Fegurðin í hrörnuninni 9. júlí 2011 10:00 Elstu myndirnar í bókinni eru frá 1985 en þær nýjustu voru teknar í fyrra. Mörg húsanna hafa verið jöfnuð við jörðu síðan þá og önnur gerð upp. Hús Eyðibýli og húsarústir eru mynd- og yrkisefni Nökkva Elíassonar ljósmyndara og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar ljóðskálds í bókinni Hús eru aldrei ein. „Hús eru aldrei ein/ um þá ráfa svipir/ stíga fæti á þröskuld/ hrasa í lúnum tröppum/ stika níu álna gólf/ með staf í hendi/ og starandi augnaráð,“ segir í upphafslínum ljósmynda- ljóðabókarinnar Hús eru aldrei ein, sem komin er út á vegum uppheima. Bókin samanstendur af svarthvítum ljósmyndum Nökkva Elíassonar af eyðibýlum víðsvegar af landinu, sem Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson yrkir ljóð við. Enskar þýðingar ljóðanna fylgja einnig. Hús eru aldrei ein er endurskoðuð og uppfærð útgáfa bókarinnar Eyðibýli frá árinu 2004. Hún seldist upp fyrir nokkrum árum og hafði Nökkvi því hug á að endurútgefa hana. Hins vegar hafði mikið af nýju efni safnast upp síðan þá, bæði myndum og ljóðu, nógu miklu til að gefa út nýja bók. „Í staðinn völdum við það besta úr gömlu bókinni og nýja efninu,“ segir Nökkvi. „Útkoman er að mínu viti mun sterkari bók.“ Elstu myndirnar eru frá 1985 og spannar bókin því um aldarfjórðung. Nökkvi segir að eyðibýlin hafi verið áhugamál sem vatt upp á sig. „Mig vantaði i rauninni bara verkefni, ákveðið þema til að elta. Ég byrjaði því að fara í túra á sumrin og mynda eyðibýli hér og þar um landið.“ Nökkvi segir hjólin hafa byrjað að snúast eftir sýningu sem hann hélt á eyðibýlamyndum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. „Þá kom Aðalsteinn Ásberg að máli við mig og viðraði hugmyndina að bókaútgáfu. Mál og menning bauð útgáfusamning. Það gerði mér kleift í að hella mér í þetta og klára verkefnið á næstu þremur árum, sem ég varði í að þræða krummaskuð landsins og varð eiginlega heltekin; verkefnið fór að verða hluti af sjálfu mér.“ Nökkvi segir að þótt markmiðið hafi ekki verið að gera tæmandi úttekt á eyðibýlum á Íslandi, bregði bókin engu að síður ljósi á byggðarsögu landsins. „Mörg þessara húsa hafa verið jöfnuð við jörðu og önnur byggð upp. Þessar myndir eru því ákveðin heimild um söguna og þróun byggðar, þótt markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ná góðri mynd.“ Nökkvi segist hafa leitast við að fanga fegurðina í hrörnunni. „Sums staðar er eins og fólk hafi einfaldlega staðið upp og gengið burt, leirtauið er jafnvel enn á borðum. Það hvílir sorglegur drungi yfir þessum húsum, sem er mjög áhrifaríkur og ég vildi reyna að festa á mynd. Þess vegna hafði ég myndirnar svarthvítar, litmyndirnar urðu helst til konfektkassalegar þrátt fyrir myndefnið. Ljóð Aðalsteins Ásbergs geirnegla síðan þennan anda og stemningu sem ég reyni að ná fram, um leið og þau búa til nýja vídd fyrir myndirnar.“ Spurður hvort hann sé búinn að fá nóg af eyðibýlum svarar Nökkvi neitandi. „Þetta er eilífðarverkefni. Ég var síðast á Reykjanesi um síðastliðna helgi. Það eru alltaf ný býli að fara í eyði of yfirleitt tekur það nokkur ár fyrir þau að grotna nógu mikið til að ég fái áhuga á þeim.“ Austurland er uppáhalds landshluti hans, þaðan sem hann er ættaður. „Það er enginn hörgull á eyðibýlum fyrir austan, Fljótsdalshérað er til dæmis gullnáma fyrir mann eins og mig.“ bergsteinn@frettabladid.isNökkvi Elíasson Leitast við að fanga fegurðina í hrörnunni með aðstoð ljóða Aðalsteins Ásbergs sigurðsson. Fréttablaðið/stefán Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira
Hús Eyðibýli og húsarústir eru mynd- og yrkisefni Nökkva Elíassonar ljósmyndara og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar ljóðskálds í bókinni Hús eru aldrei ein. „Hús eru aldrei ein/ um þá ráfa svipir/ stíga fæti á þröskuld/ hrasa í lúnum tröppum/ stika níu álna gólf/ með staf í hendi/ og starandi augnaráð,“ segir í upphafslínum ljósmynda- ljóðabókarinnar Hús eru aldrei ein, sem komin er út á vegum uppheima. Bókin samanstendur af svarthvítum ljósmyndum Nökkva Elíassonar af eyðibýlum víðsvegar af landinu, sem Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson yrkir ljóð við. Enskar þýðingar ljóðanna fylgja einnig. Hús eru aldrei ein er endurskoðuð og uppfærð útgáfa bókarinnar Eyðibýli frá árinu 2004. Hún seldist upp fyrir nokkrum árum og hafði Nökkvi því hug á að endurútgefa hana. Hins vegar hafði mikið af nýju efni safnast upp síðan þá, bæði myndum og ljóðu, nógu miklu til að gefa út nýja bók. „Í staðinn völdum við það besta úr gömlu bókinni og nýja efninu,“ segir Nökkvi. „Útkoman er að mínu viti mun sterkari bók.“ Elstu myndirnar eru frá 1985 og spannar bókin því um aldarfjórðung. Nökkvi segir að eyðibýlin hafi verið áhugamál sem vatt upp á sig. „Mig vantaði i rauninni bara verkefni, ákveðið þema til að elta. Ég byrjaði því að fara í túra á sumrin og mynda eyðibýli hér og þar um landið.“ Nökkvi segir hjólin hafa byrjað að snúast eftir sýningu sem hann hélt á eyðibýlamyndum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. „Þá kom Aðalsteinn Ásberg að máli við mig og viðraði hugmyndina að bókaútgáfu. Mál og menning bauð útgáfusamning. Það gerði mér kleift í að hella mér í þetta og klára verkefnið á næstu þremur árum, sem ég varði í að þræða krummaskuð landsins og varð eiginlega heltekin; verkefnið fór að verða hluti af sjálfu mér.“ Nökkvi segir að þótt markmiðið hafi ekki verið að gera tæmandi úttekt á eyðibýlum á Íslandi, bregði bókin engu að síður ljósi á byggðarsögu landsins. „Mörg þessara húsa hafa verið jöfnuð við jörðu og önnur byggð upp. Þessar myndir eru því ákveðin heimild um söguna og þróun byggðar, þótt markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ná góðri mynd.“ Nökkvi segist hafa leitast við að fanga fegurðina í hrörnunni. „Sums staðar er eins og fólk hafi einfaldlega staðið upp og gengið burt, leirtauið er jafnvel enn á borðum. Það hvílir sorglegur drungi yfir þessum húsum, sem er mjög áhrifaríkur og ég vildi reyna að festa á mynd. Þess vegna hafði ég myndirnar svarthvítar, litmyndirnar urðu helst til konfektkassalegar þrátt fyrir myndefnið. Ljóð Aðalsteins Ásbergs geirnegla síðan þennan anda og stemningu sem ég reyni að ná fram, um leið og þau búa til nýja vídd fyrir myndirnar.“ Spurður hvort hann sé búinn að fá nóg af eyðibýlum svarar Nökkvi neitandi. „Þetta er eilífðarverkefni. Ég var síðast á Reykjanesi um síðastliðna helgi. Það eru alltaf ný býli að fara í eyði of yfirleitt tekur það nokkur ár fyrir þau að grotna nógu mikið til að ég fái áhuga á þeim.“ Austurland er uppáhalds landshluti hans, þaðan sem hann er ættaður. „Það er enginn hörgull á eyðibýlum fyrir austan, Fljótsdalshérað er til dæmis gullnáma fyrir mann eins og mig.“ bergsteinn@frettabladid.isNökkvi Elíasson Leitast við að fanga fegurðina í hrörnunni með aðstoð ljóða Aðalsteins Ásbergs sigurðsson. Fréttablaðið/stefán
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira