Starf UN Women í S-Súdan Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar 8. júlí 2011 09:00 Hinn 9. júlí næstkomandi mun 54. land Afríku líta dagsins ljós þegar Suður-Súdan öðlast sjálfstæði eftir áratuga ófrið við norðurhluta Súdan. Árið 2005 markaði tímamót í Súdan en þá var skrifað undir friðarsamning til sex ára. Hluti af þessu samkomulagi gerði ráð fyrir kosningum, sem haldnar voru 2010. Jafnframt var gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Suður-Súdana til sjálfstæðis annars vegar eða áframhaldandi tengsla við norðurhlutann hins vegar. Niðurstaðan varð sú að í janúar síðastliðnum kusu tæplega 99 prósent Suður-Súdana sjálfstæði. Staða kvenna í Suður-Súdan er bág. Stúlka sem fæðist í dag er líklegri til að láta lífið við barnsburð en að fá nokkurn tímann tækifæri til að ganga í skóla. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um mæðradauða og menntun stúlkubarna. Ofbeldi í garð kvenna er algengt og konur hafa ekki verið áberandi í stjórnmálum eða annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar. UN Women (sem áður var UNIFEM) hefur starfað í Suður-Súdan frá árinu 2006. Starfið hefur beinst að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi sem og þátttöku kvenna í lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta á sérstaklega við um síðastliðið ár í tengslum við almennar kosningar og undirbúning fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna nú í janúar. Rúm 20 ár eru síðan kosningar fóru síðast fram í Súdan, því var mikilvægt að efla vitund kvenna um þátttöku bæði fyrir kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. UN Women tók virkan þátt í þessari vitundarvakningu, með það í huga að ná til kvenna sérstaklega og einnig að hvetja karla til að standa ekki í vegi fyrir því að konur nýttu sér rétt sinn til þátttöku. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna vann UN Women með 26 samtökum innan Suður-Súdan til þess að ná til kvenna í öllum hlutum landsins. Víða er vegakerfi svo slæmt að ekki er unnt að komast milli þorpa nema gangandi eða í sumum tilvikum á mótorhjólum. Þessi innlendu grasrótarsamtök unnu gríðarlega gott starf með stuðningi UN Women og náðu til margra þorpa þrátt fyrir þessar aðstæður. Niðurstaðan var að 52 prósent þeirra sem skráðu sig til kosningaþátttöku voru konur. Nú, rúmum mánuði fyrir sjálfstæði Suður-Súdans, ríkir bjartsýni meðal íbúa landsins. Löng barátta fyrir frelsi og sjálfstæði virðist loksins hafa borið ávöxt og vonast er til að nýtt land muni leiða til betra lífs fyrir alla þegna. Augljóslega er mikið starf fyrir höndum og UN Women hyggst styrkja starf sitt í Suður-Súdan til muna. Áhugi og þörf er á að halda áfram að vinna að friðaruppbyggingu þar sem ólga ríkir enn þá undir yfirborðinu. Huga þarf verulega að baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem er því miður alltaf vandamál í stríðshrjáðum ríkjum. Enn verður þörf fyrir að styðja við eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta og hvernig megi auka hlut kvenna á því sviði, til að mynda þegar kemur að gerð nýrrar stjórnarskrár. Huga þarf að auka hlutfall læsra stúlkna og kvenna sem og að styrkja konur í atvinnusköpun og atvinnuleit. Síðast en ekki síst þarf að styðja vel við innlend grasrótarsamtök og stjórnvöld og byggja upp styrk þeirra og getu. Það verður þörf fyrir mikinn stuðning í Suður-Súdan næstu áratugi. Reynsla UN Women sýnir hins vegar að vel skipulögð verkefni og samstarf við stjórnvöld og innlend grasrótarsamtök geta leitt til varanlegra umbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hinn 9. júlí næstkomandi mun 54. land Afríku líta dagsins ljós þegar Suður-Súdan öðlast sjálfstæði eftir áratuga ófrið við norðurhluta Súdan. Árið 2005 markaði tímamót í Súdan en þá var skrifað undir friðarsamning til sex ára. Hluti af þessu samkomulagi gerði ráð fyrir kosningum, sem haldnar voru 2010. Jafnframt var gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Suður-Súdana til sjálfstæðis annars vegar eða áframhaldandi tengsla við norðurhlutann hins vegar. Niðurstaðan varð sú að í janúar síðastliðnum kusu tæplega 99 prósent Suður-Súdana sjálfstæði. Staða kvenna í Suður-Súdan er bág. Stúlka sem fæðist í dag er líklegri til að láta lífið við barnsburð en að fá nokkurn tímann tækifæri til að ganga í skóla. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um mæðradauða og menntun stúlkubarna. Ofbeldi í garð kvenna er algengt og konur hafa ekki verið áberandi í stjórnmálum eða annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar. UN Women (sem áður var UNIFEM) hefur starfað í Suður-Súdan frá árinu 2006. Starfið hefur beinst að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi sem og þátttöku kvenna í lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta á sérstaklega við um síðastliðið ár í tengslum við almennar kosningar og undirbúning fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna nú í janúar. Rúm 20 ár eru síðan kosningar fóru síðast fram í Súdan, því var mikilvægt að efla vitund kvenna um þátttöku bæði fyrir kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. UN Women tók virkan þátt í þessari vitundarvakningu, með það í huga að ná til kvenna sérstaklega og einnig að hvetja karla til að standa ekki í vegi fyrir því að konur nýttu sér rétt sinn til þátttöku. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna vann UN Women með 26 samtökum innan Suður-Súdan til þess að ná til kvenna í öllum hlutum landsins. Víða er vegakerfi svo slæmt að ekki er unnt að komast milli þorpa nema gangandi eða í sumum tilvikum á mótorhjólum. Þessi innlendu grasrótarsamtök unnu gríðarlega gott starf með stuðningi UN Women og náðu til margra þorpa þrátt fyrir þessar aðstæður. Niðurstaðan var að 52 prósent þeirra sem skráðu sig til kosningaþátttöku voru konur. Nú, rúmum mánuði fyrir sjálfstæði Suður-Súdans, ríkir bjartsýni meðal íbúa landsins. Löng barátta fyrir frelsi og sjálfstæði virðist loksins hafa borið ávöxt og vonast er til að nýtt land muni leiða til betra lífs fyrir alla þegna. Augljóslega er mikið starf fyrir höndum og UN Women hyggst styrkja starf sitt í Suður-Súdan til muna. Áhugi og þörf er á að halda áfram að vinna að friðaruppbyggingu þar sem ólga ríkir enn þá undir yfirborðinu. Huga þarf verulega að baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem er því miður alltaf vandamál í stríðshrjáðum ríkjum. Enn verður þörf fyrir að styðja við eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta og hvernig megi auka hlut kvenna á því sviði, til að mynda þegar kemur að gerð nýrrar stjórnarskrár. Huga þarf að auka hlutfall læsra stúlkna og kvenna sem og að styrkja konur í atvinnusköpun og atvinnuleit. Síðast en ekki síst þarf að styðja vel við innlend grasrótarsamtök og stjórnvöld og byggja upp styrk þeirra og getu. Það verður þörf fyrir mikinn stuðning í Suður-Súdan næstu áratugi. Reynsla UN Women sýnir hins vegar að vel skipulögð verkefni og samstarf við stjórnvöld og innlend grasrótarsamtök geta leitt til varanlegra umbóta.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar