikla 1929-1939 reið yfir. Að stofna nýtt stjórnmálaafl er ekki neitt áhlaupaverk. Það þarf fyrst og fremst að endurreisa trú fólksins á raunverulegt þingræði. Landlæg vantrú manna á stjórnmálum og stjórnmálamönnum veldur því að óánægja með allt sem þingræðið stendur fyrir hefur svipt almenning trúna á því að miklu leyti. Þar á nýfrjálshyggjan, klíkuskapurinn og vildarvinahugsunin afgerandi þátt, en við fall austurblokkarinnar opnuðust nýir, lítt plægðir markaðir, samtímis því sem tölvuöldin gerði mönnum kleift að nýta gamla markaði langtum betur en áður voru dæmi til. Alla þessa möguleika notfærði nýfrjálshyggjan sér einvörðungu til þess að auka völd og gróða örfárra manna. En þessi stefna ól andstöðu sína. Upp er risin alþjóðleg hreyfing sem berst fyrir jöfnuði og gegn einkavæðingu, ofurgróða og valdspillingu. Það er á þessum grundvelli að nýtt vinstrisinnað stjórnmálaafl verður að rísa, auðvitað með sértæk úrlausnarefni hins íslenska þjóðfélags í huga fyrst og fremst. Stefnuskráin verður að taka mið af tvennu, baráttu fyrir raunverulegu þingræði og gegn óréttlátum kjörum og aðstæðum almennings. Hana verður líka að móta með þátttöku fólksins og án tilrauna til þess að skapa elítu eða forystuafl sem stendur utan við og ofar venjulegum meðlimum. Forysta slíks stjórnmálaafls verður að hlusta á vilja almennings sem og gagnrýni og skoðanir venjulegra flokksmanna. Flokkurinn verður að taka mið af hagsmunum almennings, réttlæti í fjármálum og skattamálum, sem og jafnréttismálum, standa vörð um þjóðareign, fiskveiðistjórnun, orkumál og jafnvægi í möguleikum allra til að hafa áhrif á líf sitt og framtíð barna sinna. Í fjármálum þarf að endurskoða skattakerfið. Ofurveldi bankanna þarf að stöðva. Tillit til vogunarsjóða og fjárfesta verður að víkja fyrir hagsmunum hins vinnandi fólks. Í utanríkismálum þarf að taka skýra afstöðu gegn aðild að Efnahagsbandalaginu. Ísland á að ganga úr NATO og vera óhrætt við að taka sjálfstæða afstöðu á alþjóðavettvangi. Í heilbrigðismálum á að tryggja almenningi bestu þjónustu sem völ er á. Nefna má ókeypis tannlækningar fyrir unglinga, betri kjör fyrir eldri borgara og styrkari fjárhagslegan grundvöll fyrir þá sem sjúkdómar eða örorka hafa hrakið út af almennum vinnumarkaði. Afstaðan til verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna skiptir hér einnig máli. Það verður að leggja mikla áherslu á að vinna aftur verkalýðshreyfinguna og ná stjórn á lífeyrissjóðunum í þágu réttsýni og jafnræðis. Fleiri mál má nefna, en stefnumótunin sjálf og úrvinnsla hennar verður að fara fram á jafnréttis- og lýðræðisgrundvelli með þátttöku sem flestra. Tökum blaðið frá munninum og sameinumst um stofnun nýs stjórnmálaafls til vinstri, en án allra öfga. Við erum fólkið og við getum lyft grettistaki á vettvangi þingræðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það mikilvægasta sem maðurinn hefur uppskorið í baráttu sinni fyrir betra lífi á síðustu öldum er borgaralegt þingræði. Öfgafullar stefnur síðustu aldar, kommúnisminn og ofstækisfull hægristefna, hafa hver á sinn hátt grafið undan þingræðinu. Það er kominn tími til að skapa öfluga vinstrihreyfingu sem afneitar ríkistrúnni og byggir á sönnum gildum þingræðis og lýðræðis. Þess vegna fagna ég hugrekki og framsýni Lilju Mósesdóttur. Kommúnisminn og forræðishyggja ríkistrúarmanna, bæði til vinstri og hægri, hrundi endanlega saman á tíunda áratug síðustu aldar. Við tók hömlulaus nýfrjálshyggja hægriaflanna sem kastaði að lokum veröldinni út í dýpstu kreppu hins borgaralega þjóðfélags síðan kreppan mikla 1929-1939 reið yfir. Að stofna nýtt stjórnmálaafl er ekki neitt áhlaupaverk. Það þarf fyrst og fremst að endurreisa trú fólksins á raunverulegt þingræði. Landlæg vantrú manna á stjórnmálum og stjórnmálamönnum veldur því að óánægja með allt sem þingræðið stendur fyrir hefur svipt almenning trúna á því að miklu leyti. Þar á nýfrjálshyggjan, klíkuskapurinn og vildarvinahugsunin afgerandi þátt, en við fall austurblokkarinnar opnuðust nýir, lítt plægðir markaðir, samtímis því sem tölvuöldin gerði mönnum kleift að nýta gamla markaði langtum betur en áður voru dæmi til. Alla þessa möguleika notfærði nýfrjálshyggjan sér einvörðungu til þess að auka völd og gróða örfárra manna. En þessi stefna ól andstöðu sína. Upp er risin alþjóðleg hreyfing sem berst fyrir jöfnuði og gegn einkavæðingu, ofurgróða og valdspillingu. Það er á þessum grundvelli að nýtt vinstrisinnað stjórnmálaafl verður að rísa, auðvitað með sértæk úrlausnarefni hins íslenska þjóðfélags í huga fyrst og fremst. Stefnuskráin verður að taka mið af tvennu, baráttu fyrir raunverulegu þingræði og gegn óréttlátum kjörum og aðstæðum almennings. Hana verður líka að móta með þátttöku fólksins og án tilrauna til þess að skapa elítu eða forystuafl sem stendur utan við og ofar venjulegum meðlimum. Forysta slíks stjórnmálaafls verður að hlusta á vilja almennings sem og gagnrýni og skoðanir venjulegra flokksmanna. Flokkurinn verður að taka mið af hagsmunum almennings, réttlæti í fjármálum og skattamálum, sem og jafnréttismálum, standa vörð um þjóðareign, fiskveiðistjórnun, orkumál og jafnvægi í möguleikum allra til að hafa áhrif á líf sitt og framtíð barna sinna. Í fjármálum þarf að endurskoða skattakerfið. Ofurveldi bankanna þarf að stöðva. Tillit til vogunarsjóða og fjárfesta verður að víkja fyrir hagsmunum hins vinnandi fólks. Í utanríkismálum þarf að taka skýra afstöðu gegn aðild að Efnahagsbandalaginu. Ísland á að ganga úr NATO og vera óhrætt við að taka sjálfstæða afstöðu á alþjóðavettvangi. Í heilbrigðismálum á að tryggja almenningi bestu þjónustu sem völ er á. Nefna má ókeypis tannlækningar fyrir unglinga, betri kjör fyrir eldri borgara og styrkari fjárhagslegan grundvöll fyrir þá sem sjúkdómar eða örorka hafa hrakið út af almennum vinnumarkaði. Afstaðan til verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna skiptir hér einnig máli. Það verður að leggja mikla áherslu á að vinna aftur verkalýðshreyfinguna og ná stjórn á lífeyrissjóðunum í þágu réttsýni og jafnræðis. Fleiri mál má nefna, en stefnumótunin sjálf og úrvinnsla hennar verður að fara fram á jafnréttis- og lýðræðisgrundvelli með þátttöku sem flestra. Tökum blaðið frá munninum og sameinumst um stofnun nýs stjórnmálaafls til vinstri, en án allra öfga. Við erum fólkið og við getum lyft grettistaki á vettvangi þingræðisins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar