Gnarr: Betra að hlúa að erlendum gestum en að skjóta þá 6. janúar 2011 12:20 Borgarastjórinn í Reykjavík vill frekar hlúa að erlendum gestum sem hingað koma en að skjóta þá. Á næstu dögum fer í gang alþjóðleg söfnun fyrir nokkurskonar endurhæfingarbúðum fyrir Ísbirni, en ætlunin er að koma þeim upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík fundaði með forsvarsmönnum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um miðjan dag í gær þar sem hann kynnti áform sín í hinu víðfræga ísbjarnarmáli, sem var eitt af kosningaloforðum Besta flokksins í sveitastjórnarkosningunum í vor. S. Björn Blöndal aðstoðarmaður Jóns sagði í samtali við fréttastofu í gær að fundurinn hefði gegnið ágætlega. Aðallega hefðu menn verið að fara yfir stöðu garðsins en Ísbjarnarmálin báru einnig á góma. Aðspurður um áform Besta flokksins í því máli sagði Björn að ætlunin væri að setja af stað alþjóðlega söfnun á netinu, þar sem fé yrði safnað til þess að koma upp nokkurskonar endurhæfingarbúðum fyrir ísbirni sem að einhverjum ástæðum villast hingað til lands. Hann reiknaði með að hugmyndin fengi góðaN hljómgrunn enda allir sammála um að betra sé að taka vel á móti þessum loðnu dýrum með hlýju og hjálpsemi, en að skjóta þau. Björn sagði hugmyndina enn í þróun, en með henni væri ætlunin að hjálpa dýrunum sem oftar en ekki eru nokkuð veikburða eftir langt ferðalag hingað til lands. Þau fengju þá tækifæri til þess að ná upp fyrra þreki áður en þau væru send aftur á heimaslóðir. Í einhverjum tilfellum myndu sérfræðingar hinsvegar meta það sem svo að dýrin ættu sér ekki viðreisnar von í villtri náttúrunni, og þá gætu þau dvalið hér á landi í lengri tíma. Stefnt er á að söfnunin fari í gang, á næstu vikum. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira
Borgarastjórinn í Reykjavík vill frekar hlúa að erlendum gestum sem hingað koma en að skjóta þá. Á næstu dögum fer í gang alþjóðleg söfnun fyrir nokkurskonar endurhæfingarbúðum fyrir Ísbirni, en ætlunin er að koma þeim upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík fundaði með forsvarsmönnum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um miðjan dag í gær þar sem hann kynnti áform sín í hinu víðfræga ísbjarnarmáli, sem var eitt af kosningaloforðum Besta flokksins í sveitastjórnarkosningunum í vor. S. Björn Blöndal aðstoðarmaður Jóns sagði í samtali við fréttastofu í gær að fundurinn hefði gegnið ágætlega. Aðallega hefðu menn verið að fara yfir stöðu garðsins en Ísbjarnarmálin báru einnig á góma. Aðspurður um áform Besta flokksins í því máli sagði Björn að ætlunin væri að setja af stað alþjóðlega söfnun á netinu, þar sem fé yrði safnað til þess að koma upp nokkurskonar endurhæfingarbúðum fyrir ísbirni sem að einhverjum ástæðum villast hingað til lands. Hann reiknaði með að hugmyndin fengi góðaN hljómgrunn enda allir sammála um að betra sé að taka vel á móti þessum loðnu dýrum með hlýju og hjálpsemi, en að skjóta þau. Björn sagði hugmyndina enn í þróun, en með henni væri ætlunin að hjálpa dýrunum sem oftar en ekki eru nokkuð veikburða eftir langt ferðalag hingað til lands. Þau fengju þá tækifæri til þess að ná upp fyrra þreki áður en þau væru send aftur á heimaslóðir. Í einhverjum tilfellum myndu sérfræðingar hinsvegar meta það sem svo að dýrin ættu sér ekki viðreisnar von í villtri náttúrunni, og þá gætu þau dvalið hér á landi í lengri tíma. Stefnt er á að söfnunin fari í gang, á næstu vikum.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira