Sjóvá hirðir hluta slysabóta Karen Kjartansdóttir skrifar 2. janúar 2011 18:41 Maður sem lenti í vinnuslysi fær aðeins um þriðjung þeirra bóta sem honum voru ætlaðar. Tryggingarfyrirtækið hirðir hinn hlutann og segir ástæðuna þá að fyrirtækið sem maðurinn vann hjá hafi skuldað sér pening. Í apríl árið 2009 lenti Jóhann Ingi Ármannsson í vinnuslysi þegar hann var við störf hjá BM-Vallá. Við slysið missti Jóhann framan af baugfingri hægri handar auk þess sem hann hefur takmarkað grip eftir slysið og stöðug eymsli, sérstaklega í kulda. BM-Vallár var með starfsmenn sína tryggða hjá Sjóvá og var metið að Jóhann ætti að fá greiddar tvær milljónir og sjöhundruð þúsund í bætur vegna slyssins. En þessir peningar skiluðu sér ekki allir til Jóhanns. „Tryggingarnar tóku 14 hundruð þúsund krónur af bótunum upp í vangoldin gjöld hjá Sjóvá," segir Jóhann Ingi, sem telur sárt að gengið sé á hans réttmætu bætur vegna vanskila annarra. Þau svör fengust hjá Sjóvá að heimild væri fyrir vátryggingafélög að taka af bótum fólks vegna vangoldinna iðgjalda þess fyrirtækis sem það starfar hjá. Í samtali Stöðvar 2 við lögmann Sjóvár kom þó fram að þessari heimild væri sjaldan beitt enda væri nokkuð kaldranalegt að ganga á bætur fólks vegna vanskila þess fyrirtækis sem það vann fyrir. Ekki væri útséð með að Jóhann þyrfti að sitja uppi með allan skaðann þar sem hann á forgangskröfu í þrotabú BM-Vallár. Þá segir Ásgeir Lárusson, forstjóri Sjóvár, að í ljósi breyttra forsenda frá því það var gert upp síðasta sumar verði mál Jóhanns tekið upp að nýju innan skamms. Jóhann er fluttur til Noregs og starfar þar sem bílstjóri á steypubíl. Hann segir starfsorku sína töluvert skerta eftir slysið og þykir leitt að geta ekki verið til sjós eins og hann var mikið áður. Taka skal fram að BM-Vallá varð gjaldþrota og fyrirtæki sem starfar undir sama nafni í dag er ótengt rekstri gamla félagsins. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Maður sem lenti í vinnuslysi fær aðeins um þriðjung þeirra bóta sem honum voru ætlaðar. Tryggingarfyrirtækið hirðir hinn hlutann og segir ástæðuna þá að fyrirtækið sem maðurinn vann hjá hafi skuldað sér pening. Í apríl árið 2009 lenti Jóhann Ingi Ármannsson í vinnuslysi þegar hann var við störf hjá BM-Vallá. Við slysið missti Jóhann framan af baugfingri hægri handar auk þess sem hann hefur takmarkað grip eftir slysið og stöðug eymsli, sérstaklega í kulda. BM-Vallár var með starfsmenn sína tryggða hjá Sjóvá og var metið að Jóhann ætti að fá greiddar tvær milljónir og sjöhundruð þúsund í bætur vegna slyssins. En þessir peningar skiluðu sér ekki allir til Jóhanns. „Tryggingarnar tóku 14 hundruð þúsund krónur af bótunum upp í vangoldin gjöld hjá Sjóvá," segir Jóhann Ingi, sem telur sárt að gengið sé á hans réttmætu bætur vegna vanskila annarra. Þau svör fengust hjá Sjóvá að heimild væri fyrir vátryggingafélög að taka af bótum fólks vegna vangoldinna iðgjalda þess fyrirtækis sem það starfar hjá. Í samtali Stöðvar 2 við lögmann Sjóvár kom þó fram að þessari heimild væri sjaldan beitt enda væri nokkuð kaldranalegt að ganga á bætur fólks vegna vanskila þess fyrirtækis sem það vann fyrir. Ekki væri útséð með að Jóhann þyrfti að sitja uppi með allan skaðann þar sem hann á forgangskröfu í þrotabú BM-Vallár. Þá segir Ásgeir Lárusson, forstjóri Sjóvár, að í ljósi breyttra forsenda frá því það var gert upp síðasta sumar verði mál Jóhanns tekið upp að nýju innan skamms. Jóhann er fluttur til Noregs og starfar þar sem bílstjóri á steypubíl. Hann segir starfsorku sína töluvert skerta eftir slysið og þykir leitt að geta ekki verið til sjós eins og hann var mikið áður. Taka skal fram að BM-Vallá varð gjaldþrota og fyrirtæki sem starfar undir sama nafni í dag er ótengt rekstri gamla félagsins.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira