„Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana“ 19. janúar 2011 20:51 Pétur Kristján Guðmundsson. Myndin er tekin af stuðningssíðu fyrir hann á Facebook. „Það fyrsta sem ég fékk að heyra þegar ég vaknaði aftur var: Þú ert ekkert að fara labba aftur," segir Pétur Kristján Guðmundsson sem féll fram af snjóhengju í Ausurríki á gamlárskvöld. Hann rúllaði um tuttugu metra áður en hann féll fram af níu metra háum kletti. Hann hlaut mænuskaða við fallið og er lamaður fyrir neðan mitti. Rætt var við Pétur Kristján í Kastljósi í kvöld. Pétur Kristján segist hafa farið með félögum sínum í partý á gamlárskvöld og eftir það hafi þeir ákveðið að fara upp að skíðasvæði og horfa á flugeldasýninguna á miðnætti þaðan. Í stað þess að labba gönguslóð niður af skíðasvæðinu hafi hann, ásamt félaga sínum, ákveðið að fara slóð þar sem fullt af snjó væri. Hann segir að þar hafi bara verið tún og því talið að ekki væri nein hætta á ferð. „Ég renn og reyni að grípa í eitthvað tré. Ég dett svo niður og byrja að rúlla, ég man eftir því þegar ég var að rúlla niður," segir Pétur Kristján en hann segist hafa rúllað tuttugu metra áður en hann datt fram af klett og lenti á skógarveg fyrir neðan. „Ég var með fulla meðvitund á veginum," segir hann en vinur hans byrjaði að hrópa á hann og spyr hvort það sé í lagi með hann. „Ég gat alveg talað skýrt en ég gat ekki hreyft mig og þurfti á hjálp að halda." Læknarnir sögðu við Pétur Kristján að það væru 99,99% líkur á að hann gæti ekki gengið aftur en hann hefur ekki misst alla von. „Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana," segir hann en ásamt því að lamast blæddi inn á heilann og þrír lítrar blæddu inn á annað lungað sem féll saman við fallið. Nú er Pétur Kristján staddur á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann verður í endurhæfingu í tvo mánuði. Þar verður honum kennt að vera sjálfstæður í hjólastól sem hann segir að sé vel hægt. „Sérstaklega þegar maður er svona ungur," segir hann jákvæður að lokum. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
„Það fyrsta sem ég fékk að heyra þegar ég vaknaði aftur var: Þú ert ekkert að fara labba aftur," segir Pétur Kristján Guðmundsson sem féll fram af snjóhengju í Ausurríki á gamlárskvöld. Hann rúllaði um tuttugu metra áður en hann féll fram af níu metra háum kletti. Hann hlaut mænuskaða við fallið og er lamaður fyrir neðan mitti. Rætt var við Pétur Kristján í Kastljósi í kvöld. Pétur Kristján segist hafa farið með félögum sínum í partý á gamlárskvöld og eftir það hafi þeir ákveðið að fara upp að skíðasvæði og horfa á flugeldasýninguna á miðnætti þaðan. Í stað þess að labba gönguslóð niður af skíðasvæðinu hafi hann, ásamt félaga sínum, ákveðið að fara slóð þar sem fullt af snjó væri. Hann segir að þar hafi bara verið tún og því talið að ekki væri nein hætta á ferð. „Ég renn og reyni að grípa í eitthvað tré. Ég dett svo niður og byrja að rúlla, ég man eftir því þegar ég var að rúlla niður," segir Pétur Kristján en hann segist hafa rúllað tuttugu metra áður en hann datt fram af klett og lenti á skógarveg fyrir neðan. „Ég var með fulla meðvitund á veginum," segir hann en vinur hans byrjaði að hrópa á hann og spyr hvort það sé í lagi með hann. „Ég gat alveg talað skýrt en ég gat ekki hreyft mig og þurfti á hjálp að halda." Læknarnir sögðu við Pétur Kristján að það væru 99,99% líkur á að hann gæti ekki gengið aftur en hann hefur ekki misst alla von. „Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana," segir hann en ásamt því að lamast blæddi inn á heilann og þrír lítrar blæddu inn á annað lungað sem féll saman við fallið. Nú er Pétur Kristján staddur á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann verður í endurhæfingu í tvo mánuði. Þar verður honum kennt að vera sjálfstæður í hjólastól sem hann segir að sé vel hægt. „Sérstaklega þegar maður er svona ungur," segir hann jákvæður að lokum.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira