Keflvíkingurinn Jaquline Adamshick var valin maður leiksins en hún skoraði 17 stig, sendi 11 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Glæsileg þreföld tvenna þar á ferðinni.
Crystal Ann Boyd skoraði 28 stig fyrir Reykjanesið.
Hjá Landinu voru tveir leikmenn með 20 stig, Jaleesa Butler og Natasha Harris.
Í hálfleik fór svo fram þriggja stiga keppni þar sem Haukastúlkan Kathleen Snodgrass fír með sigur af hólmi. Þá fór einnig fram parakeppni í fyrsta sinn þar sem Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi, þau Jóhann Ólafsson og Berglind Magnúsdóttir.

