Mátti ekki gefa blóð vegna kynhneigðar sinnar 5. febrúar 2011 19:00 Það var á miðvikudaginn síðastliðinn sem Blóðbankabíllinn heimsótti Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Úlfar Logason, 18 ára hinseginn nemi við skólann, lagði þá leið sína út í bílinn, enda langaði hann að gerast blóðgjafi. „Mig langaði bara að gera eins og pabbi minn. Hann hefur gefið blóð síðan hann var 18 ára og þegar ég varð 18, þá ætlaði ég að gefa blóð og sá þetta tækifæri," segir Úlfar. Það gilda hins vegar þónokkrar reglur um blóðgjafir. Til dæmis þarf að fresta blóðgjöf í ákveðinn tíma eftir ýmis konar veikindi eða aðgerðir. Og svo eru ákveðin atriði sem útiloka mann hreinlega sem blóðgjafa. Eitt þeirra er ef einstaklingur er karlmaður og hefur haft samfarir við sama kyn. „Ég vissi að þessar reglur hefðu verið í gildi, en ég vissi ekki hvort það væri ennþá í gangi. Ég fór og spurðist fyrir um hvort ég mætti gefa og fékk neitun," segir Úlfar. Hann segir reglurnar fáránlegar. „Það er árið 2011. Þetta á ekki að vera lengur í gangi," segir Úlfar og bætir við að það þurfi að breyta reglunum. Úlfar segir samskipti sín við starfsfólk Blóðbankabílsins þó hafa verið góð, og hann hafi fengið þau svör að betra væri að hafa fleiri reglur en færri. Úlfar hefur sent Sveini Guðmundssyni, yfirlækni blóðbankans, fyrirspurn vegna málsins. Hann varð enda fyrir vonbrigðum með að mega ekki gera eins og pabbi sinn, kynhneigðar sinnar vegna. „Þetta er bara mjög asnalegt. Þessar reglur eru mjög særandi," segir Úlfar að lokum. Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Það var á miðvikudaginn síðastliðinn sem Blóðbankabíllinn heimsótti Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Úlfar Logason, 18 ára hinseginn nemi við skólann, lagði þá leið sína út í bílinn, enda langaði hann að gerast blóðgjafi. „Mig langaði bara að gera eins og pabbi minn. Hann hefur gefið blóð síðan hann var 18 ára og þegar ég varð 18, þá ætlaði ég að gefa blóð og sá þetta tækifæri," segir Úlfar. Það gilda hins vegar þónokkrar reglur um blóðgjafir. Til dæmis þarf að fresta blóðgjöf í ákveðinn tíma eftir ýmis konar veikindi eða aðgerðir. Og svo eru ákveðin atriði sem útiloka mann hreinlega sem blóðgjafa. Eitt þeirra er ef einstaklingur er karlmaður og hefur haft samfarir við sama kyn. „Ég vissi að þessar reglur hefðu verið í gildi, en ég vissi ekki hvort það væri ennþá í gangi. Ég fór og spurðist fyrir um hvort ég mætti gefa og fékk neitun," segir Úlfar. Hann segir reglurnar fáránlegar. „Það er árið 2011. Þetta á ekki að vera lengur í gangi," segir Úlfar og bætir við að það þurfi að breyta reglunum. Úlfar segir samskipti sín við starfsfólk Blóðbankabílsins þó hafa verið góð, og hann hafi fengið þau svör að betra væri að hafa fleiri reglur en færri. Úlfar hefur sent Sveini Guðmundssyni, yfirlækni blóðbankans, fyrirspurn vegna málsins. Hann varð enda fyrir vonbrigðum með að mega ekki gera eins og pabbi sinn, kynhneigðar sinnar vegna. „Þetta er bara mjög asnalegt. Þessar reglur eru mjög særandi," segir Úlfar að lokum.
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira