Hannes hunsaður af gömlum kommúnistum 14. nóvember 2011 13:00 Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fær engin svör frá gömlum kommúnistum. „Ég bar þetta undir nokkra en fékk engin svör," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann hefur skrifað bókina „Íslenskir kommúnistar 1918–1998", en þar er talsvert fjallað um njósnir á Íslandi. Hannes bar nokkur atriði undir gamla kommúnista og þá sem við sögu koma í bókinni. Honum var aldrei svarað. Hannes rekur sögu íslenskra kommúnista í bók sinni, alveg frá því að Brynjólfur Bjarnason tók þátt í götuóeirðum í Kaupmannahöfn haustið 1918, og fram til þess að þau Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson þáðu boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998. Hannes segist einmitt hafa sent Svavari skilaboð þar sem hann vildi bera undir hann nokkur atriði; eins og fyrr, var Hannesi ekki svarað. En það má margt finna í bók Hannesar. Meðal annars að á Íslandi hafi allt verið krökkt af njósnurum á vegum Sovétríkjanna. Þannig skrifar Hannes um sérkennilega viðvörun sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk árið 1957, þar sem hann var varaður við meintum njósnara hér á landi. Aðspurður segir hann að Bjarna hafi borist viðvörun frá ótilgreindri bandarískri stofnun um að Karl Sepp, sem dvaldist um skeið á Íslandi og var kvæntur íslenskri konu, væri njósnari Sovétmanna. Hannes segist reyndar ekkert fleira hafa fundið um þennan dularfulla Karl annað en að hann hafi verið menntaður lögfræðingur og ræðismaður frá Eistlandi. „Þetta var hið dularfyllsta mál," segir Hannes en svo virðist sem Karl stígi jafn óvænt inn í söguna og aftur út, að lokum flutti hann til Suður-Ameríku. Hannes fer víða í yfirferð sinni um kommúnista á Íslandi. Hann segir nokkur atriði hafa komið sér á óvart. „Þannig kemur það á óvart hversu náin tengslin á milli íslenskra kommúnista við Sovétríkin voru," segir Hannes. Hannes varpar svo fram þeirri tilgátu í bók sinni að að Vasílíj Mítrokhín, sem var kunnur njósnari KGB, hafi séð um að færa Dagsbrún stóran styrk, upp á fimm þúsund sterlingspund, sem Sovétmenn veittu Dagsbrún skömmu fyrir mikil verkfallsátök í desember 1952, en þá hafi verið ætlunin að prófa hvernig gengi að rjúfa flutningsleiðir til og frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. „Það voru um hundraðföld verkamannalaun," útskýrir Hannes þegar hann setur upphæðina í almennara samhengi. Spurður hverskyns viðbrögð hann hafi fengið við bókinni svarar Hannes því til að þau séu í raun tvennskonar. „Ég hélt fyrirlestur hjá sagnfræðingafélaginu. Þar voru viðbrögðin tvíþætt. Annarsvegar að kommúnistar hér á landi hafi verið betri en annarstaðar. Þeir hafi aðallega drukkið kaffi saman og gerðu enga vonda hluti," segir Hannes og bætir við: „Svo er hitt sjónarmiðið, að kommúnistar hér á landi hafi átt í mun nánara samstarfi við Sovétríkin en áður var talið og að þeir hafi beinlínis gengið erinda eins grimmasta og blóðugasta einræðisríkis veraldar." Það er Almenna bókafélagið sem gefur bók Hannesar út. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Ég bar þetta undir nokkra en fékk engin svör," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann hefur skrifað bókina „Íslenskir kommúnistar 1918–1998", en þar er talsvert fjallað um njósnir á Íslandi. Hannes bar nokkur atriði undir gamla kommúnista og þá sem við sögu koma í bókinni. Honum var aldrei svarað. Hannes rekur sögu íslenskra kommúnista í bók sinni, alveg frá því að Brynjólfur Bjarnason tók þátt í götuóeirðum í Kaupmannahöfn haustið 1918, og fram til þess að þau Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson þáðu boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998. Hannes segist einmitt hafa sent Svavari skilaboð þar sem hann vildi bera undir hann nokkur atriði; eins og fyrr, var Hannesi ekki svarað. En það má margt finna í bók Hannesar. Meðal annars að á Íslandi hafi allt verið krökkt af njósnurum á vegum Sovétríkjanna. Þannig skrifar Hannes um sérkennilega viðvörun sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk árið 1957, þar sem hann var varaður við meintum njósnara hér á landi. Aðspurður segir hann að Bjarna hafi borist viðvörun frá ótilgreindri bandarískri stofnun um að Karl Sepp, sem dvaldist um skeið á Íslandi og var kvæntur íslenskri konu, væri njósnari Sovétmanna. Hannes segist reyndar ekkert fleira hafa fundið um þennan dularfulla Karl annað en að hann hafi verið menntaður lögfræðingur og ræðismaður frá Eistlandi. „Þetta var hið dularfyllsta mál," segir Hannes en svo virðist sem Karl stígi jafn óvænt inn í söguna og aftur út, að lokum flutti hann til Suður-Ameríku. Hannes fer víða í yfirferð sinni um kommúnista á Íslandi. Hann segir nokkur atriði hafa komið sér á óvart. „Þannig kemur það á óvart hversu náin tengslin á milli íslenskra kommúnista við Sovétríkin voru," segir Hannes. Hannes varpar svo fram þeirri tilgátu í bók sinni að að Vasílíj Mítrokhín, sem var kunnur njósnari KGB, hafi séð um að færa Dagsbrún stóran styrk, upp á fimm þúsund sterlingspund, sem Sovétmenn veittu Dagsbrún skömmu fyrir mikil verkfallsátök í desember 1952, en þá hafi verið ætlunin að prófa hvernig gengi að rjúfa flutningsleiðir til og frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. „Það voru um hundraðföld verkamannalaun," útskýrir Hannes þegar hann setur upphæðina í almennara samhengi. Spurður hverskyns viðbrögð hann hafi fengið við bókinni svarar Hannes því til að þau séu í raun tvennskonar. „Ég hélt fyrirlestur hjá sagnfræðingafélaginu. Þar voru viðbrögðin tvíþætt. Annarsvegar að kommúnistar hér á landi hafi verið betri en annarstaðar. Þeir hafi aðallega drukkið kaffi saman og gerðu enga vonda hluti," segir Hannes og bætir við: „Svo er hitt sjónarmiðið, að kommúnistar hér á landi hafi átt í mun nánara samstarfi við Sovétríkin en áður var talið og að þeir hafi beinlínis gengið erinda eins grimmasta og blóðugasta einræðisríkis veraldar." Það er Almenna bókafélagið sem gefur bók Hannesar út.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira