Innlent

Björguðu togara sem var að slitna frá bryggju

Björgunarsveitin á Dalvík hefur haft í nægu að snúast í gær og dag. Hún hefur komið heilbrigðistarfsmönnum til vinnu, aðstoðað togara sem var að slitna frá bryggju, dregið upp fjöldann allann af bílum og verið í alhliðabrasi í allann dag.

Á fjórða tug hjálparbeiðna hefur borist enda veður snælduvitlaust á Dalvík og sér ekki á milli húsa. Skaflar eru 3-4 metrar á hæð á götum og allar götur kolófærar.

Í hádeginu stendur svo til að keyra skólabörnum heim og koma mat í stofnanirnar hérna. Samherji hf bauð svo sveitinni í heild sinni í hádegismat í stund á milli stríða.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×