Starf UN Women í S-Súdan Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar 8. júlí 2011 09:00 Hinn 9. júlí næstkomandi mun 54. land Afríku líta dagsins ljós þegar Suður-Súdan öðlast sjálfstæði eftir áratuga ófrið við norðurhluta Súdan. Árið 2005 markaði tímamót í Súdan en þá var skrifað undir friðarsamning til sex ára. Hluti af þessu samkomulagi gerði ráð fyrir kosningum, sem haldnar voru 2010. Jafnframt var gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Suður-Súdana til sjálfstæðis annars vegar eða áframhaldandi tengsla við norðurhlutann hins vegar. Niðurstaðan varð sú að í janúar síðastliðnum kusu tæplega 99 prósent Suður-Súdana sjálfstæði. Staða kvenna í Suður-Súdan er bág. Stúlka sem fæðist í dag er líklegri til að láta lífið við barnsburð en að fá nokkurn tímann tækifæri til að ganga í skóla. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um mæðradauða og menntun stúlkubarna. Ofbeldi í garð kvenna er algengt og konur hafa ekki verið áberandi í stjórnmálum eða annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar. UN Women (sem áður var UNIFEM) hefur starfað í Suður-Súdan frá árinu 2006. Starfið hefur beinst að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi sem og þátttöku kvenna í lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta á sérstaklega við um síðastliðið ár í tengslum við almennar kosningar og undirbúning fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna nú í janúar. Rúm 20 ár eru síðan kosningar fóru síðast fram í Súdan, því var mikilvægt að efla vitund kvenna um þátttöku bæði fyrir kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. UN Women tók virkan þátt í þessari vitundarvakningu, með það í huga að ná til kvenna sérstaklega og einnig að hvetja karla til að standa ekki í vegi fyrir því að konur nýttu sér rétt sinn til þátttöku. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna vann UN Women með 26 samtökum innan Suður-Súdan til þess að ná til kvenna í öllum hlutum landsins. Víða er vegakerfi svo slæmt að ekki er unnt að komast milli þorpa nema gangandi eða í sumum tilvikum á mótorhjólum. Þessi innlendu grasrótarsamtök unnu gríðarlega gott starf með stuðningi UN Women og náðu til margra þorpa þrátt fyrir þessar aðstæður. Niðurstaðan var að 52 prósent þeirra sem skráðu sig til kosningaþátttöku voru konur. Nú, rúmum mánuði fyrir sjálfstæði Suður-Súdans, ríkir bjartsýni meðal íbúa landsins. Löng barátta fyrir frelsi og sjálfstæði virðist loksins hafa borið ávöxt og vonast er til að nýtt land muni leiða til betra lífs fyrir alla þegna. Augljóslega er mikið starf fyrir höndum og UN Women hyggst styrkja starf sitt í Suður-Súdan til muna. Áhugi og þörf er á að halda áfram að vinna að friðaruppbyggingu þar sem ólga ríkir enn þá undir yfirborðinu. Huga þarf verulega að baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem er því miður alltaf vandamál í stríðshrjáðum ríkjum. Enn verður þörf fyrir að styðja við eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta og hvernig megi auka hlut kvenna á því sviði, til að mynda þegar kemur að gerð nýrrar stjórnarskrár. Huga þarf að auka hlutfall læsra stúlkna og kvenna sem og að styrkja konur í atvinnusköpun og atvinnuleit. Síðast en ekki síst þarf að styðja vel við innlend grasrótarsamtök og stjórnvöld og byggja upp styrk þeirra og getu. Það verður þörf fyrir mikinn stuðning í Suður-Súdan næstu áratugi. Reynsla UN Women sýnir hins vegar að vel skipulögð verkefni og samstarf við stjórnvöld og innlend grasrótarsamtök geta leitt til varanlegra umbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hinn 9. júlí næstkomandi mun 54. land Afríku líta dagsins ljós þegar Suður-Súdan öðlast sjálfstæði eftir áratuga ófrið við norðurhluta Súdan. Árið 2005 markaði tímamót í Súdan en þá var skrifað undir friðarsamning til sex ára. Hluti af þessu samkomulagi gerði ráð fyrir kosningum, sem haldnar voru 2010. Jafnframt var gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Suður-Súdana til sjálfstæðis annars vegar eða áframhaldandi tengsla við norðurhlutann hins vegar. Niðurstaðan varð sú að í janúar síðastliðnum kusu tæplega 99 prósent Suður-Súdana sjálfstæði. Staða kvenna í Suður-Súdan er bág. Stúlka sem fæðist í dag er líklegri til að láta lífið við barnsburð en að fá nokkurn tímann tækifæri til að ganga í skóla. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um mæðradauða og menntun stúlkubarna. Ofbeldi í garð kvenna er algengt og konur hafa ekki verið áberandi í stjórnmálum eða annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar. UN Women (sem áður var UNIFEM) hefur starfað í Suður-Súdan frá árinu 2006. Starfið hefur beinst að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi sem og þátttöku kvenna í lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta á sérstaklega við um síðastliðið ár í tengslum við almennar kosningar og undirbúning fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna nú í janúar. Rúm 20 ár eru síðan kosningar fóru síðast fram í Súdan, því var mikilvægt að efla vitund kvenna um þátttöku bæði fyrir kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. UN Women tók virkan þátt í þessari vitundarvakningu, með það í huga að ná til kvenna sérstaklega og einnig að hvetja karla til að standa ekki í vegi fyrir því að konur nýttu sér rétt sinn til þátttöku. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna vann UN Women með 26 samtökum innan Suður-Súdan til þess að ná til kvenna í öllum hlutum landsins. Víða er vegakerfi svo slæmt að ekki er unnt að komast milli þorpa nema gangandi eða í sumum tilvikum á mótorhjólum. Þessi innlendu grasrótarsamtök unnu gríðarlega gott starf með stuðningi UN Women og náðu til margra þorpa þrátt fyrir þessar aðstæður. Niðurstaðan var að 52 prósent þeirra sem skráðu sig til kosningaþátttöku voru konur. Nú, rúmum mánuði fyrir sjálfstæði Suður-Súdans, ríkir bjartsýni meðal íbúa landsins. Löng barátta fyrir frelsi og sjálfstæði virðist loksins hafa borið ávöxt og vonast er til að nýtt land muni leiða til betra lífs fyrir alla þegna. Augljóslega er mikið starf fyrir höndum og UN Women hyggst styrkja starf sitt í Suður-Súdan til muna. Áhugi og þörf er á að halda áfram að vinna að friðaruppbyggingu þar sem ólga ríkir enn þá undir yfirborðinu. Huga þarf verulega að baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem er því miður alltaf vandamál í stríðshrjáðum ríkjum. Enn verður þörf fyrir að styðja við eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta og hvernig megi auka hlut kvenna á því sviði, til að mynda þegar kemur að gerð nýrrar stjórnarskrár. Huga þarf að auka hlutfall læsra stúlkna og kvenna sem og að styrkja konur í atvinnusköpun og atvinnuleit. Síðast en ekki síst þarf að styðja vel við innlend grasrótarsamtök og stjórnvöld og byggja upp styrk þeirra og getu. Það verður þörf fyrir mikinn stuðning í Suður-Súdan næstu áratugi. Reynsla UN Women sýnir hins vegar að vel skipulögð verkefni og samstarf við stjórnvöld og innlend grasrótarsamtök geta leitt til varanlegra umbóta.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar