Með kveðju til Barcelona Oddný Sturludóttir skrifar 10. desember 2011 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein um leikskólamál frá Barcelona, sem birtist í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar sakar hún borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík um stefnuleysi í leikskólamálum. En hún gleymir að minnast á sína eigin stefnu. Ég mun því rifja hana upp ásamt því að fara yfir stefnu Samfylkingarinnar og Besta flokksins. Það er skýr pólitískur munur á stefnu flokkanna í leikskólamálum. Núverandi meirihluti hefur hagrætt verulega lítið í leikskólum borgarinnar síðan hann tók við vorið 2010 og vill kappkosta að tryggja börnum á öðru aldursári leikskóladvöl með síauknum framlögum til leikskólanna. Í formannstíð Þorbjargar Helgu í leikskólaráði var hagrætt verulega mikið á leikskólasviði, eða um rúm 12% á tveimur árum. Síðan nýr meirihluti tók við hefur hagræðingin verið rúmlega 2%. Einnig er rangt sem kemur fram í greininni, að fjármagn til fæðis leikskólabarna sé að lækka. Hið rétta er að það verður 18% hærra á næsta ári en kemur fram í greininni, eins er aukið fjármagn til leikskólanna vegna afleysinga, starfsþróunar og samstarfsverkefna og fleiri þátta. Ólíkar og ódýrar lausnir Þorbjargar HelguEftir kosningar hefur Þorbjörg Helga aðallega haldið uppi gagnrýni á þá stefnu okkar að tryggja stórum árgöngum leikskólapláss. Heldur hefði hún viljað að borgin legði áherslu á „ólíkar og ódýrar lausnir“ svo gripið sé niður í ársgamlar bókanir. Þar segir orðrétt: „Að lokum telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins það vera ranga nálgun, nú þegar að fjölgun yngstu barna er gríðarlega mikil, að afnema þjónustutryggingu, sem þann kost að styðja foreldra í að finna sér sjálf úrræði fyrir yngstu börnin. Að auki telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að umræðu skorti, áþreifanlega, bæði í menntaráði og við foreldra og kennara um ólíkar og ódýrari lausnir við að leysa aukna kröfu um miklu meiri þörf á þjónustu við yngstu börnin.“ Og í umræðum í borgarstjórn var þessum orðum fleygt: „Það er vonandi að borgin geti mætt öllum börnum sem þurfa leikskólapláss haustið 2011 en fullyrða má að þessar ákvarðanir, að þetta sé trygging á leikskólapláss, sé bæði dýrasta leiðin sem hægt er að fara til að þjónusta þessi börn og sú erfiðasta.“ Dýrt og erfitt, já. En gerlegt.Svo mörg voru þau orð. Gefumst upp við fjölgun leikskólaplássa og borgum frekar foreldrum 20.000 króna heimgreiðslu á mánuði svo þeir geti reddað sér sjálfir. Til allrar hamingju fyrir reykvíska foreldra komst Sjálfstæðisflokkur ekki í meirihluta vorið 2010. Við höfum nú tryggt leikskólapláss fyrir stærstu árganga sem fæðst hafa í Reykjavík, það var flókið og kostnaðarsamt og ekkert verkefni hefur fengið jafnmikla athygli hjá okkur í borgarstjórn á árinu. En það er okkar stefna í leikskólamálum og það var þess virði. Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks er hins vegar sú að börn geti rétt eins hafið leikskólagöngu á þriðja aldursári og foreldrar geti brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu með 20.000 króna heimgreiðslu. Það er líka stefna okkar að reyna eins og kostur er að hagræða í miðlægri stjórnsýslu, með endurskipulagningu í yfirstjórn, betri nýtingu húsnæðis og stjórnkerfisbreytingum. Þorbjörg Helga gerir lítið úr þeirri hagræðingu sem náðst hefur með þessu móti og það er sérkennilegt. Vissulega erum við að hagræða minna en hún sjálf gerði, en það er líka okkar stefna að verja skólastarf eins og kostur er. Við erum nú að uppskera eins og sáð var til, við höfum skapað fjárhagslegt svigrúm með sameiningum og betri nýtingu húsnæðis sem er nauðsynlegt til að halda úti góðu og metnaðarfullu skólastarfi – og fjölga leikskólaplássum verulega. Skarpar línurSjálfstæðisflokkurinn hefur eina stefnu mjög skýra, lækkun skatta. Gott og vel. En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef ekki á að fara þá leið að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli borgarbúa með fullnýtingu útsvars þá verður að grípa til meiri niðurskurðar og meiri gjaldskrárhækkana. Enda hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir margoft sagt að það sé miklu, miklu meira hægt að sækja með niðurskurði inn í borgarkerfið. Aldrei hefur hún reyndar sagt nákvæmlega hvar þá miklu sjóði er að finna sem hægt er að skera niður, en sannfærð er hún um tilvist þeirra. Okkar pólitíkÞað er jákvætt að hafa skarpar línur milli stjórnmálaflokka í borgarmálum. Leikskólamál eru rammpólitískt viðfangsefni. Þau snúast um að mæta raunverulegum þörfum fjölskyldna og barna og að hafa kjark til að forgangsraða í þágu þeirra. Og það er okkar pólitík. Ef Þorbjörg Helga þarf einhverjar frekari skýringar á forgangsröðun okkar sem erum við stjórnvölinn í Reykjavík er henni velkomið að hringja í mig frá Barcelona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein um leikskólamál frá Barcelona, sem birtist í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar sakar hún borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík um stefnuleysi í leikskólamálum. En hún gleymir að minnast á sína eigin stefnu. Ég mun því rifja hana upp ásamt því að fara yfir stefnu Samfylkingarinnar og Besta flokksins. Það er skýr pólitískur munur á stefnu flokkanna í leikskólamálum. Núverandi meirihluti hefur hagrætt verulega lítið í leikskólum borgarinnar síðan hann tók við vorið 2010 og vill kappkosta að tryggja börnum á öðru aldursári leikskóladvöl með síauknum framlögum til leikskólanna. Í formannstíð Þorbjargar Helgu í leikskólaráði var hagrætt verulega mikið á leikskólasviði, eða um rúm 12% á tveimur árum. Síðan nýr meirihluti tók við hefur hagræðingin verið rúmlega 2%. Einnig er rangt sem kemur fram í greininni, að fjármagn til fæðis leikskólabarna sé að lækka. Hið rétta er að það verður 18% hærra á næsta ári en kemur fram í greininni, eins er aukið fjármagn til leikskólanna vegna afleysinga, starfsþróunar og samstarfsverkefna og fleiri þátta. Ólíkar og ódýrar lausnir Þorbjargar HelguEftir kosningar hefur Þorbjörg Helga aðallega haldið uppi gagnrýni á þá stefnu okkar að tryggja stórum árgöngum leikskólapláss. Heldur hefði hún viljað að borgin legði áherslu á „ólíkar og ódýrar lausnir“ svo gripið sé niður í ársgamlar bókanir. Þar segir orðrétt: „Að lokum telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins það vera ranga nálgun, nú þegar að fjölgun yngstu barna er gríðarlega mikil, að afnema þjónustutryggingu, sem þann kost að styðja foreldra í að finna sér sjálf úrræði fyrir yngstu börnin. Að auki telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að umræðu skorti, áþreifanlega, bæði í menntaráði og við foreldra og kennara um ólíkar og ódýrari lausnir við að leysa aukna kröfu um miklu meiri þörf á þjónustu við yngstu börnin.“ Og í umræðum í borgarstjórn var þessum orðum fleygt: „Það er vonandi að borgin geti mætt öllum börnum sem þurfa leikskólapláss haustið 2011 en fullyrða má að þessar ákvarðanir, að þetta sé trygging á leikskólapláss, sé bæði dýrasta leiðin sem hægt er að fara til að þjónusta þessi börn og sú erfiðasta.“ Dýrt og erfitt, já. En gerlegt.Svo mörg voru þau orð. Gefumst upp við fjölgun leikskólaplássa og borgum frekar foreldrum 20.000 króna heimgreiðslu á mánuði svo þeir geti reddað sér sjálfir. Til allrar hamingju fyrir reykvíska foreldra komst Sjálfstæðisflokkur ekki í meirihluta vorið 2010. Við höfum nú tryggt leikskólapláss fyrir stærstu árganga sem fæðst hafa í Reykjavík, það var flókið og kostnaðarsamt og ekkert verkefni hefur fengið jafnmikla athygli hjá okkur í borgarstjórn á árinu. En það er okkar stefna í leikskólamálum og það var þess virði. Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks er hins vegar sú að börn geti rétt eins hafið leikskólagöngu á þriðja aldursári og foreldrar geti brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu með 20.000 króna heimgreiðslu. Það er líka stefna okkar að reyna eins og kostur er að hagræða í miðlægri stjórnsýslu, með endurskipulagningu í yfirstjórn, betri nýtingu húsnæðis og stjórnkerfisbreytingum. Þorbjörg Helga gerir lítið úr þeirri hagræðingu sem náðst hefur með þessu móti og það er sérkennilegt. Vissulega erum við að hagræða minna en hún sjálf gerði, en það er líka okkar stefna að verja skólastarf eins og kostur er. Við erum nú að uppskera eins og sáð var til, við höfum skapað fjárhagslegt svigrúm með sameiningum og betri nýtingu húsnæðis sem er nauðsynlegt til að halda úti góðu og metnaðarfullu skólastarfi – og fjölga leikskólaplássum verulega. Skarpar línurSjálfstæðisflokkurinn hefur eina stefnu mjög skýra, lækkun skatta. Gott og vel. En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef ekki á að fara þá leið að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli borgarbúa með fullnýtingu útsvars þá verður að grípa til meiri niðurskurðar og meiri gjaldskrárhækkana. Enda hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir margoft sagt að það sé miklu, miklu meira hægt að sækja með niðurskurði inn í borgarkerfið. Aldrei hefur hún reyndar sagt nákvæmlega hvar þá miklu sjóði er að finna sem hægt er að skera niður, en sannfærð er hún um tilvist þeirra. Okkar pólitíkÞað er jákvætt að hafa skarpar línur milli stjórnmálaflokka í borgarmálum. Leikskólamál eru rammpólitískt viðfangsefni. Þau snúast um að mæta raunverulegum þörfum fjölskyldna og barna og að hafa kjark til að forgangsraða í þágu þeirra. Og það er okkar pólitík. Ef Þorbjörg Helga þarf einhverjar frekari skýringar á forgangsröðun okkar sem erum við stjórnvölinn í Reykjavík er henni velkomið að hringja í mig frá Barcelona.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar