Fréttaskýring: Norðlingaalda og neðri hluti Þjórsár munu valda deilum 8. ágúst 2011 08:30 Verði af virkjunum í neðri hluta Þjórsár mun vatnsrennslið um Urriðafoss minnka umtalsvert. Virkjanirnar eru á skipulagi en ekki er búið að sækja um framkvæmdaleyfi.fréttablaðið/anton Mun nást sátt um rammaáætlun? Unnið er að tillögu til þingsályktunar í iðnaðarráðuneytinu um hvernig kostir í rammaáætluninni verða flokkaðir. Um þrjá flokka er að ræða: virkjanakosti, verndunarkosti og biðkosti. Í síðastnefnda flokkinn falla þeir kostir sem ákveða á síðar hvernig verða nýttir; til verndunar eða virkjunar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að von sé á þingsályktunartillögunni fyrir miðjan þennan mánuð. Tillagan byggir á áfangaskýrslu verkefnastjórnar um rammaáætlun, en hún kom út 6. júlí. Þar var að finna lista yfir 66 virkjanakosti sem nefndin telur nýtanlega. Það er síðan pólitísk ákvörðun að grisja þá kosti, ákveða hverja eigi að vernda og hverja nýta. Ljóst er að áherslumunur er á afstöðu stjórnarflokkanna tveggja. Samfylkingin hefur viljað setja fleiri kosti í flokk virkjanlegra, þá sé búið að leggja línurnar til lengri tíma og ljóst sé hvaða kostir verði nýttir í framtíðinni. Katrín hefur einmitt talað fyrir því að með rammaáætluninni náist sátt í þessum málum og deilum um einstaka virkjanakosti fækki. Það sé einfaldlega hluti af stefnumótun hvort virkja eigi á ákveðnu svæði eða ekki. Eitt af skilgreindum hlutverkum áætlunarinnar er að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboð er það viðhorf hins vegar sterkara að sá tímapunktur að ákveða í eitt skipti fyrir öll hvaða svæði verði virkjuð sé einfaldlega ekki runninn upp. Þar á bæ vilja menn því frekar hafa virkjanlega kosti færri, en fjölga í staðinn þeim sem eru á biðlista. Þar er einnig ríkari vilji til verndunar svæða en innan Samfylkingarinnar. Þingsályktunin er, líkt og áður segir, á borði iðnaðarráðuneytisins. Efni hennar, það er raunverulegir flokkunarlistar, hafa ekki komið inn á borð þingflokkanna. Ljóst er hins vegar að ráðherrar iðnaðar og umhverfis hafa haft með sér samstarf í málinu. Þegar tillagan lítur dagsins ljós tekur við sex vikna umsagnarferli. Þar gefst öllum kostur á að tjá sig um efni hennar og koma athugasemdum á framfæri. Miðað við þá miklu gagnrýni sem vinnan við rammaáætlun hefur hlotið, má gera ráð fyrir því að athugasemdir verði fjölmargar. Það mun velta á því hvernig listi iðnaðarráðherra verður hvort tekst að koma honum í gegnum þingið, eftir að athugasemdafrestur almennings er liðinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það einkum tvö svæði sem standa munu í þingmönnum Vinstri grænna og raunar sumum Samfylkingarmönnum einnig: Þjórsárver og neðri hluti Þjórsár. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherrahefur lýst því yfir að stefnt sé að friðlýsingu Þjórsárvera. Það þýðir að Norðlingaölduveita er ekki lengur uppi á borði, nema að henni verði gjörbreytt. Ekkert liggur fyrir um slíkt á þessari stundu. Það verður hins vegar þrautin þyngri að sætta andstæð sjónarmið á þingi og ljóst er að fjölmargir stjórnarþingmenn eru andvígir virkjununum í Þjórsá og vilja auka við verndarsvæði áætlunarinnar. Það verður því pólitískur línudans að sætta þessi sjónarmið og slagurinn mun snúast um Þjórsárverin, og þar með Norðlingaölduveitu, og virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár. kolbeinn@frettabladid.issvandís svavarsdóttirURRIÐAFOSSfréttablaðið/anton Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Mun nást sátt um rammaáætlun? Unnið er að tillögu til þingsályktunar í iðnaðarráðuneytinu um hvernig kostir í rammaáætluninni verða flokkaðir. Um þrjá flokka er að ræða: virkjanakosti, verndunarkosti og biðkosti. Í síðastnefnda flokkinn falla þeir kostir sem ákveða á síðar hvernig verða nýttir; til verndunar eða virkjunar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að von sé á þingsályktunartillögunni fyrir miðjan þennan mánuð. Tillagan byggir á áfangaskýrslu verkefnastjórnar um rammaáætlun, en hún kom út 6. júlí. Þar var að finna lista yfir 66 virkjanakosti sem nefndin telur nýtanlega. Það er síðan pólitísk ákvörðun að grisja þá kosti, ákveða hverja eigi að vernda og hverja nýta. Ljóst er að áherslumunur er á afstöðu stjórnarflokkanna tveggja. Samfylkingin hefur viljað setja fleiri kosti í flokk virkjanlegra, þá sé búið að leggja línurnar til lengri tíma og ljóst sé hvaða kostir verði nýttir í framtíðinni. Katrín hefur einmitt talað fyrir því að með rammaáætluninni náist sátt í þessum málum og deilum um einstaka virkjanakosti fækki. Það sé einfaldlega hluti af stefnumótun hvort virkja eigi á ákveðnu svæði eða ekki. Eitt af skilgreindum hlutverkum áætlunarinnar er að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboð er það viðhorf hins vegar sterkara að sá tímapunktur að ákveða í eitt skipti fyrir öll hvaða svæði verði virkjuð sé einfaldlega ekki runninn upp. Þar á bæ vilja menn því frekar hafa virkjanlega kosti færri, en fjölga í staðinn þeim sem eru á biðlista. Þar er einnig ríkari vilji til verndunar svæða en innan Samfylkingarinnar. Þingsályktunin er, líkt og áður segir, á borði iðnaðarráðuneytisins. Efni hennar, það er raunverulegir flokkunarlistar, hafa ekki komið inn á borð þingflokkanna. Ljóst er hins vegar að ráðherrar iðnaðar og umhverfis hafa haft með sér samstarf í málinu. Þegar tillagan lítur dagsins ljós tekur við sex vikna umsagnarferli. Þar gefst öllum kostur á að tjá sig um efni hennar og koma athugasemdum á framfæri. Miðað við þá miklu gagnrýni sem vinnan við rammaáætlun hefur hlotið, má gera ráð fyrir því að athugasemdir verði fjölmargar. Það mun velta á því hvernig listi iðnaðarráðherra verður hvort tekst að koma honum í gegnum þingið, eftir að athugasemdafrestur almennings er liðinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það einkum tvö svæði sem standa munu í þingmönnum Vinstri grænna og raunar sumum Samfylkingarmönnum einnig: Þjórsárver og neðri hluti Þjórsár. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherrahefur lýst því yfir að stefnt sé að friðlýsingu Þjórsárvera. Það þýðir að Norðlingaölduveita er ekki lengur uppi á borði, nema að henni verði gjörbreytt. Ekkert liggur fyrir um slíkt á þessari stundu. Það verður hins vegar þrautin þyngri að sætta andstæð sjónarmið á þingi og ljóst er að fjölmargir stjórnarþingmenn eru andvígir virkjununum í Þjórsá og vilja auka við verndarsvæði áætlunarinnar. Það verður því pólitískur línudans að sætta þessi sjónarmið og slagurinn mun snúast um Þjórsárverin, og þar með Norðlingaölduveitu, og virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár. kolbeinn@frettabladid.issvandís svavarsdóttirURRIÐAFOSSfréttablaðið/anton
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira