Lögmaður Eiðs: Siðlaus blaðamennska 7. janúar 2011 11:10 Heiðrún Lind segir umfjöllun DV vera árás í einkalíf Eiðs Smára Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns í meiðyrðamáli hans gegn blaðamanni og ritstjórum DV, mótmælir þeim málflutningi DV-manna að umfjöllun um fjármál Eiðs Smára eigi fullt erindi við almenning á sama hátt og fjármál einstaklinga sem tengjast efnahagshruninu. Heiðrún Lind segir Eið Smára ekkert tengdan hruninu og að opinber umfjöllun um fjármál hans sé innrás í einkalífið. „Þetta er siðlaus blaðamennska," sagði Heiðrún Lind við aðalmeðferð málsins sem nú stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður DV sem skrifaði um fjármál Eiðs Smára í blaðið, skoraði á Eið að leggja fram gögn sem sýndu fram á að fréttaflutningurinn hafi ekki verið réttur. Eiður varð ekki við þeirri áskorun og sagði Heiðrún Lind að sannleiksgildi fréttanna skipti engu í þessu samhengi. Aðalatriðið væri friðhelgi einkalífs Eiðs Smára. Lögmaður Reynis Traustasonar og Jóns Trausta Reynissonar er Gunnar Ingi Jóhannesson. Hann hafði óskað eftir því að Eiður Smári gæfi skýrslu við aðalmeðferðina og til stóð að hann gæfi skýrslu í gegn um síma. Fallið var frá því í morgun. Gunnar Ingi segir í samtali við blaðamann Vísis að þetta hafi verið gert án nokkurra skýringa. Við skýrslutökuna hafði hann ætlað að spyrja Eið Smára um sannleiksgildi fréttanna en fékk ekki tækifæri til þess. Eiður Smári fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur frá blaðamanni og ritstjórum DV. Aðalmeðferðin stendur enn yfir. Tengdar fréttir Eiður Smári bar ekki vitni Ekkert varð úr því að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður bæri vitni símleiðis við aðalmeðferð meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað á hendur blaðamanni og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Ingi F. Vilhjálmsson blaðamaður hafði skorað á Eið að bera vitni í málinu og til stóð að hann bæri bæri vitni símleiðis frá Englandi þar sem hann er búsettur. 7. janúar 2011 10:07 Vill að Eiður Smári leggi fram sönnunargögn Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skorar á Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnumann, að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. 29. desember 2010 15:23 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns í meiðyrðamáli hans gegn blaðamanni og ritstjórum DV, mótmælir þeim málflutningi DV-manna að umfjöllun um fjármál Eiðs Smára eigi fullt erindi við almenning á sama hátt og fjármál einstaklinga sem tengjast efnahagshruninu. Heiðrún Lind segir Eið Smára ekkert tengdan hruninu og að opinber umfjöllun um fjármál hans sé innrás í einkalífið. „Þetta er siðlaus blaðamennska," sagði Heiðrún Lind við aðalmeðferð málsins sem nú stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður DV sem skrifaði um fjármál Eiðs Smára í blaðið, skoraði á Eið að leggja fram gögn sem sýndu fram á að fréttaflutningurinn hafi ekki verið réttur. Eiður varð ekki við þeirri áskorun og sagði Heiðrún Lind að sannleiksgildi fréttanna skipti engu í þessu samhengi. Aðalatriðið væri friðhelgi einkalífs Eiðs Smára. Lögmaður Reynis Traustasonar og Jóns Trausta Reynissonar er Gunnar Ingi Jóhannesson. Hann hafði óskað eftir því að Eiður Smári gæfi skýrslu við aðalmeðferðina og til stóð að hann gæfi skýrslu í gegn um síma. Fallið var frá því í morgun. Gunnar Ingi segir í samtali við blaðamann Vísis að þetta hafi verið gert án nokkurra skýringa. Við skýrslutökuna hafði hann ætlað að spyrja Eið Smára um sannleiksgildi fréttanna en fékk ekki tækifæri til þess. Eiður Smári fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur frá blaðamanni og ritstjórum DV. Aðalmeðferðin stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Eiður Smári bar ekki vitni Ekkert varð úr því að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður bæri vitni símleiðis við aðalmeðferð meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað á hendur blaðamanni og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Ingi F. Vilhjálmsson blaðamaður hafði skorað á Eið að bera vitni í málinu og til stóð að hann bæri bæri vitni símleiðis frá Englandi þar sem hann er búsettur. 7. janúar 2011 10:07 Vill að Eiður Smári leggi fram sönnunargögn Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skorar á Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnumann, að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. 29. desember 2010 15:23 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Sjá meira
Eiður Smári bar ekki vitni Ekkert varð úr því að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður bæri vitni símleiðis við aðalmeðferð meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað á hendur blaðamanni og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Ingi F. Vilhjálmsson blaðamaður hafði skorað á Eið að bera vitni í málinu og til stóð að hann bæri bæri vitni símleiðis frá Englandi þar sem hann er búsettur. 7. janúar 2011 10:07
Vill að Eiður Smári leggi fram sönnunargögn Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skorar á Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnumann, að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. 29. desember 2010 15:23