Björgunarsveitir í aðgerðum víða um land vegna óveðurs 7. janúar 2011 06:40 Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í gærkvöldi til að hefta fok og til að aðstoða vegfarendur í vandræðum, en engin hefur slasast í óveðrinu, svo fréttastofunni sé kunnugt um. Tilkynnt var um fok á Seyðisfirði, í Grundarfirð, í Vestmannaeyjum, á Reyðarfirði á Egilsstöðum og á Húsavík. Rafmagnið fór líka af Húsavík, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og nálægum sveitum í gærkvöldi þegar raflínur slitnuðu undan ísingu. Rafmagn komst á aftur í nótt, en er skammtað. Tuttugu manna hópur starfsmanna Álversins á Reyðarfilrði lenti í erfiðleikum þegar hópurinn var á leið í rútu til vinnu í gærkvöldi. Hríðin var svo blind að ganga þurfti á undan rútunni til að vísa bílstjóranum til vegar. Lögreglumenn og björgunarsveitir hafa aðstoðað vegfarendur á og við Akureyri í alla nótt og er mikil ófærð þar um slóðir. Undir morgun fór að bæta i vind á Suðurlandi og voru björgunarsveitir kallaðr út á Selfossi og í Hveragerði og um sex leitið í morgun bárust þrjár tilkynningar um fok á höfuðborgarsvæðinu og sjógangur var upp á Sæbrautina. Skólahald fellur víða niður í dag á Norður og Norðausturlandi að minnsta kosti og er foreldrum bent á að hafa samband við skólana á hverjum stað. Nú er stórstreymt og getur því verið hætt við sjávarflóðum, einkum fyrir norðan, en ekki hafa boritst fregnir af því enn sem komið er. Þau fáu fiskiskip, sem enn eru á sjó, eru í vari inni á fjörðum fyrir austan og vestan. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í gærkvöldi til að hefta fok og til að aðstoða vegfarendur í vandræðum, en engin hefur slasast í óveðrinu, svo fréttastofunni sé kunnugt um. Tilkynnt var um fok á Seyðisfirði, í Grundarfirð, í Vestmannaeyjum, á Reyðarfirði á Egilsstöðum og á Húsavík. Rafmagnið fór líka af Húsavík, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og nálægum sveitum í gærkvöldi þegar raflínur slitnuðu undan ísingu. Rafmagn komst á aftur í nótt, en er skammtað. Tuttugu manna hópur starfsmanna Álversins á Reyðarfilrði lenti í erfiðleikum þegar hópurinn var á leið í rútu til vinnu í gærkvöldi. Hríðin var svo blind að ganga þurfti á undan rútunni til að vísa bílstjóranum til vegar. Lögreglumenn og björgunarsveitir hafa aðstoðað vegfarendur á og við Akureyri í alla nótt og er mikil ófærð þar um slóðir. Undir morgun fór að bæta i vind á Suðurlandi og voru björgunarsveitir kallaðr út á Selfossi og í Hveragerði og um sex leitið í morgun bárust þrjár tilkynningar um fok á höfuðborgarsvæðinu og sjógangur var upp á Sæbrautina. Skólahald fellur víða niður í dag á Norður og Norðausturlandi að minnsta kosti og er foreldrum bent á að hafa samband við skólana á hverjum stað. Nú er stórstreymt og getur því verið hætt við sjávarflóðum, einkum fyrir norðan, en ekki hafa boritst fregnir af því enn sem komið er. Þau fáu fiskiskip, sem enn eru á sjó, eru í vari inni á fjörðum fyrir austan og vestan.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira