Með kveðju til Barcelona Oddný Sturludóttir skrifar 10. desember 2011 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein um leikskólamál frá Barcelona, sem birtist í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar sakar hún borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík um stefnuleysi í leikskólamálum. En hún gleymir að minnast á sína eigin stefnu. Ég mun því rifja hana upp ásamt því að fara yfir stefnu Samfylkingarinnar og Besta flokksins. Það er skýr pólitískur munur á stefnu flokkanna í leikskólamálum. Núverandi meirihluti hefur hagrætt verulega lítið í leikskólum borgarinnar síðan hann tók við vorið 2010 og vill kappkosta að tryggja börnum á öðru aldursári leikskóladvöl með síauknum framlögum til leikskólanna. Í formannstíð Þorbjargar Helgu í leikskólaráði var hagrætt verulega mikið á leikskólasviði, eða um rúm 12% á tveimur árum. Síðan nýr meirihluti tók við hefur hagræðingin verið rúmlega 2%. Einnig er rangt sem kemur fram í greininni, að fjármagn til fæðis leikskólabarna sé að lækka. Hið rétta er að það verður 18% hærra á næsta ári en kemur fram í greininni, eins er aukið fjármagn til leikskólanna vegna afleysinga, starfsþróunar og samstarfsverkefna og fleiri þátta. Ólíkar og ódýrar lausnir Þorbjargar HelguEftir kosningar hefur Þorbjörg Helga aðallega haldið uppi gagnrýni á þá stefnu okkar að tryggja stórum árgöngum leikskólapláss. Heldur hefði hún viljað að borgin legði áherslu á „ólíkar og ódýrar lausnir“ svo gripið sé niður í ársgamlar bókanir. Þar segir orðrétt: „Að lokum telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins það vera ranga nálgun, nú þegar að fjölgun yngstu barna er gríðarlega mikil, að afnema þjónustutryggingu, sem þann kost að styðja foreldra í að finna sér sjálf úrræði fyrir yngstu börnin. Að auki telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að umræðu skorti, áþreifanlega, bæði í menntaráði og við foreldra og kennara um ólíkar og ódýrari lausnir við að leysa aukna kröfu um miklu meiri þörf á þjónustu við yngstu börnin.“ Og í umræðum í borgarstjórn var þessum orðum fleygt: „Það er vonandi að borgin geti mætt öllum börnum sem þurfa leikskólapláss haustið 2011 en fullyrða má að þessar ákvarðanir, að þetta sé trygging á leikskólapláss, sé bæði dýrasta leiðin sem hægt er að fara til að þjónusta þessi börn og sú erfiðasta.“ Dýrt og erfitt, já. En gerlegt.Svo mörg voru þau orð. Gefumst upp við fjölgun leikskólaplássa og borgum frekar foreldrum 20.000 króna heimgreiðslu á mánuði svo þeir geti reddað sér sjálfir. Til allrar hamingju fyrir reykvíska foreldra komst Sjálfstæðisflokkur ekki í meirihluta vorið 2010. Við höfum nú tryggt leikskólapláss fyrir stærstu árganga sem fæðst hafa í Reykjavík, það var flókið og kostnaðarsamt og ekkert verkefni hefur fengið jafnmikla athygli hjá okkur í borgarstjórn á árinu. En það er okkar stefna í leikskólamálum og það var þess virði. Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks er hins vegar sú að börn geti rétt eins hafið leikskólagöngu á þriðja aldursári og foreldrar geti brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu með 20.000 króna heimgreiðslu. Það er líka stefna okkar að reyna eins og kostur er að hagræða í miðlægri stjórnsýslu, með endurskipulagningu í yfirstjórn, betri nýtingu húsnæðis og stjórnkerfisbreytingum. Þorbjörg Helga gerir lítið úr þeirri hagræðingu sem náðst hefur með þessu móti og það er sérkennilegt. Vissulega erum við að hagræða minna en hún sjálf gerði, en það er líka okkar stefna að verja skólastarf eins og kostur er. Við erum nú að uppskera eins og sáð var til, við höfum skapað fjárhagslegt svigrúm með sameiningum og betri nýtingu húsnæðis sem er nauðsynlegt til að halda úti góðu og metnaðarfullu skólastarfi – og fjölga leikskólaplássum verulega. Skarpar línurSjálfstæðisflokkurinn hefur eina stefnu mjög skýra, lækkun skatta. Gott og vel. En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef ekki á að fara þá leið að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli borgarbúa með fullnýtingu útsvars þá verður að grípa til meiri niðurskurðar og meiri gjaldskrárhækkana. Enda hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir margoft sagt að það sé miklu, miklu meira hægt að sækja með niðurskurði inn í borgarkerfið. Aldrei hefur hún reyndar sagt nákvæmlega hvar þá miklu sjóði er að finna sem hægt er að skera niður, en sannfærð er hún um tilvist þeirra. Okkar pólitíkÞað er jákvætt að hafa skarpar línur milli stjórnmálaflokka í borgarmálum. Leikskólamál eru rammpólitískt viðfangsefni. Þau snúast um að mæta raunverulegum þörfum fjölskyldna og barna og að hafa kjark til að forgangsraða í þágu þeirra. Og það er okkar pólitík. Ef Þorbjörg Helga þarf einhverjar frekari skýringar á forgangsröðun okkar sem erum við stjórnvölinn í Reykjavík er henni velkomið að hringja í mig frá Barcelona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein um leikskólamál frá Barcelona, sem birtist í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar sakar hún borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík um stefnuleysi í leikskólamálum. En hún gleymir að minnast á sína eigin stefnu. Ég mun því rifja hana upp ásamt því að fara yfir stefnu Samfylkingarinnar og Besta flokksins. Það er skýr pólitískur munur á stefnu flokkanna í leikskólamálum. Núverandi meirihluti hefur hagrætt verulega lítið í leikskólum borgarinnar síðan hann tók við vorið 2010 og vill kappkosta að tryggja börnum á öðru aldursári leikskóladvöl með síauknum framlögum til leikskólanna. Í formannstíð Þorbjargar Helgu í leikskólaráði var hagrætt verulega mikið á leikskólasviði, eða um rúm 12% á tveimur árum. Síðan nýr meirihluti tók við hefur hagræðingin verið rúmlega 2%. Einnig er rangt sem kemur fram í greininni, að fjármagn til fæðis leikskólabarna sé að lækka. Hið rétta er að það verður 18% hærra á næsta ári en kemur fram í greininni, eins er aukið fjármagn til leikskólanna vegna afleysinga, starfsþróunar og samstarfsverkefna og fleiri þátta. Ólíkar og ódýrar lausnir Þorbjargar HelguEftir kosningar hefur Þorbjörg Helga aðallega haldið uppi gagnrýni á þá stefnu okkar að tryggja stórum árgöngum leikskólapláss. Heldur hefði hún viljað að borgin legði áherslu á „ólíkar og ódýrar lausnir“ svo gripið sé niður í ársgamlar bókanir. Þar segir orðrétt: „Að lokum telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins það vera ranga nálgun, nú þegar að fjölgun yngstu barna er gríðarlega mikil, að afnema þjónustutryggingu, sem þann kost að styðja foreldra í að finna sér sjálf úrræði fyrir yngstu börnin. Að auki telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að umræðu skorti, áþreifanlega, bæði í menntaráði og við foreldra og kennara um ólíkar og ódýrari lausnir við að leysa aukna kröfu um miklu meiri þörf á þjónustu við yngstu börnin.“ Og í umræðum í borgarstjórn var þessum orðum fleygt: „Það er vonandi að borgin geti mætt öllum börnum sem þurfa leikskólapláss haustið 2011 en fullyrða má að þessar ákvarðanir, að þetta sé trygging á leikskólapláss, sé bæði dýrasta leiðin sem hægt er að fara til að þjónusta þessi börn og sú erfiðasta.“ Dýrt og erfitt, já. En gerlegt.Svo mörg voru þau orð. Gefumst upp við fjölgun leikskólaplássa og borgum frekar foreldrum 20.000 króna heimgreiðslu á mánuði svo þeir geti reddað sér sjálfir. Til allrar hamingju fyrir reykvíska foreldra komst Sjálfstæðisflokkur ekki í meirihluta vorið 2010. Við höfum nú tryggt leikskólapláss fyrir stærstu árganga sem fæðst hafa í Reykjavík, það var flókið og kostnaðarsamt og ekkert verkefni hefur fengið jafnmikla athygli hjá okkur í borgarstjórn á árinu. En það er okkar stefna í leikskólamálum og það var þess virði. Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks er hins vegar sú að börn geti rétt eins hafið leikskólagöngu á þriðja aldursári og foreldrar geti brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu með 20.000 króna heimgreiðslu. Það er líka stefna okkar að reyna eins og kostur er að hagræða í miðlægri stjórnsýslu, með endurskipulagningu í yfirstjórn, betri nýtingu húsnæðis og stjórnkerfisbreytingum. Þorbjörg Helga gerir lítið úr þeirri hagræðingu sem náðst hefur með þessu móti og það er sérkennilegt. Vissulega erum við að hagræða minna en hún sjálf gerði, en það er líka okkar stefna að verja skólastarf eins og kostur er. Við erum nú að uppskera eins og sáð var til, við höfum skapað fjárhagslegt svigrúm með sameiningum og betri nýtingu húsnæðis sem er nauðsynlegt til að halda úti góðu og metnaðarfullu skólastarfi – og fjölga leikskólaplássum verulega. Skarpar línurSjálfstæðisflokkurinn hefur eina stefnu mjög skýra, lækkun skatta. Gott og vel. En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef ekki á að fara þá leið að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli borgarbúa með fullnýtingu útsvars þá verður að grípa til meiri niðurskurðar og meiri gjaldskrárhækkana. Enda hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir margoft sagt að það sé miklu, miklu meira hægt að sækja með niðurskurði inn í borgarkerfið. Aldrei hefur hún reyndar sagt nákvæmlega hvar þá miklu sjóði er að finna sem hægt er að skera niður, en sannfærð er hún um tilvist þeirra. Okkar pólitíkÞað er jákvætt að hafa skarpar línur milli stjórnmálaflokka í borgarmálum. Leikskólamál eru rammpólitískt viðfangsefni. Þau snúast um að mæta raunverulegum þörfum fjölskyldna og barna og að hafa kjark til að forgangsraða í þágu þeirra. Og það er okkar pólitík. Ef Þorbjörg Helga þarf einhverjar frekari skýringar á forgangsröðun okkar sem erum við stjórnvölinn í Reykjavík er henni velkomið að hringja í mig frá Barcelona.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar