Glíman við karlmennskuna 9. júní 2011 13:00 Flottir fýrar Karlmennirnir fjórir; þeir Jóhannes Haukur, Egill Ólafsson, Kjartan Guðjónsson og Jóhann G. Jóhannsson, ásamt leikstjóranum Gunnari Helgasyni fyrir framan Austurbæ. Gamanleikritið Alvöru menn verður frumsýnt 16. september.Fréttablaðið/Vilhelm Fjórir karlmenn halda af stað í ferðalag til Taílands vitandi að einn þeirra á eftir að reka einhvern af hinum þremur. Þannig hljómar söguþráðurinn í nýju verki sem sett verður upp í Austurbæ. „Ég er loksins búinn að landa stærri löxum en bróðir minn,“ segir Gunnar Helgason leikstjóri. Hann hefur fengið þá Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Guðjónsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson og sjálfan Egil Ólafsson til að leika aðalhlutverkin í gamanleikritinu Alvöru menn, sem frumsýnt verður í Austurbæ 16. september. Orð Gunnars eiga sér forsögu; bróðir hans Ásmundur Helgason komst í fréttirnar í vikunni fyrir veiðiskap sinn þegar hann krækti í fyrsta lax sumarsins í Norðurá. Verkið segir frá þremur mönnum sem fá að vita af því að einn þeirra verði hugsanlega rekinn. Yfirmaðurinn ákveður þó að bjóða þeim í ferð til Taílands og í kjölfarið þurfa þeir fara í gegnum það hvernig þeir hafa hagað sínu lífi. Kjartan leikur raðgiftingagaurinn sem drekkur of mikið, á fimm börn með sex konum og er með allt of hátt kólesteról. Jóhann G. er litla músin sem allir níðast á og Jóhannes Haukur leikur unga piparsveininn sem býr í þakíbúð við Skúlagötu og safnar fallegum hlutum; bílum og konum. „Þetta er mjög fyndið verk en það sem gefur því ákveðinn auka þyngdarpunkt er að það hefur alvarlegan undirtón, þessa sjálfskoðun sem mennirnir fara í,“ segir Gunnar og bætir því við að leikararnir fjórir nýti sér hvorki leikmuni né leikmynd þannig að þeir þurfi að bregða fyrir sig alls konar látbragðsleik. Gunnar kveðst vera feykilega ánægður með að hafa náð í þessa fjóra leikara, en þetta verður í fyrsta skipti í ansi langan tíma sem Egill Ólafsson stígur á fjalirnar. Verkið er eftir tvo Ástrala, þá Scott Rankin og Glynn Nicholas, og hyggst sá síðarnefndi koma til landsins og aðstoða við uppsetninguna. „Þetta er bara leikrit um glímu karlmannsins við karlmennskuna og þær árásir sem hún hefur orðið fyrir.“freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Fjórir karlmenn halda af stað í ferðalag til Taílands vitandi að einn þeirra á eftir að reka einhvern af hinum þremur. Þannig hljómar söguþráðurinn í nýju verki sem sett verður upp í Austurbæ. „Ég er loksins búinn að landa stærri löxum en bróðir minn,“ segir Gunnar Helgason leikstjóri. Hann hefur fengið þá Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Guðjónsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson og sjálfan Egil Ólafsson til að leika aðalhlutverkin í gamanleikritinu Alvöru menn, sem frumsýnt verður í Austurbæ 16. september. Orð Gunnars eiga sér forsögu; bróðir hans Ásmundur Helgason komst í fréttirnar í vikunni fyrir veiðiskap sinn þegar hann krækti í fyrsta lax sumarsins í Norðurá. Verkið segir frá þremur mönnum sem fá að vita af því að einn þeirra verði hugsanlega rekinn. Yfirmaðurinn ákveður þó að bjóða þeim í ferð til Taílands og í kjölfarið þurfa þeir fara í gegnum það hvernig þeir hafa hagað sínu lífi. Kjartan leikur raðgiftingagaurinn sem drekkur of mikið, á fimm börn með sex konum og er með allt of hátt kólesteról. Jóhann G. er litla músin sem allir níðast á og Jóhannes Haukur leikur unga piparsveininn sem býr í þakíbúð við Skúlagötu og safnar fallegum hlutum; bílum og konum. „Þetta er mjög fyndið verk en það sem gefur því ákveðinn auka þyngdarpunkt er að það hefur alvarlegan undirtón, þessa sjálfskoðun sem mennirnir fara í,“ segir Gunnar og bætir því við að leikararnir fjórir nýti sér hvorki leikmuni né leikmynd þannig að þeir þurfi að bregða fyrir sig alls konar látbragðsleik. Gunnar kveðst vera feykilega ánægður með að hafa náð í þessa fjóra leikara, en þetta verður í fyrsta skipti í ansi langan tíma sem Egill Ólafsson stígur á fjalirnar. Verkið er eftir tvo Ástrala, þá Scott Rankin og Glynn Nicholas, og hyggst sá síðarnefndi koma til landsins og aðstoða við uppsetninguna. „Þetta er bara leikrit um glímu karlmannsins við karlmennskuna og þær árásir sem hún hefur orðið fyrir.“freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira