Skerðing á þjónustu Strætó staðfest í borgarráði 20. janúar 2011 10:25 „Fyrsta skref meirihluta Besta flokks og Samfylkingar í átt að eflingu almenningssamgangna er að skerða þjónustu Strætó bs,“ segir Sóley Tómasdóttir Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar felldi tillögu Vinstri grænna um að koma í veg fyrir þjónustuskerðingu Strætó bs á borgarráðsfundi í dag þrátt fyrir að allmargir fulltrúar Besta flokksins, þar með talinn borgarstjórinn sjálfur hefðu fullyrt að þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja óbreytta þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sóley Tómasdóttir hefur sent frá sér. Á fundi borgarráðs lagði hún fram eftirfarandi bókun: „Fyrsta skref meirihluta Besta flokks og Samfylkingar í átt að eflingu almenningssamgangna er að skerða þjónustu Strætó bs. Ákvörðunin er í beinni andstöðu við stefnu Umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar sem fer með stefnumótunarhlutverk í málaflokknum og rýrir því ekki aðeins trúverðugleika flokkanna tveggja, heldur einnig stjórnkerfis borgarinnar og hlutverk fagráða. Sérstaklega veikir þessi afgreiðsla trúverðugleika borgarráðsfulltrúa Besta flokksins sem hafa látið til sín taka með róttækum hætti í aðgerðum vegna eignarhalds á auðlindum og orkufyrirtækjum en treysta sér ekki til að grípa til aðgerða þegar þeir eru í aðstæðum til að breyta. Þjónustuskerðing hjá Strætó mun hafa umtalsverð áhrif á fjárhag, umhverfi og möguleika borgarbúa til virkrar þátttöku í samfélaginu og er það miður að meirihlutinn skuli ekki hafa dug í sér til að koma í veg fyrir þau." Á sama fundi lögðu borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks fram tillögu um að Innri endurskoðun gerði úttekt á þeim vinnubrögðum sem leiddu til skerðingarinnar, enda kannast fulltrúar meirihlutans ekki við að hafa staðið að henni auk þess sem henni sést hvergi staður í fundagerðum stjórnar SSH sem er hinn formlegi vettvangur til slíkrar ákvarðanatöku. Tillagan fylgir hér að neðan: „Ekki hafa fengist nein svör við því hvar ákvörðun um hagræðingu hjá Strætó bs var tekin. Borgarstjóri og formaður borgarráðs segjast ekki hafa komið að ákvörðuninni og henni sést hvergi staður í fundargerðum stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem hún varð að veruleika þrátt fyrir sameiginlega bókun alls umhverfis- og samgönguráðs um að ákvörðunin skyldi tekin til baka. Þar sem þetta fyrirkomulag og þessi óljósu svör samræmast í engu sjálfsagðri kröfu um gagnsæi og rekjanleika ákvarðana leggja borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks til að óskað verði eftir úttekt innri endurskoðunar á þessu afmarkaða máli sem og boðleiðum milli sveitarfélaga, fagráða og fyrirtækisins og leggi niðurstöður sínar fyrir borgarráð hið fyrsta." Tengdar fréttir Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11 „Of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga“ „Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. 17. janúar 2011 16:04 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira
Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar felldi tillögu Vinstri grænna um að koma í veg fyrir þjónustuskerðingu Strætó bs á borgarráðsfundi í dag þrátt fyrir að allmargir fulltrúar Besta flokksins, þar með talinn borgarstjórinn sjálfur hefðu fullyrt að þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja óbreytta þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sóley Tómasdóttir hefur sent frá sér. Á fundi borgarráðs lagði hún fram eftirfarandi bókun: „Fyrsta skref meirihluta Besta flokks og Samfylkingar í átt að eflingu almenningssamgangna er að skerða þjónustu Strætó bs. Ákvörðunin er í beinni andstöðu við stefnu Umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar sem fer með stefnumótunarhlutverk í málaflokknum og rýrir því ekki aðeins trúverðugleika flokkanna tveggja, heldur einnig stjórnkerfis borgarinnar og hlutverk fagráða. Sérstaklega veikir þessi afgreiðsla trúverðugleika borgarráðsfulltrúa Besta flokksins sem hafa látið til sín taka með róttækum hætti í aðgerðum vegna eignarhalds á auðlindum og orkufyrirtækjum en treysta sér ekki til að grípa til aðgerða þegar þeir eru í aðstæðum til að breyta. Þjónustuskerðing hjá Strætó mun hafa umtalsverð áhrif á fjárhag, umhverfi og möguleika borgarbúa til virkrar þátttöku í samfélaginu og er það miður að meirihlutinn skuli ekki hafa dug í sér til að koma í veg fyrir þau." Á sama fundi lögðu borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks fram tillögu um að Innri endurskoðun gerði úttekt á þeim vinnubrögðum sem leiddu til skerðingarinnar, enda kannast fulltrúar meirihlutans ekki við að hafa staðið að henni auk þess sem henni sést hvergi staður í fundagerðum stjórnar SSH sem er hinn formlegi vettvangur til slíkrar ákvarðanatöku. Tillagan fylgir hér að neðan: „Ekki hafa fengist nein svör við því hvar ákvörðun um hagræðingu hjá Strætó bs var tekin. Borgarstjóri og formaður borgarráðs segjast ekki hafa komið að ákvörðuninni og henni sést hvergi staður í fundargerðum stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem hún varð að veruleika þrátt fyrir sameiginlega bókun alls umhverfis- og samgönguráðs um að ákvörðunin skyldi tekin til baka. Þar sem þetta fyrirkomulag og þessi óljósu svör samræmast í engu sjálfsagðri kröfu um gagnsæi og rekjanleika ákvarðana leggja borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks til að óskað verði eftir úttekt innri endurskoðunar á þessu afmarkaða máli sem og boðleiðum milli sveitarfélaga, fagráða og fyrirtækisins og leggi niðurstöður sínar fyrir borgarráð hið fyrsta."
Tengdar fréttir Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11 „Of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga“ „Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. 17. janúar 2011 16:04 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira
Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11
„Of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga“ „Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. 17. janúar 2011 16:04