Innlent

Fimm sprengjur í Bagdad

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Fimm bílasprengjur sprungu nærri Bagdad Í Írak í gær með þeim afleiðingum að sex létust og 29 særðust. Lögreglunni í Írak grunar að bílasprengjurnar tengist og sé samhæfð árás uppreisnarmanna.

Fjórar sprengjur sprungu í höfuðborginni sjálfri. Ein sprengjan sprakk nærri rútu fullri af írönskum pílagrímum. Þannig lést einn pílagrímur og sjö slösuðust við sprengjuárásina. Ofbeldi í Írak hefur snarminnkað frá árinu 2007. Íslamistar af súnní ættbálknum eru grunaðir um tilræðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×