Bæjarstjórnin komin með matsgerðina - hafa tíu daga til að taka afstöðu Boði Logason skrifar 18. mars 2011 14:04 Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Fulltrúar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hafa fengið matsgerð tveggja dómkvaddra matsmanna sem komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, hafi lagt Ólaf Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, í einelti. Ólafur krafðist þess í bréfi til bæjarstjórnar að Ásgerði yrði vikið úr starfi og að sér yrðu greiddar bætur fyrir meint einelti. Ólafur gaf bæjastjórninni tíu daga til að taka afstöðu til kröfunnar. Á þriðjudaginn gaf bæjarstjórnin út yfirlýsingu þess efnis að þrátt fyrir ítrekaðar óskir hafi matsgerðin ekki fengist afhent frá lögmanni Ólafs. Lögmaður hafði boðið bæjarfulltrúum aðgang að matsgerðinni á skrifstofu sinni undir sérstöku eftirliti fulltrúa lögmannsstofunnar. „Á meðan matsgerðin fæst ekki afhent óskilyrt telur bæjarstjórn sér ekki fært að taka málefnalega og sanngjarna afstöðu til krafna starfsmannsins,“ sagði í tilkynningu frá bæjarstjórninni á þriðjudaginn. Nú hefur lögmaður Ólafs, Jóhann H. Hafstein, afhent bæjarstjórninni matsgerðina. „Við gátum ekki verið að standa í einhverjum leik með þeim að þetta gæti verið niðurstaðan, að þeir gátu ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Við vorum búnir að senda þeim niðurstöðukaflann þar sem það kom skýrt fram að hann var lagður einelti,“ segir Jóhann. „Þeir voru með þann útúrsnúning að þeir vildu sjá skýrsluna í heild sinni og vildu ekki koma til mín og skoða hana, þetta breytir svo sem engu um niðurstöðuna því hún hefur komið fram áður,“ segir hann. En fulltrúar bæjarstjórnarinnar fengu matsgerðina afhenta í gær. „Þeir eru nú með skýrsluna í heild sinni og hafa frest til 28. mars til að taka ákvörðun um hvort þeir víkji bæjarstjóranum úr starfi og greiði bætur til Ólafs,“ segir Jóhann ellegar fari þeir með málið fyrir dómstóla. Ekki náðist í Guðmund Magnússon, forseta bæjarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Fundað um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar funda nú um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness vegna eineltismáls sem þar kom upp fyrir um ári síðan. 15. mars 2011 17:07 Ásgerður neitar því að hafa lagt Ólaf í einelti Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, neitar ásökunum um einelti í garð fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá bænum. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður hefði lagt framkvæmdastjórann í einelti. 14. mars 2011 12:06 Í ársfrí eftir einelti af hálfu bæjarstjóra: Ég gat ekki meira „Ég gat ekki meira, var farinn að vakna fyrir allar aldir með kvíða, lystarleysi og óþægindi. Þetta er versta lífsreynsla sem ég hef lent í,“ segir Ólafur Melsteð landslagsarkitekt og fyrrverandi framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarness. Hann hefur samkvæmt læknisráði verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna eineltis bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur. Hann krefst bóta og að bæjarstjórinn víki. 14. mars 2011 09:00 Segjast ekki fá aðgengi að eineltismati Bæjarstjórn Seltjarnarness harmar að meint eineltismál sé rekið í fjölmiðlum samkvæmt tilkynningu sem var send á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilkynningin er afrakstur fundar sem bæjarstjórn hélt fyrr í dag þar sem farið var yfir ásakanir fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, Ólafs Melsted, sem hefur verið frá vinnu vegna í rúmt ár. 15. mars 2011 21:01 Bæjarstjóranum óheimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarastjóra Seltjarnarnesbæjar, var ekki heimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns sem sakar hana um einelti, á nokkra lykilstarfsmenn bæjarins að mati Persónuverndar. 23. september 2010 12:59 Bæjarstjórn skoðar hvort bæjarstjóri eigi að víkja "Við munum fara yfir málið strax eftir helgina,“ segir Guðmundur Magnússon, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, en lögmaður Ólafs Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum sem hefur verið frá vinnu vegna eineltismáls í rúmt ár, vill að bæjarstjórn víki Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnaresbæjar, úr starfi sínu sem bæjarstjóri. 13. mars 2011 16:33 Ætlar að stefna Seltjarnarnesbæ vegna eineltis Ólafur Melsteð, framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs hjá Seltjarnarnesbæ, hyggst stefna sveitarfélaginu, vegna meints eineltis af hálfu Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra. Þetta staðfestir Ólafur í samtali við fréttastofu. 20. maí 2010 15:15 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Fulltrúar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hafa fengið matsgerð tveggja dómkvaddra matsmanna sem komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, hafi lagt Ólaf Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, í einelti. Ólafur krafðist þess í bréfi til bæjarstjórnar að Ásgerði yrði vikið úr starfi og að sér yrðu greiddar bætur fyrir meint einelti. Ólafur gaf bæjastjórninni tíu daga til að taka afstöðu til kröfunnar. Á þriðjudaginn gaf bæjarstjórnin út yfirlýsingu þess efnis að þrátt fyrir ítrekaðar óskir hafi matsgerðin ekki fengist afhent frá lögmanni Ólafs. Lögmaður hafði boðið bæjarfulltrúum aðgang að matsgerðinni á skrifstofu sinni undir sérstöku eftirliti fulltrúa lögmannsstofunnar. „Á meðan matsgerðin fæst ekki afhent óskilyrt telur bæjarstjórn sér ekki fært að taka málefnalega og sanngjarna afstöðu til krafna starfsmannsins,“ sagði í tilkynningu frá bæjarstjórninni á þriðjudaginn. Nú hefur lögmaður Ólafs, Jóhann H. Hafstein, afhent bæjarstjórninni matsgerðina. „Við gátum ekki verið að standa í einhverjum leik með þeim að þetta gæti verið niðurstaðan, að þeir gátu ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Við vorum búnir að senda þeim niðurstöðukaflann þar sem það kom skýrt fram að hann var lagður einelti,“ segir Jóhann. „Þeir voru með þann útúrsnúning að þeir vildu sjá skýrsluna í heild sinni og vildu ekki koma til mín og skoða hana, þetta breytir svo sem engu um niðurstöðuna því hún hefur komið fram áður,“ segir hann. En fulltrúar bæjarstjórnarinnar fengu matsgerðina afhenta í gær. „Þeir eru nú með skýrsluna í heild sinni og hafa frest til 28. mars til að taka ákvörðun um hvort þeir víkji bæjarstjóranum úr starfi og greiði bætur til Ólafs,“ segir Jóhann ellegar fari þeir með málið fyrir dómstóla. Ekki náðist í Guðmund Magnússon, forseta bæjarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Fundað um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar funda nú um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness vegna eineltismáls sem þar kom upp fyrir um ári síðan. 15. mars 2011 17:07 Ásgerður neitar því að hafa lagt Ólaf í einelti Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, neitar ásökunum um einelti í garð fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá bænum. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður hefði lagt framkvæmdastjórann í einelti. 14. mars 2011 12:06 Í ársfrí eftir einelti af hálfu bæjarstjóra: Ég gat ekki meira „Ég gat ekki meira, var farinn að vakna fyrir allar aldir með kvíða, lystarleysi og óþægindi. Þetta er versta lífsreynsla sem ég hef lent í,“ segir Ólafur Melsteð landslagsarkitekt og fyrrverandi framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarness. Hann hefur samkvæmt læknisráði verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna eineltis bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur. Hann krefst bóta og að bæjarstjórinn víki. 14. mars 2011 09:00 Segjast ekki fá aðgengi að eineltismati Bæjarstjórn Seltjarnarness harmar að meint eineltismál sé rekið í fjölmiðlum samkvæmt tilkynningu sem var send á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilkynningin er afrakstur fundar sem bæjarstjórn hélt fyrr í dag þar sem farið var yfir ásakanir fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, Ólafs Melsted, sem hefur verið frá vinnu vegna í rúmt ár. 15. mars 2011 21:01 Bæjarstjóranum óheimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarastjóra Seltjarnarnesbæjar, var ekki heimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns sem sakar hana um einelti, á nokkra lykilstarfsmenn bæjarins að mati Persónuverndar. 23. september 2010 12:59 Bæjarstjórn skoðar hvort bæjarstjóri eigi að víkja "Við munum fara yfir málið strax eftir helgina,“ segir Guðmundur Magnússon, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, en lögmaður Ólafs Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum sem hefur verið frá vinnu vegna eineltismáls í rúmt ár, vill að bæjarstjórn víki Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnaresbæjar, úr starfi sínu sem bæjarstjóri. 13. mars 2011 16:33 Ætlar að stefna Seltjarnarnesbæ vegna eineltis Ólafur Melsteð, framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs hjá Seltjarnarnesbæ, hyggst stefna sveitarfélaginu, vegna meints eineltis af hálfu Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra. Þetta staðfestir Ólafur í samtali við fréttastofu. 20. maí 2010 15:15 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Fundað um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar funda nú um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness vegna eineltismáls sem þar kom upp fyrir um ári síðan. 15. mars 2011 17:07
Ásgerður neitar því að hafa lagt Ólaf í einelti Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, neitar ásökunum um einelti í garð fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá bænum. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður hefði lagt framkvæmdastjórann í einelti. 14. mars 2011 12:06
Í ársfrí eftir einelti af hálfu bæjarstjóra: Ég gat ekki meira „Ég gat ekki meira, var farinn að vakna fyrir allar aldir með kvíða, lystarleysi og óþægindi. Þetta er versta lífsreynsla sem ég hef lent í,“ segir Ólafur Melsteð landslagsarkitekt og fyrrverandi framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarness. Hann hefur samkvæmt læknisráði verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna eineltis bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur. Hann krefst bóta og að bæjarstjórinn víki. 14. mars 2011 09:00
Segjast ekki fá aðgengi að eineltismati Bæjarstjórn Seltjarnarness harmar að meint eineltismál sé rekið í fjölmiðlum samkvæmt tilkynningu sem var send á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilkynningin er afrakstur fundar sem bæjarstjórn hélt fyrr í dag þar sem farið var yfir ásakanir fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, Ólafs Melsted, sem hefur verið frá vinnu vegna í rúmt ár. 15. mars 2011 21:01
Bæjarstjóranum óheimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarastjóra Seltjarnarnesbæjar, var ekki heimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns sem sakar hana um einelti, á nokkra lykilstarfsmenn bæjarins að mati Persónuverndar. 23. september 2010 12:59
Bæjarstjórn skoðar hvort bæjarstjóri eigi að víkja "Við munum fara yfir málið strax eftir helgina,“ segir Guðmundur Magnússon, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, en lögmaður Ólafs Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum sem hefur verið frá vinnu vegna eineltismáls í rúmt ár, vill að bæjarstjórn víki Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnaresbæjar, úr starfi sínu sem bæjarstjóri. 13. mars 2011 16:33
Ætlar að stefna Seltjarnarnesbæ vegna eineltis Ólafur Melsteð, framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs hjá Seltjarnarnesbæ, hyggst stefna sveitarfélaginu, vegna meints eineltis af hálfu Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra. Þetta staðfestir Ólafur í samtali við fréttastofu. 20. maí 2010 15:15