Starf UN Women í S-Súdan Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar 8. júlí 2011 09:00 Hinn 9. júlí næstkomandi mun 54. land Afríku líta dagsins ljós þegar Suður-Súdan öðlast sjálfstæði eftir áratuga ófrið við norðurhluta Súdan. Árið 2005 markaði tímamót í Súdan en þá var skrifað undir friðarsamning til sex ára. Hluti af þessu samkomulagi gerði ráð fyrir kosningum, sem haldnar voru 2010. Jafnframt var gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Suður-Súdana til sjálfstæðis annars vegar eða áframhaldandi tengsla við norðurhlutann hins vegar. Niðurstaðan varð sú að í janúar síðastliðnum kusu tæplega 99 prósent Suður-Súdana sjálfstæði. Staða kvenna í Suður-Súdan er bág. Stúlka sem fæðist í dag er líklegri til að láta lífið við barnsburð en að fá nokkurn tímann tækifæri til að ganga í skóla. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um mæðradauða og menntun stúlkubarna. Ofbeldi í garð kvenna er algengt og konur hafa ekki verið áberandi í stjórnmálum eða annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar. UN Women (sem áður var UNIFEM) hefur starfað í Suður-Súdan frá árinu 2006. Starfið hefur beinst að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi sem og þátttöku kvenna í lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta á sérstaklega við um síðastliðið ár í tengslum við almennar kosningar og undirbúning fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna nú í janúar. Rúm 20 ár eru síðan kosningar fóru síðast fram í Súdan, því var mikilvægt að efla vitund kvenna um þátttöku bæði fyrir kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. UN Women tók virkan þátt í þessari vitundarvakningu, með það í huga að ná til kvenna sérstaklega og einnig að hvetja karla til að standa ekki í vegi fyrir því að konur nýttu sér rétt sinn til þátttöku. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna vann UN Women með 26 samtökum innan Suður-Súdan til þess að ná til kvenna í öllum hlutum landsins. Víða er vegakerfi svo slæmt að ekki er unnt að komast milli þorpa nema gangandi eða í sumum tilvikum á mótorhjólum. Þessi innlendu grasrótarsamtök unnu gríðarlega gott starf með stuðningi UN Women og náðu til margra þorpa þrátt fyrir þessar aðstæður. Niðurstaðan var að 52 prósent þeirra sem skráðu sig til kosningaþátttöku voru konur. Nú, rúmum mánuði fyrir sjálfstæði Suður-Súdans, ríkir bjartsýni meðal íbúa landsins. Löng barátta fyrir frelsi og sjálfstæði virðist loksins hafa borið ávöxt og vonast er til að nýtt land muni leiða til betra lífs fyrir alla þegna. Augljóslega er mikið starf fyrir höndum og UN Women hyggst styrkja starf sitt í Suður-Súdan til muna. Áhugi og þörf er á að halda áfram að vinna að friðaruppbyggingu þar sem ólga ríkir enn þá undir yfirborðinu. Huga þarf verulega að baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem er því miður alltaf vandamál í stríðshrjáðum ríkjum. Enn verður þörf fyrir að styðja við eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta og hvernig megi auka hlut kvenna á því sviði, til að mynda þegar kemur að gerð nýrrar stjórnarskrár. Huga þarf að auka hlutfall læsra stúlkna og kvenna sem og að styrkja konur í atvinnusköpun og atvinnuleit. Síðast en ekki síst þarf að styðja vel við innlend grasrótarsamtök og stjórnvöld og byggja upp styrk þeirra og getu. Það verður þörf fyrir mikinn stuðning í Suður-Súdan næstu áratugi. Reynsla UN Women sýnir hins vegar að vel skipulögð verkefni og samstarf við stjórnvöld og innlend grasrótarsamtök geta leitt til varanlegra umbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hinn 9. júlí næstkomandi mun 54. land Afríku líta dagsins ljós þegar Suður-Súdan öðlast sjálfstæði eftir áratuga ófrið við norðurhluta Súdan. Árið 2005 markaði tímamót í Súdan en þá var skrifað undir friðarsamning til sex ára. Hluti af þessu samkomulagi gerði ráð fyrir kosningum, sem haldnar voru 2010. Jafnframt var gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Suður-Súdana til sjálfstæðis annars vegar eða áframhaldandi tengsla við norðurhlutann hins vegar. Niðurstaðan varð sú að í janúar síðastliðnum kusu tæplega 99 prósent Suður-Súdana sjálfstæði. Staða kvenna í Suður-Súdan er bág. Stúlka sem fæðist í dag er líklegri til að láta lífið við barnsburð en að fá nokkurn tímann tækifæri til að ganga í skóla. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um mæðradauða og menntun stúlkubarna. Ofbeldi í garð kvenna er algengt og konur hafa ekki verið áberandi í stjórnmálum eða annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar. UN Women (sem áður var UNIFEM) hefur starfað í Suður-Súdan frá árinu 2006. Starfið hefur beinst að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi sem og þátttöku kvenna í lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta á sérstaklega við um síðastliðið ár í tengslum við almennar kosningar og undirbúning fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna nú í janúar. Rúm 20 ár eru síðan kosningar fóru síðast fram í Súdan, því var mikilvægt að efla vitund kvenna um þátttöku bæði fyrir kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. UN Women tók virkan þátt í þessari vitundarvakningu, með það í huga að ná til kvenna sérstaklega og einnig að hvetja karla til að standa ekki í vegi fyrir því að konur nýttu sér rétt sinn til þátttöku. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna vann UN Women með 26 samtökum innan Suður-Súdan til þess að ná til kvenna í öllum hlutum landsins. Víða er vegakerfi svo slæmt að ekki er unnt að komast milli þorpa nema gangandi eða í sumum tilvikum á mótorhjólum. Þessi innlendu grasrótarsamtök unnu gríðarlega gott starf með stuðningi UN Women og náðu til margra þorpa þrátt fyrir þessar aðstæður. Niðurstaðan var að 52 prósent þeirra sem skráðu sig til kosningaþátttöku voru konur. Nú, rúmum mánuði fyrir sjálfstæði Suður-Súdans, ríkir bjartsýni meðal íbúa landsins. Löng barátta fyrir frelsi og sjálfstæði virðist loksins hafa borið ávöxt og vonast er til að nýtt land muni leiða til betra lífs fyrir alla þegna. Augljóslega er mikið starf fyrir höndum og UN Women hyggst styrkja starf sitt í Suður-Súdan til muna. Áhugi og þörf er á að halda áfram að vinna að friðaruppbyggingu þar sem ólga ríkir enn þá undir yfirborðinu. Huga þarf verulega að baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem er því miður alltaf vandamál í stríðshrjáðum ríkjum. Enn verður þörf fyrir að styðja við eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta og hvernig megi auka hlut kvenna á því sviði, til að mynda þegar kemur að gerð nýrrar stjórnarskrár. Huga þarf að auka hlutfall læsra stúlkna og kvenna sem og að styrkja konur í atvinnusköpun og atvinnuleit. Síðast en ekki síst þarf að styðja vel við innlend grasrótarsamtök og stjórnvöld og byggja upp styrk þeirra og getu. Það verður þörf fyrir mikinn stuðning í Suður-Súdan næstu áratugi. Reynsla UN Women sýnir hins vegar að vel skipulögð verkefni og samstarf við stjórnvöld og innlend grasrótarsamtök geta leitt til varanlegra umbóta.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun