Erlent

Líbískir fótboltamenn yfirgefa Gaddafi

Juma Gtat.
Juma Gtat. Mynd / ap
Sautján knattspyrnumenn í Líbíu tilkynntu BBC fréttastofunni í gær að þeir væru komnir á band með uppreisnarmönnum. Meðal þeirra eru þrír landsliðsmenn, meðal annars landsliðsmarkmanninum Juma Gtat, sem biður Muammar Gaddafi, að yfirgefa Líbíu.

Knattspyrnumennirnir tilkynntu um afstöðu sína í gærkvöldi á hóteli sínu í Nafusa,  sem er á valdi uppreisnarmanna.

Landsliðsmarkmaðurinn sagði í viðtalinu að hann vildi óska þess að Gaddafi yfirgæfi Líbíu svo hægt væri að byggja upp nýtt ríki. Svo bætti hann reyndar við: „Ég vildi að hann yfirgæfi þessa jörð yfir höfuð.“

Samkvæmt BBC hefur þessi afstaða íþróttamannanna talsverð áhrif á stríðið um almannaálitið, sem oft er engu minna mikilvægt en hið eiginlega stríð. Knattspyrnumennirnir eru allir leiðandi í sinni íþrótt, meðal þeirra er þjálfari eins besta liðsins í Trípolí, höfuðborg Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×