„Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana“ 19. janúar 2011 20:51 Pétur Kristján Guðmundsson. Myndin er tekin af stuðningssíðu fyrir hann á Facebook. „Það fyrsta sem ég fékk að heyra þegar ég vaknaði aftur var: Þú ert ekkert að fara labba aftur," segir Pétur Kristján Guðmundsson sem féll fram af snjóhengju í Ausurríki á gamlárskvöld. Hann rúllaði um tuttugu metra áður en hann féll fram af níu metra háum kletti. Hann hlaut mænuskaða við fallið og er lamaður fyrir neðan mitti. Rætt var við Pétur Kristján í Kastljósi í kvöld. Pétur Kristján segist hafa farið með félögum sínum í partý á gamlárskvöld og eftir það hafi þeir ákveðið að fara upp að skíðasvæði og horfa á flugeldasýninguna á miðnætti þaðan. Í stað þess að labba gönguslóð niður af skíðasvæðinu hafi hann, ásamt félaga sínum, ákveðið að fara slóð þar sem fullt af snjó væri. Hann segir að þar hafi bara verið tún og því talið að ekki væri nein hætta á ferð. „Ég renn og reyni að grípa í eitthvað tré. Ég dett svo niður og byrja að rúlla, ég man eftir því þegar ég var að rúlla niður," segir Pétur Kristján en hann segist hafa rúllað tuttugu metra áður en hann datt fram af klett og lenti á skógarveg fyrir neðan. „Ég var með fulla meðvitund á veginum," segir hann en vinur hans byrjaði að hrópa á hann og spyr hvort það sé í lagi með hann. „Ég gat alveg talað skýrt en ég gat ekki hreyft mig og þurfti á hjálp að halda." Læknarnir sögðu við Pétur Kristján að það væru 99,99% líkur á að hann gæti ekki gengið aftur en hann hefur ekki misst alla von. „Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana," segir hann en ásamt því að lamast blæddi inn á heilann og þrír lítrar blæddu inn á annað lungað sem féll saman við fallið. Nú er Pétur Kristján staddur á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann verður í endurhæfingu í tvo mánuði. Þar verður honum kennt að vera sjálfstæður í hjólastól sem hann segir að sé vel hægt. „Sérstaklega þegar maður er svona ungur," segir hann jákvæður að lokum. Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
„Það fyrsta sem ég fékk að heyra þegar ég vaknaði aftur var: Þú ert ekkert að fara labba aftur," segir Pétur Kristján Guðmundsson sem féll fram af snjóhengju í Ausurríki á gamlárskvöld. Hann rúllaði um tuttugu metra áður en hann féll fram af níu metra háum kletti. Hann hlaut mænuskaða við fallið og er lamaður fyrir neðan mitti. Rætt var við Pétur Kristján í Kastljósi í kvöld. Pétur Kristján segist hafa farið með félögum sínum í partý á gamlárskvöld og eftir það hafi þeir ákveðið að fara upp að skíðasvæði og horfa á flugeldasýninguna á miðnætti þaðan. Í stað þess að labba gönguslóð niður af skíðasvæðinu hafi hann, ásamt félaga sínum, ákveðið að fara slóð þar sem fullt af snjó væri. Hann segir að þar hafi bara verið tún og því talið að ekki væri nein hætta á ferð. „Ég renn og reyni að grípa í eitthvað tré. Ég dett svo niður og byrja að rúlla, ég man eftir því þegar ég var að rúlla niður," segir Pétur Kristján en hann segist hafa rúllað tuttugu metra áður en hann datt fram af klett og lenti á skógarveg fyrir neðan. „Ég var með fulla meðvitund á veginum," segir hann en vinur hans byrjaði að hrópa á hann og spyr hvort það sé í lagi með hann. „Ég gat alveg talað skýrt en ég gat ekki hreyft mig og þurfti á hjálp að halda." Læknarnir sögðu við Pétur Kristján að það væru 99,99% líkur á að hann gæti ekki gengið aftur en hann hefur ekki misst alla von. „Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana," segir hann en ásamt því að lamast blæddi inn á heilann og þrír lítrar blæddu inn á annað lungað sem féll saman við fallið. Nú er Pétur Kristján staddur á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann verður í endurhæfingu í tvo mánuði. Þar verður honum kennt að vera sjálfstæður í hjólastól sem hann segir að sé vel hægt. „Sérstaklega þegar maður er svona ungur," segir hann jákvæður að lokum.
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira