Innlent

Ákæra þingfest á morgun - saksóknari fer fram á lokað þinghald

Ákæra á hendur manni sem varð barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk verður þingfest fyrir Héraðsdómi á morgun. Ríkissaksóknari fer fram á lokað þinghald yfir manninum sem talinn er vera veikur á geði.

Maðurinn, sem er tuttugu og fimm ára gamall, keyrði með barnsmóður sína og tveggja ára barn þeirri í bílnum, í Heiðmörk. Þar varð hann stúlkunni að bana. Hann flutti líkið í farangursgeymslu bílsins að Landspítalanum í Fossvogi gaf sig fram og var handtekinn.

Réttarhöldin yfir manninum hefjast á morgun og verður aðalmeðferð að öllum líkindum lokað almenningi. Þessar upplýsingar fengust frá embætti Ríkissaksóknara í dag.

Niðurstaða geðrannsóknar yfir morðingjan var sú að hann væri veikur á geði og því líklega ekki sakhæfur.

Þetta er sama niðurstaða og í máli Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem varð manni að bana í Hafnarfirði. Þar voru réttarhöldin einnig lokuð við mikil mótmæli aðstandenda fórnarlambsins.

Gunnar Rúnar var sýknaður af völdum ósakhæfis en dvelur þó næstu árin á Sogni, þar sem geðveikir afbrotamenn afplána þar til þeir hafa hlotið bót andlegra meina sinna.

Maðurinn sem varð barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk hefur einnig verið vistaður á Sogni síðan hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×