Erlent

Facebook reisir netþjónabú í Svíþjóð

Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook. mynd/AFP
Sænska héraðsfréttablaðið Norrbottens Kuriren greinir frá því í dag að samskiptasíðan Facebook ætli að reisa netþjónabú í norður Svíþjóð.

Blaðið segir að netþjónabúið verði reist við norðurheimskautsbauginn og að samskiptasíðan vonist til að geta notað kalt loftið til að hjálpa til við kælingu netþjónanna.

Netþjónar eru drifkraftur vefsíðna eins og Facebook. Þeir eru miðpunktur allrar þjónustu samskiptasíðunnar og geyma allar upplýsingar sem birtast á samskiptasíðunni.

Talið er að samskiptasíðan hafi nú um 800 milljón notendur.

Búist er við tilkynningu frá talsmönnum Facebook á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×