Erlent

Norðurljós yfir suðurríkjum Bandaríkjanna

Þessi mynd var tekin af norðurljósunum yfir suðurríkjunum í gærkvöldi.
Þessi mynd var tekin af norðurljósunum yfir suðurríkjunum í gærkvöldi. Mynd AP
Íbúar Georgíu, Kentucky og Alabama í Bandaríkjunum gátu í gærkvöldi notið dáleiðandi fegurðar norðurljósanna. Reyndar sáust ljósin víðar.

Íbúar á norðurhjara jarðar eru vanari fallegu sjónarspili norðurljósanna á köldum vetrardögum, því þykir það heldur sérkennilegt að norðurljósin skreyti hlýjan himininn í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Vísindamenn segja mikinn og öflugan sólarstorm ástæðuna fyrir því að norðurljósin voru sýnileg. Þeim kemur engu að síður á óvart að norðurljósin hafi sést svona sunnarlega.

Sólarstormurinn skaðaði ekki raftæki eins og slíkir stormar eiga til að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×