Innlent

Veður að lægja á Suðurnesjum

Þakið rifnaði af fyrir hálfum mánuði og var ekki gengið frá því sem skyldi.
Þakið rifnaði af fyrir hálfum mánuði og var ekki gengið frá því sem skyldi.
Veðrið er að ganga niður á Suðurnesjunum og eftir eril morgunsins hefur lögreglan á svæðinu ekki þurft að fara í útkall í meira en klukkustund.

Um hádegisbilið virtist sem þak væri að losna af húsi við Austurgötuna en í ljós kom að sama þak hafði losnað af fyrir um hálfum mánuði en ekki verið gengið frá því sem skyldi. Þakið hélst á húsinu í þetta skiptið.

Loka þurfti Ægisgötunni í morgun vegna mikils sjógangs en hún hefur verið opnuð aftur. Ekki kom til þess að loka þyrfti fleiri götum eins og búist var við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×