Lífið

Keppast um hylli kvenna

Alexander Skarsgård er í stöðugri samkeppni við Ryan Kwanten á tökustað True Blood.
Alexander Skarsgård er í stöðugri samkeppni við Ryan Kwanten á tökustað True Blood. nordicphotos/getty
Það ríkir mikil og hörð samkeppni milli karlkyns leikara sjónvarpsþáttanna True Blood ef marka má frétt Star Magazine. Tímaritið heldur því fram að leikararnir berjist um bestu línurnar og athygli kvenna.

"Ryan Kwanten og Alexander Skarsgård eru stanslaust í innbyrðis samkeppni. Þeir keppa jafnvel um hvor þeirra lyfti þyngri lóðum og hvor geti gert fleiri magaæfingar,“ hafði tímaritið eftir innanbúðarmanni. Samkeppninni lýkur víst ekki þar því karlkyns stjörnurnar keppa einnig um hylli kvenna. Sá eini sem tekur ekki þátt í slíku er Stephen Moyer sem er kvæntur mótleikkonu sinni, Önnu Paquin. "Þeir reyna við aukaleikkonurnar og metast svo. Stephen tekur ekki þátt í slíku en hann er svo mikið merkikerti að fáir þola að vera nálægt honum.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.