Bændur farga dýrum vegna eiturs frá Funa 5. febrúar 2011 04:00 Hjónin í Efri-Engidal hafa lýst áhyggjum af heilsu sinni. Nú virðist ljóst að allur bústofn þeirra verður felldur; 80 kindur og tæplega tuttugu nautgripir. mynd/halldór sveinbjörnsson Niðurstöður díoxínmælinga Matvælastofnunar staðfesta staðbundna mengun frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Díoxín greinist í mjólk, kjöti og fóðri. Fella verður búpening, allt að 400 skepnur, og bann hefur verið sett á nýtingu búfjárafurða á bæjum í Skutulsfirði. Sýnatakan fór fram eftir að eiturefnið díoxín greindist við sýnatöku Mjólkursamsölunnar á bænum Efri-Engidal í Skutulsfirði í desember. Þá greindist díoxín í einu mjólkursýni en vegna mengunarinnar voru tekin sýni úr kjötafurðum, úr mjólk auk þess sem tekið var sýni úr fóðri. Af tólf kjötsýnum reyndust aðeins tvö eðlileg. Átta sýni sýndu verulega hækkun en tvö voru yfir hámarksviðmiðunarmörkum. Mjólkur- og heysýni frá Efri-Engidal voru mjög menguð. Mjólkursýni frá nágrannabæjum voru hins vegar hrein. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendamálasviðs hjá MAST, segir mælingarnar staðfesta að mengunin sé staðbundin og verði rakin til útblásturs frá sorpbrennslunni Funa. „Það verður að álykta sem svo. Ég veit ekki um neina aðra uppsprettu díoxíns sem er líkleg en það er jákvætt að hætt er að brenna í Funa og þessi mengun verður ekki meiri. Hún mun því fara minnkandi þó það muni taka sinn tíma.“ Sigurður segir öruggt að búpeningurinn hafi tekið inn díoxín með fóðri og bann hafi verið sett á nýtingu afurða. „Það er síðan sjálfgefið að fella verður búpening þar sem mengunin er.“ Sigurður segir að magn díoxíns í nokkrum sýnum sé hærra en í upphaflega sýni Mjólkursamsölunnar en það muni ekki miklu. Þá mældist díoxín 34 prósent yfir mörkum. Sú hugmynd var sett fram, meðal annars af sveitarstjórnarfólki á Ísafirði, að landlæknisembættið myndi gera sérstaka heilsufarsrannsókn á íbúum fyrir botni Skutulsfjarðar vegna mengunarinnar. Haraldur Briem sóttvarnalæknir hafði ekki kynnt sér niðurstöður mælinganna þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Spurður hvort ekki sé eðlilegt að taka sýni úr fólki þar sem kjötsýni frá Skutulsfirði eru menguð segir hann að það kunni að koma til greina. Of snemmt sé að segja nokkuð um það en sérfræðingahópur, sem settur var saman eftir að díoxínmengunin kom upp, mun funda strax eftir helgi vegna niðurstaðna mælinganna. svavar@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Niðurstöður díoxínmælinga Matvælastofnunar staðfesta staðbundna mengun frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Díoxín greinist í mjólk, kjöti og fóðri. Fella verður búpening, allt að 400 skepnur, og bann hefur verið sett á nýtingu búfjárafurða á bæjum í Skutulsfirði. Sýnatakan fór fram eftir að eiturefnið díoxín greindist við sýnatöku Mjólkursamsölunnar á bænum Efri-Engidal í Skutulsfirði í desember. Þá greindist díoxín í einu mjólkursýni en vegna mengunarinnar voru tekin sýni úr kjötafurðum, úr mjólk auk þess sem tekið var sýni úr fóðri. Af tólf kjötsýnum reyndust aðeins tvö eðlileg. Átta sýni sýndu verulega hækkun en tvö voru yfir hámarksviðmiðunarmörkum. Mjólkur- og heysýni frá Efri-Engidal voru mjög menguð. Mjólkursýni frá nágrannabæjum voru hins vegar hrein. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendamálasviðs hjá MAST, segir mælingarnar staðfesta að mengunin sé staðbundin og verði rakin til útblásturs frá sorpbrennslunni Funa. „Það verður að álykta sem svo. Ég veit ekki um neina aðra uppsprettu díoxíns sem er líkleg en það er jákvætt að hætt er að brenna í Funa og þessi mengun verður ekki meiri. Hún mun því fara minnkandi þó það muni taka sinn tíma.“ Sigurður segir öruggt að búpeningurinn hafi tekið inn díoxín með fóðri og bann hafi verið sett á nýtingu afurða. „Það er síðan sjálfgefið að fella verður búpening þar sem mengunin er.“ Sigurður segir að magn díoxíns í nokkrum sýnum sé hærra en í upphaflega sýni Mjólkursamsölunnar en það muni ekki miklu. Þá mældist díoxín 34 prósent yfir mörkum. Sú hugmynd var sett fram, meðal annars af sveitarstjórnarfólki á Ísafirði, að landlæknisembættið myndi gera sérstaka heilsufarsrannsókn á íbúum fyrir botni Skutulsfjarðar vegna mengunarinnar. Haraldur Briem sóttvarnalæknir hafði ekki kynnt sér niðurstöður mælinganna þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Spurður hvort ekki sé eðlilegt að taka sýni úr fólki þar sem kjötsýni frá Skutulsfirði eru menguð segir hann að það kunni að koma til greina. Of snemmt sé að segja nokkuð um það en sérfræðingahópur, sem settur var saman eftir að díoxínmengunin kom upp, mun funda strax eftir helgi vegna niðurstaðna mælinganna. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira