Meiri peningar settir í stjórnlagaþing en vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 30. janúar 2011 18:45 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Kostnaður við stjórnlagaþing stefnir í að verða talsvert meiri en sem nemur allri nýrri vegagerð sem boðin hefur verið út í landinu frá því ákveðið var að efna til stjórnlagaþings. Kosningarnar til stjórnlagaþingsins, sem úrskurðaðar voru ólögmætar, hafa þegar kostað skattborgara hartnær 300 milljónir króna. Ef við bætist þinghaldið sjálft, sem og aðrar kosningar, er áætlað að heildarkostnaður fari yfir 800 milljónir króna. Athyglisvert er að bera þessar fjárhæðir saman við þær nýframkvæmdir í vegagerð sem stjórnvöld hafa hrint af stað frá því lög um stjórnlagaþing voru sett síðastliðið sumar. Nýjasta útboðið var stuttur kafli á Vestfjarðavegi nú í janúar fyrir 116 milljónir króna. Hin útboðin hafa verið brúarsmíði á Jökuldal fyrir 81 milljón króna, vegtenging við Mógilsá fyrir 13 milljónir króna, lokakafli Suðurstrandarvegar fyrir 242 milljónir króna, rannsóknarboranir á Vaðlaheiði fyrir 40 milljónir króna og í fyrrasumar var boðin út ræsagerð í Flóa fyrir 16 milljónir króna. Alls hafa verið boðin út frá því í fyrrasumar sex verkefni upp á liðlega 500 milljónir króna, sem er talsvert lægri fjárhæð en þær 800 milljónir sem stefnir í að fari í stjórnlagaþingið. Þessi samanburður gefur vísbendingu um breyttar áherslur. Áður þótti það helsta kappsmál þingmanna að stuðla að vegarbótum. Nú eru verklegar framkvæmdir í lágmarki en umbætur á stjórnlögum settar í forgang. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Kostnaður við stjórnlagaþing stefnir í að verða talsvert meiri en sem nemur allri nýrri vegagerð sem boðin hefur verið út í landinu frá því ákveðið var að efna til stjórnlagaþings. Kosningarnar til stjórnlagaþingsins, sem úrskurðaðar voru ólögmætar, hafa þegar kostað skattborgara hartnær 300 milljónir króna. Ef við bætist þinghaldið sjálft, sem og aðrar kosningar, er áætlað að heildarkostnaður fari yfir 800 milljónir króna. Athyglisvert er að bera þessar fjárhæðir saman við þær nýframkvæmdir í vegagerð sem stjórnvöld hafa hrint af stað frá því lög um stjórnlagaþing voru sett síðastliðið sumar. Nýjasta útboðið var stuttur kafli á Vestfjarðavegi nú í janúar fyrir 116 milljónir króna. Hin útboðin hafa verið brúarsmíði á Jökuldal fyrir 81 milljón króna, vegtenging við Mógilsá fyrir 13 milljónir króna, lokakafli Suðurstrandarvegar fyrir 242 milljónir króna, rannsóknarboranir á Vaðlaheiði fyrir 40 milljónir króna og í fyrrasumar var boðin út ræsagerð í Flóa fyrir 16 milljónir króna. Alls hafa verið boðin út frá því í fyrrasumar sex verkefni upp á liðlega 500 milljónir króna, sem er talsvert lægri fjárhæð en þær 800 milljónir sem stefnir í að fari í stjórnlagaþingið. Þessi samanburður gefur vísbendingu um breyttar áherslur. Áður þótti það helsta kappsmál þingmanna að stuðla að vegarbótum. Nú eru verklegar framkvæmdir í lágmarki en umbætur á stjórnlögum settar í forgang.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira