Erlent

60 látnir eftir bílasprengju

Sprengjuárás í Afganistan. Athugið að myndin er úr safni.
Sprengjuárás í Afganistan. Athugið að myndin er úr safni.
Að minnsta kosti sextíu eru látnir eftir að bílasprengja sprakk fyrir framan spítala í Logar héraðinu í Afganistan í morgun. Fjölmargir óbreyttir borgarar eru á meðal hinna látnu. Talíbanar hafa neitað að vera ábyrgir fyrir sprengjunni.

Björgunarteymi aðstoða nú fólk sem slasaðist. þeir telja líklegt að fleiri hafi látist, en tugur manna eru alvarlega slasaðir. Mikið af börnum og konum frá bænum Azra leituðu aðhlynningar á spítalanum.

Sprengingin nú kemur aðeins degi eftir að 10 létust og 24 slösuðust í Kundar-héraðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×