Nýtt vinstriafl - án allra öfga Kristján Guðlaugsson skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Það mikilvægasta sem maðurinn hefur uppskorið í baráttu sinni fyrir betra lífi á síðustu öldum er borgaralegt þingræði. Öfgafullar stefnur síðustu aldar, kommúnisminn og ofstækisfull hægristefna, hafa hver á sinn hátt grafið undan þingræðinu. Það er kominn tími til að skapa öfluga vinstrihreyfingu sem afneitar ríkistrúnni og byggir á sönnum gildum þingræðis og lýðræðis. Þess vegna fagna ég hugrekki og framsýni Lilju Mósesdóttur. Kommúnisminn og forræðishyggja ríkistrúarmanna, bæði til vinstri og hægri, hrundi endanlega saman á tíunda áratug síðustu aldar. Við tók hömlulaus nýfrjálshyggja hægriaflanna sem kastaði að lokum veröldinni út í dýpstu kreppu hins borgaralega þjóðfélags síðan kreppan mikla 1929-1939 reið yfir. Að stofna nýtt stjórnmálaafl er ekki neitt áhlaupaverk. Það þarf fyrst og fremst að endurreisa trú fólksins á raunverulegt þingræði. Landlæg vantrú manna á stjórnmálum og stjórnmálamönnum veldur því að óánægja með allt sem þingræðið stendur fyrir hefur svipt almenning trúna á því að miklu leyti. Þar á nýfrjálshyggjan, klíkuskapurinn og vildarvinahugsunin afgerandi þátt, en við fall austurblokkarinnar opnuðust nýir, lítt plægðir markaðir, samtímis því sem tölvuöldin gerði mönnum kleift að nýta gamla markaði langtum betur en áður voru dæmi til. Alla þessa möguleika notfærði nýfrjálshyggjan sér einvörðungu til þess að auka völd og gróða örfárra manna. En þessi stefna ól andstöðu sína. Upp er risin alþjóðleg hreyfing sem berst fyrir jöfnuði og gegn einkavæðingu, ofurgróða og valdspillingu. Það er á þessum grundvelli að nýtt vinstrisinnað stjórnmálaafl verður að rísa, auðvitað með sértæk úrlausnarefni hins íslenska þjóðfélags í huga fyrst og fremst. Stefnuskráin verður að taka mið af tvennu, baráttu fyrir raunverulegu þingræði og gegn óréttlátum kjörum og aðstæðum almennings. Hana verður líka að móta með þátttöku fólksins og án tilrauna til þess að skapa elítu eða forystuafl sem stendur utan við og ofar venjulegum meðlimum. Forysta slíks stjórnmálaafls verður að hlusta á vilja almennings sem og gagnrýni og skoðanir venjulegra flokksmanna. Flokkurinn verður að taka mið af hagsmunum almennings, réttlæti í fjármálum og skattamálum, sem og jafnréttismálum, standa vörð um þjóðareign, fiskveiðistjórnun, orkumál og jafnvægi í möguleikum allra til að hafa áhrif á líf sitt og framtíð barna sinna. Í fjármálum þarf að endurskoða skattakerfið. Ofurveldi bankanna þarf að stöðva. Tillit til vogunarsjóða og fjárfesta verður að víkja fyrir hagsmunum hins vinnandi fólks. Í utanríkismálum þarf að taka skýra afstöðu gegn aðild að Efnahagsbandalaginu. Ísland á að ganga úr NATO og vera óhrætt við að taka sjálfstæða afstöðu á alþjóðavettvangi. Í heilbrigðismálum á að tryggja almenningi bestu þjónustu sem völ er á. Nefna má ókeypis tannlækningar fyrir unglinga, betri kjör fyrir eldri borgara og styrkari fjárhagslegan grundvöll fyrir þá sem sjúkdómar eða örorka hafa hrakið út af almennum vinnumarkaði. Afstaðan til verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna skiptir hér einnig máli. Það verður að leggja mikla áherslu á að vinna aftur verkalýðshreyfinguna og ná stjórn á lífeyrissjóðunum í þágu réttsýni og jafnræðis. Fleiri mál má nefna, en stefnumótunin sjálf og úrvinnsla hennar verður að fara fram á jafnréttis- og lýðræðisgrundvelli með þátttöku sem flestra. Tökum blaðið frá munninum og sameinumst um stofnun nýs stjórnmálaafls til vinstri, en án allra öfga. Við erum fólkið og við getum lyft grettistaki á vettvangi þingræðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það mikilvægasta sem maðurinn hefur uppskorið í baráttu sinni fyrir betra lífi á síðustu öldum er borgaralegt þingræði. Öfgafullar stefnur síðustu aldar, kommúnisminn og ofstækisfull hægristefna, hafa hver á sinn hátt grafið undan þingræðinu. Það er kominn tími til að skapa öfluga vinstrihreyfingu sem afneitar ríkistrúnni og byggir á sönnum gildum þingræðis og lýðræðis. Þess vegna fagna ég hugrekki og framsýni Lilju Mósesdóttur. Kommúnisminn og forræðishyggja ríkistrúarmanna, bæði til vinstri og hægri, hrundi endanlega saman á tíunda áratug síðustu aldar. Við tók hömlulaus nýfrjálshyggja hægriaflanna sem kastaði að lokum veröldinni út í dýpstu kreppu hins borgaralega þjóðfélags síðan kreppan mikla 1929-1939 reið yfir. Að stofna nýtt stjórnmálaafl er ekki neitt áhlaupaverk. Það þarf fyrst og fremst að endurreisa trú fólksins á raunverulegt þingræði. Landlæg vantrú manna á stjórnmálum og stjórnmálamönnum veldur því að óánægja með allt sem þingræðið stendur fyrir hefur svipt almenning trúna á því að miklu leyti. Þar á nýfrjálshyggjan, klíkuskapurinn og vildarvinahugsunin afgerandi þátt, en við fall austurblokkarinnar opnuðust nýir, lítt plægðir markaðir, samtímis því sem tölvuöldin gerði mönnum kleift að nýta gamla markaði langtum betur en áður voru dæmi til. Alla þessa möguleika notfærði nýfrjálshyggjan sér einvörðungu til þess að auka völd og gróða örfárra manna. En þessi stefna ól andstöðu sína. Upp er risin alþjóðleg hreyfing sem berst fyrir jöfnuði og gegn einkavæðingu, ofurgróða og valdspillingu. Það er á þessum grundvelli að nýtt vinstrisinnað stjórnmálaafl verður að rísa, auðvitað með sértæk úrlausnarefni hins íslenska þjóðfélags í huga fyrst og fremst. Stefnuskráin verður að taka mið af tvennu, baráttu fyrir raunverulegu þingræði og gegn óréttlátum kjörum og aðstæðum almennings. Hana verður líka að móta með þátttöku fólksins og án tilrauna til þess að skapa elítu eða forystuafl sem stendur utan við og ofar venjulegum meðlimum. Forysta slíks stjórnmálaafls verður að hlusta á vilja almennings sem og gagnrýni og skoðanir venjulegra flokksmanna. Flokkurinn verður að taka mið af hagsmunum almennings, réttlæti í fjármálum og skattamálum, sem og jafnréttismálum, standa vörð um þjóðareign, fiskveiðistjórnun, orkumál og jafnvægi í möguleikum allra til að hafa áhrif á líf sitt og framtíð barna sinna. Í fjármálum þarf að endurskoða skattakerfið. Ofurveldi bankanna þarf að stöðva. Tillit til vogunarsjóða og fjárfesta verður að víkja fyrir hagsmunum hins vinnandi fólks. Í utanríkismálum þarf að taka skýra afstöðu gegn aðild að Efnahagsbandalaginu. Ísland á að ganga úr NATO og vera óhrætt við að taka sjálfstæða afstöðu á alþjóðavettvangi. Í heilbrigðismálum á að tryggja almenningi bestu þjónustu sem völ er á. Nefna má ókeypis tannlækningar fyrir unglinga, betri kjör fyrir eldri borgara og styrkari fjárhagslegan grundvöll fyrir þá sem sjúkdómar eða örorka hafa hrakið út af almennum vinnumarkaði. Afstaðan til verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna skiptir hér einnig máli. Það verður að leggja mikla áherslu á að vinna aftur verkalýðshreyfinguna og ná stjórn á lífeyrissjóðunum í þágu réttsýni og jafnræðis. Fleiri mál má nefna, en stefnumótunin sjálf og úrvinnsla hennar verður að fara fram á jafnréttis- og lýðræðisgrundvelli með þátttöku sem flestra. Tökum blaðið frá munninum og sameinumst um stofnun nýs stjórnmálaafls til vinstri, en án allra öfga. Við erum fólkið og við getum lyft grettistaki á vettvangi þingræðisins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun