Glíman við karlmennskuna 9. júní 2011 13:00 Flottir fýrar Karlmennirnir fjórir; þeir Jóhannes Haukur, Egill Ólafsson, Kjartan Guðjónsson og Jóhann G. Jóhannsson, ásamt leikstjóranum Gunnari Helgasyni fyrir framan Austurbæ. Gamanleikritið Alvöru menn verður frumsýnt 16. september.Fréttablaðið/Vilhelm Fjórir karlmenn halda af stað í ferðalag til Taílands vitandi að einn þeirra á eftir að reka einhvern af hinum þremur. Þannig hljómar söguþráðurinn í nýju verki sem sett verður upp í Austurbæ. „Ég er loksins búinn að landa stærri löxum en bróðir minn,“ segir Gunnar Helgason leikstjóri. Hann hefur fengið þá Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Guðjónsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson og sjálfan Egil Ólafsson til að leika aðalhlutverkin í gamanleikritinu Alvöru menn, sem frumsýnt verður í Austurbæ 16. september. Orð Gunnars eiga sér forsögu; bróðir hans Ásmundur Helgason komst í fréttirnar í vikunni fyrir veiðiskap sinn þegar hann krækti í fyrsta lax sumarsins í Norðurá. Verkið segir frá þremur mönnum sem fá að vita af því að einn þeirra verði hugsanlega rekinn. Yfirmaðurinn ákveður þó að bjóða þeim í ferð til Taílands og í kjölfarið þurfa þeir fara í gegnum það hvernig þeir hafa hagað sínu lífi. Kjartan leikur raðgiftingagaurinn sem drekkur of mikið, á fimm börn með sex konum og er með allt of hátt kólesteról. Jóhann G. er litla músin sem allir níðast á og Jóhannes Haukur leikur unga piparsveininn sem býr í þakíbúð við Skúlagötu og safnar fallegum hlutum; bílum og konum. „Þetta er mjög fyndið verk en það sem gefur því ákveðinn auka þyngdarpunkt er að það hefur alvarlegan undirtón, þessa sjálfskoðun sem mennirnir fara í,“ segir Gunnar og bætir því við að leikararnir fjórir nýti sér hvorki leikmuni né leikmynd þannig að þeir þurfi að bregða fyrir sig alls konar látbragðsleik. Gunnar kveðst vera feykilega ánægður með að hafa náð í þessa fjóra leikara, en þetta verður í fyrsta skipti í ansi langan tíma sem Egill Ólafsson stígur á fjalirnar. Verkið er eftir tvo Ástrala, þá Scott Rankin og Glynn Nicholas, og hyggst sá síðarnefndi koma til landsins og aðstoða við uppsetninguna. „Þetta er bara leikrit um glímu karlmannsins við karlmennskuna og þær árásir sem hún hefur orðið fyrir.“freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Fjórir karlmenn halda af stað í ferðalag til Taílands vitandi að einn þeirra á eftir að reka einhvern af hinum þremur. Þannig hljómar söguþráðurinn í nýju verki sem sett verður upp í Austurbæ. „Ég er loksins búinn að landa stærri löxum en bróðir minn,“ segir Gunnar Helgason leikstjóri. Hann hefur fengið þá Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Guðjónsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson og sjálfan Egil Ólafsson til að leika aðalhlutverkin í gamanleikritinu Alvöru menn, sem frumsýnt verður í Austurbæ 16. september. Orð Gunnars eiga sér forsögu; bróðir hans Ásmundur Helgason komst í fréttirnar í vikunni fyrir veiðiskap sinn þegar hann krækti í fyrsta lax sumarsins í Norðurá. Verkið segir frá þremur mönnum sem fá að vita af því að einn þeirra verði hugsanlega rekinn. Yfirmaðurinn ákveður þó að bjóða þeim í ferð til Taílands og í kjölfarið þurfa þeir fara í gegnum það hvernig þeir hafa hagað sínu lífi. Kjartan leikur raðgiftingagaurinn sem drekkur of mikið, á fimm börn með sex konum og er með allt of hátt kólesteról. Jóhann G. er litla músin sem allir níðast á og Jóhannes Haukur leikur unga piparsveininn sem býr í þakíbúð við Skúlagötu og safnar fallegum hlutum; bílum og konum. „Þetta er mjög fyndið verk en það sem gefur því ákveðinn auka þyngdarpunkt er að það hefur alvarlegan undirtón, þessa sjálfskoðun sem mennirnir fara í,“ segir Gunnar og bætir því við að leikararnir fjórir nýti sér hvorki leikmuni né leikmynd þannig að þeir þurfi að bregða fyrir sig alls konar látbragðsleik. Gunnar kveðst vera feykilega ánægður með að hafa náð í þessa fjóra leikara, en þetta verður í fyrsta skipti í ansi langan tíma sem Egill Ólafsson stígur á fjalirnar. Verkið er eftir tvo Ástrala, þá Scott Rankin og Glynn Nicholas, og hyggst sá síðarnefndi koma til landsins og aðstoða við uppsetninguna. „Þetta er bara leikrit um glímu karlmannsins við karlmennskuna og þær árásir sem hún hefur orðið fyrir.“freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira